Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Síða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Síða 7
prestastefnusamþykkt Odds biskups 1589 (Alþb. II, 147, sjá t. d. og Alþb. II, 121, 150, 235, 406, III, 56). Þessar prestastefnusamþykktir sýna, að nokkur vafi hefir þótt leika á því, hverjar reglur ættu við um þessi efni. Þess er að geta, og helmingadómur dæmdi hjúskap ógildan árið 1559 fyrir þá sök, að gilt samþykki giftingarmanns (skilgetins og samfædds bróður) hafði ekki komið til (Dipl. Isl. XIII, 384). Byggir sá dómur á því, að kirkju- skipanin hafi ekki brejht eldri reglum um þetta réttar- atriði. Á Alþingi 1577 var hjúskapur einnig dæmdur ógildur, þar sem svo stóð á, að H fékk K með samþykki annars aðilja en rétts giftingarmanns (Alþb. I, 340— 341). Þess er þó að geta um þenna dóm, að upp kom, að leikmaður hafði sagt fyrir kaupunum, og hafði ekki komið til annar hjúskapargjörningur, svo að menn vissu til (Bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, bls. 118— 19, 172—73). Þá má einnig minna hér á dóm, sem gekk í Spjaldhaga 24. apríl 1574 út af trúlofun H ekkju og Þ nokkurs (sbr. einnig Bréfabók Guðbrands biskups, bls. 70—71). Svo virðist, að atbeini giftingarmanns H hafi ekki komið til. Dómur 6 leikmanna og 6 klerka dæmdi Þ skyldugan að gjöra hjónaband sitt til H ,,með ráði eðá samþykki giftingarmanns eða nokkurs annars frænda“, enda var talið, að ekkjan réði sér sjálf og trúlofun yrði ekki rift af hendi Þ. I hjónabandsgreinunum frá 1587 segir, að sú trúlofun sé ógild, sem sé leynileg og ráðin án samþykkis þeirra, sem hafi yfir aðiljum að segja. Er síðan mælt svo fyrir, að synjun foreldra eða forráðamanna skuli ekki vera til fyrirstöðu hjúskap, ef hún sé ekki á rökum reist. Ekkja hefir ugglaust getad ráðið fyrir sér sjálf, þótt þess sé ekki sérstaklega getið, og væntanlega hafa lögráða að- iljar ekki þurft atbeina forráðamanns við stofnun hjú- skapar, I lagaboði þessu segir skýrlega, að synjun for- eldra eða forráðamanna skuli ekki vera hjúskap til fyrir- stöðu, ef hún styðjist við ónóg rök. Ekki er hins vegar 69

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.