Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1977, Qupperneq 27

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1977, Qupperneq 27
Yfirsýn yfir mál. i stórum dráttum má segja, að það sé ekki mikill munur á því hér á íslandi og í Bandaríkjunum, á hvern hátt lögmenn hafi yfirsýn yfir gang mála. Sú meginregla virðist gilda, að þeir nota dagbók sína sem frumheimild. Skrá þeir í hana fram í tímann, hvenær viðkomandi mál verði tekið fyrir og hvenær bréf- um þurfi að svara og hvenær ákveðnir frestir séu út runnir. Sá reginmunur virðist þó á, að í New York-borg er málum yfirleitt ekki frestað til ákveðins tíma. Er það háð ákvörðun dómarans hverju sinni, og þá eftir að málið hefur verið tekið fyrir, hvenær viðkomandi mál verður tekið fyrir að nýju. Sú ákvörðun dómarans er birt í blaði, sem kemur út daglega og heitir „New York Law Journal“, en blað þetta er gefið út á vegum New York Law Publishing Company. Þar er ítarleg skrá um það, hvar og hvenær hver dómari tekur mál fyrir. Verða lögmenn því að lesa rit þetta til þess að fylgjast með málum sínum. Til að gæta þess, að þingsókn falli ekki niður, hefur verið stofnað fyrir- tæki, sem tekur að sér að lesa áðurnefnt rit. Viðskiptavinir þess eru lögmenn New York-borgar, og tilkynnir fyrirtækið þeim, hvenær málin verða tekin fyrir samkvæmt skránni í ritinu. Rit þetta gegnir jafnframt því hlutverki að vera umræðuvettvangur lögfræðinga í New York-borg um dómsmál. Þóknun fyrir lögmannsstarf. Allir þekkja hér það orð, sem fer af þóknun lögmanna í Bandaríkjunum. Spurðum við því lögmennina, sem við hittum, um þau mál. Sögðu þeir, að eiginleg gjaldskrá lögmannafélaganna væri ekki til, þar sem hún hefði verið bönnuð af Hæstarétti Bandaríkjanna árið 1975 á þeim forsendum, að hún bryti í bága við lögin um hringamyndun, Anti-Trust Law. í stórum dráttum gilda tvenns konar reglur um ákvörðun þóknunar lög- manns. Er fyrst og fremst um það að ræða, að lögmaðurinn áskilji sér þóknun fyrir hverja unna klukkustund, en hins vegar, að lögmenn vinni að málum á svonefndum „contingent basis“. Þar er átt við, að lögmenn áskilji sér fyrir- fram ákveðið hlutfall af verðgildi þeirra hagsmuna, er vinnast, en málið sé að öllu leyti unnið á þeirra ábyrgð og fyrir þeirra reikning, ef ekkert vinnst. Það er að sjálfsögðu regla flestra eins og hér, að viðskiptamaður er ábyrgur gagnvart lögmanni sínum fyrir greiðslu alls kostnaðar og lögmannsþóknunar. Sá reginmunur er þó á, að málskostnaður er yfirleitt aldrei lagður á gagnaðila í New York nema verið sé að innheimta viðurkennda skuld. Þá er yfirleitt lagt á gagnaðilann að greiða 25% af höfuðstól vegna kostnaðar. Um þóknun fyrir tímavinnu er það meginregla, að lögmenn áskilji sér $ 75 — 100 fyrir hverja unna klst. Virtust þeir yfirleitt nota efri mörkin, en það kom fram, að þetta ræðst einnig af því, hvort mál vinnst eða tapast. Algengt er, að fyrirtæki sé í föstum viðskiptum hjá lögmanni og greiði svo- kallaðan „retainer", en þar er átt við fast mánaðarqjald. Eftir hvert almanaks- ár er inngreitt mánaðargjald borið saman við fjölda vinnustunda. Sé vinna lögmannsins samkvæmt tímaskrá hans innan við fastaqjaldið, er ekki krafið um frekari þóknun, en fari unnin vinna fram úr fastagjaldinu, er umbjóðandinn krafinn um það, sem umfram er. Til þess að hafa yfirlit yfir það, fyrir hvern unnið er, er það algild regla hjá lögmönnum í New York, að þeir haldi nákvæmar tímaskýrslur yfir vinnu sína. Algengast er, að þeir skipti hverri klst. niður í sex mínútna einingar, 1/10 137

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.