Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Síða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Síða 17
hvers eðlis tjónið er, hvort það stafar frá mengun lofts, láðs eða lagar, um hávaðamengun er að ræða, spjöll á útivistarsvæðum eða náttúruminjum o. s. frv. Almennar skaðabótareglur gilda um umhverfistjón, og er jafnan unnt fyrir tjónþola að leita til dómstóla til heimtu bóta. Um aðild gilda almennar reglur. Auk þess er um hlutræna skaðabótaábyrgð að ræða í rétti sumra Norðurlandaþjóðanna vegna umhverfistjóns (strikt ansvar). Skapast þá skaðabótaskylda végna umhverfisspjalla, þótt hvorki hafi verið um ásetning eða gáleysi að ræða. 1 1. og 30. gr. sænsku umhverfisverndarlaganna (1969) eru bæði ákvæði um hina venjulegu skaðabótaábyrgð og hlutræna ábyrgð. Hlut- ræn ábyrgð stofnast þó aðeins, ef umhverfisspjöllin eru veruleg og atferlið, sem til þeirra leiðir, liggur utan þeirra marka, sem venjulegt má teljast á staðnum og rnenn verða almennt að sætta sig við. 1 9. gr. norsku grannaréttarlaganna (1961) eru ákvæði um hlut- ræna skaðabótaábyrgð vegna tjóns, sem grannar verða fyrir af um- hverfisspjöllum. Aðildin er hér bundin við granna einvörðungu, en aðrir fá tjón bætt eftir almennum skaðabótareglum. Svipuð ákvæði um hlutræna skaðabótaábyrgð vegna umhverfisspjalla, sem á grönn- um bitna, er að finna í 21. og 23. gr. finnsku grannalaganna (1920). Ákvæði um hlutræna skaðabótaábyrgð er hins vegar ekki að finna i dönskum umhverfisrétti. Er þar beitt almennum skaðabótareglum. Þess má hér geta, að í hinu íslenzka umhverfsmálafrumvai’pi er svo fyrir mælt í 23. gr., að tjón vegna umhverfisspjalla skuli bæta eftir almennum skaðabótareglum. Er þar því ekki gert ráð fyrir hlut- rænni ábyrgð. III. Yfirlit um helztu ákvæði í norrænum umhverfisrétti. Hér á eftir verður gefið yfirlit yfir helztu ákvæði, sem er að finna í umhverfislöggjöf Norðurlanda. Verður fyrst fjallað um þá umliverf- islöggjöf, sem fyrst og fremst lýtur að mengunarvörnum, en síðan um náttúruverndar- og útivistarlöggjöf. 1. UMHVERFISMÁL OG MENGUNARVARNIR. a) Sænsk löggjöf. Fyrsta heildarlöggjöfin á umhverfismálasviðinu á Norðurlöndum var sett í Svíþjóð 29. maí 1969, (miljöskyddslagen). Meginmarkmið laganna er að koma í veg fyrir mengun lands, lofts og lagar, en ákvæði 111

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.