Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Side 15
að greina milli þess, er hjúskap er slitið fyrir hórsök eða fyrir önnur atvik. 1 hjónabandsgreinum frá 1587 voru ákvæði um hjúskap þeirra, sem sætt höfðu hjónaskilnaði fyrir hór- sök. Skyldi slíkum mönnum algerlega meinaður hjúskapur í 3 ár frá skilnaðardóminum að telja, en upp frá því var unnt að fá konungsleyfi til nýs hjúskapar. Svipað ákvæði komst inn í D.L. (3-16-15-1) og N.L. Sérstakt leyfi þurfti til hjúskapar við þann aðilja, sem maður hafði orðið hór- sekur með. Var þörf á að fá konungsleyfi til slíks hjú- skapar oft og einatt, jafnvel eftir að stjórnarráðinu var heimilað almennt að veita hjúskaparleyfi mönnum, sem þolað höfðu hjónaskilnað vegna hórsektar, sbr. kon.úrsk. 25. maí 1844, 3. gr., ráðuneytisbr. 7. maí 1856, auglýs. 22. febrúar 1875, 17. gr., sbr. 1. nr. 17/1905. 1 tilsk. 30. apríl 1824, 3. gr. 8 er prestum boðið að gæta þess, að hór- sekar persónur komi ekki saman í hjúskap. Byggir tilsk. 1824 vafalaust á því, að hjúskapartálmi þessi sé undan- þægur í samræmi við reglur þær, sem reifaðar voru hér á undan, þótt ekki sé þess beinlínis getið. Nokkurra .hjúskaparleyfa vegna hórsekta er getið í prentuðum gögnum. 1 Alþb. V, 333—34 er getið leyfis, er Grímur Bergsson fékk árið 1627 til að kvænast nafn- greindri konu. Holger Rósenkrantz veitti leyfi þetta. Sam- kv. tiltali því, er Árni Oddsson gerði Grími á Alþingi 1633, er helzt svo að sjá, að Grímur hafi hórað konu. þessa og sé leyfi þetta gefið af því tilefni. Ekki er þetta þó skýrt. 1 Forordningum Magnúsar Ketilssonar er getið tveggja leyfa. B var skilinn við konu sína fyrir hórsök. Eftir það gerðist hann sekur um legorð við annarri konu. Fékk hann leyfi árið 1683 til að eiga þá konu (Forordn. III, 273). J var skilinn með dómi við konu sína fyrir hór. Fékk hann lej'-fi til að ganga í hjúskap að nýju árið 1688, en ekki er þess getið, hverja konu hann hugðist eiga (Forordn. III, 283). Þess má geta, að í kans.br. 13. okt. 1821 segir, að eftirgjöf refsingar fyrir hórdóm feli ekki í sér leyfi til að 77

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.