Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Síða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Síða 28
staðfest, að fyrsta notkun merkis erlendis skipti máli, verður því ekki neitað, að mjög er tekið tillit til erlendra hagsmuna. Fyrsta notkun merkis í hverju landi, sem er, t. d. Islandi, er samkv. þessu — auðvitað þó með þeim fyrirvara, að hún hafi verið nokkuð umfangsmikil og stöð- ug — næg til þess, að notandinn geti 1 skjóli hennar fengið merki skráð í Danmörku afmáð og merkið skrásett fyrir sig sjálfan, jafnvel þótt sá, sem merkið fékk skráð, hafi verið grandlaus, af því að honum hafi verið ókunnugt um notkun merkisins erlendis. Það er á hinn bóginn eðlilegt og sjálfsagt, að mál til þess að fá skráningu afmáða verði að höfða innan vissra tímamarka. Annars væri réttar- staða þess, sem merki fékk skráð, um of á hverfanda hveli. Samkvæmt Parísarsamkomulaginu er þessi frestur eigi skemmri en þrjú ár. Samkv. dönsku lögunum er hann 5 ár. Ef 5 ár líða frá skráningu, verður henni ekki hnekkt, hafi sá, sem merkið fékk skráð, verið grandlaus þegar skráð var — þ. e. hvorki vissi né mátti vita um heimildarbrest sinn til skráningar á merkinu. Dómvenja er þó sú, að sá, er fyrstur notaði merki, geti misst vefengingarrétt sinn á hinu skráða merki, áður en 5 ára frestinum er lokið, ef skráða merkið hefir verið notað í svo ríkum mæli, að eðli- legt tilefni hefir verið til þess, fyrir þann, er réttinn vildi vefengja, að hefjast handa fyrr. Danskir dómstólar hafa á síðari árum mjög beitt þessu sjónarmiði, að menn gætu glatað rétti sínum til vörumerkis fyrir tómlæti, og vík ég síðar að því. Sérstakt álitaefni er, hvort eigandi merkis, sem grand- laus hefir fengið það skrásett, eigi rétt á þvi, þegar 5 ára frestinum er lokið og skráningin því fengið fulla réttar- vernd, þannig að sá, er fyrstur notaði merkið, skuli hætta notkuninni. Að þessu efni hafa danskir dómstólar vikið í dómum sínum. Dómur Sö- og Handelsretten, uppkv. 24. sept. 1955, telur bæði merkin fá staðizt samhliða. Þrátt fyrir það, sem sagt hefir verið um rétt þess, er 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.