Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1977, Síða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1977, Síða 40
má nefna, að í fyrst nefnda embættinu voru fullnustugerðir 1976 alls 270 tals- ins, þinglýst skjöl 24.483 og að jafnaði eru gefin út daglega 4—5 veðbókar- vottorð. Þóttu þetta lágar tölur miðað við fólksfjölda í umdæminu. Álag á sakadómi virðist vera minna I Noregi en hjá okkur. Stafar það senni- lega af því, að þeir frændur okkar hafa flutt stóra og viðamikla málaflokka með ,,dekriminaliseringu“ úr sakadómi yfir í fógeta- og uppboðsrétt, án þess að flytja nema tiltölulega lítinn hluta vinnunnar með. Sáttanefndir í Noregi eru mikilvægar stofnanir gagnstætt því sem er hjá okkur. í sáttanefnd eru þrír menn, yfirleitt ólöglærðir, kosnir af sveitarstjórnum. Er dómsvald nefndanna til muna meira en hér á landi. Öllum einkamálum að heita má verður að stefna fyrir sáttanefnd, áður en dómstólaleiðin kemur til greina. Af tæplega 80 þúsund málum sem stefnt var fyrir sáttanefnd 1973 voru liðlega 44 þúsund afgreidd þar að fullu. Það sem einkum skilur á milli dómsmálakerfisins í Noregi og hér heima, fannst mér vera, að þar er miklu frekar skilið á milli dómsvalds og fram- kvæmdavalds en hjá okkur. Mesti munurinn er þó sá, að þar er millidómstig en ekki hér. Er ekki laust við, að manni finnist 2 dómstig full fátækleg skipan mála svo að ekki sé sagt ófullnægjandi, eftir kynni af öðru, þótt lítil séu og stutt. Læt ég í Ijós þá persónulegu skoðun, að stuðningur minn við tillögur réttarfarsnefndar, sem fram kom í lögréttufrumvarpinu, hefur eindregið eflst við þessa ferð. Að endingu vil ég fyrir hönd stjórnar Dómarafélags íslands þakka þeim Haraldi, Hrafni og Þór mikið og gott starf við undirbúning og skipulag ferð- arinnar og þakka jafnframt persónulega samstarfið við þá í Noregi, en undir- ritaður, sem var sá eini úr félagsstjórn í förinni, taldist vera fararstjóri. Var það ekki mjög íþyngjandi sökum aðstoðar þeirra nefndarmanna og góðrar skipulagningar í upphafi. Þess er vert að láta getið, að hver þátttakenda fékk kr. 65.000 í fararstyrk; kr. 15.000 úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna, kr. 25.000 frá dómsmála- ráðuneytinu og kr. 25.000 úr utanfararsjóði dómarafélagsins. Vil ég fyrir hönd félagsins og þátttakenda færa fram bestu þakkir fyrir styrkina. Ólafur St. Sigurðsson. Þátttakendur í Noregsferðinni voru þessir: Ármann Kristinsson, Auður Þorbergsdóttir og Hannes Kr. Davíðsson, Ásberg Sigurðsson og Solveig Jóns- dóttir, Bjarni K. Bjarnason, Björn Þ. Guðmundsson, Emil Ágústsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Briem, Halldór Þorbjörnsson, Haraldur Henrýsson, Hrafn Bragason, Jón ísberg og sonur hans Guðbrandur, Jón A Ólafsson, Kristján Torfason, Már Pétursson og Sigríður Jósefsdóttir, Magnús Þ. Torfason, Ólafur St. Sigurðsson og María Steingrímsdóttir, Ólafur W. Stefánsson skrifstofu- stjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Pétur Þorsteinsson og Björg Ríkarðs- dóttir, Rúnar Guðjónsson og Auður Svala Guðjónsdóttir, Sigurður Hallur Stef- ánsson, Stefán Már Stefánsson, Steingrímur Gautur Kristjánsson og Guðrún Einarsdóttir, Valgarður Kristjánsson, Þorvarður K. Þorsteinsson og Magdalena Ólafsdóttir, Þór Vilhjálmsson og Ragnhildur Helgadóttir. 150

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.