Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Síða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Síða 18
þeirra lúta þó aðeins að mengun, sem stafar frá notkun lands. Kjarni varnaðarráðstafana eru ákvæði um, að leyfi þurfi til starfsemi og atvinnureksturs, er mengunarhættu hefur í för með sér. Löggjöf þessi tekur í fyrsta lagi til hvers konar vatnsmerigunar, sem stafar frá rennsli skólps og annars frárennslisvatns og áhrif hefur í yfirborðs- vatni landsins. Þá taka lögin einnig til sorps eða annarra fastra efna, sem komið er fyrir svo nálægt vatnasvæði, að afrennsli mengar vatnið (1. gr. 1. og 2. tl.). Sérlög gilda hins vegar um losun úrgangsefna í vötn, og voru þau sett árið 1971. Einnig taka lögin til kemiskra úða- efna, sem notuð eru við gróðurvarnir, en síast gegnum jarðveginn út í vatnakerfi landsins. f öðru lagi taka lögin til allra tegunda loftmengunar, sem stafar frá notkun lands, bygginga eða frá atvinnurekstri. Þar má nefna sót, kolsýru, gas og aðrar mengandi lofttegundir, (1. gr. 3 tl.). 1 þriðja lági taka lögin til hvers konar hávaða, sem stafar frá verk- stæðum, verksmiðjum, og öðrum atvinnufyrirtækjum. Jafnframt fell- ur umferðarhávaði undir lögin, hvort sem um hávaða frá vegaum- ferð, járnbrautum eða flugvöllum er að ræða. Er því unnt að grípa til aðgjörða gegn eiganda eða umráðamönnum flugvalla og vega. Hins végar taka lögin ekki til einstakra bifreiða og hávaða frá þeim. Um þau atriði er fjallað í umferðarlögum. Þá taka lögin til jarðhræringa, sem áhrif hafa utan fasteignar, sem þær eiga uppruna sinn á, t.d. sprenginga eða umferðarþunga, er veldur titringi, og einnig til Ijósmengunar, er stafar t.d. frá auglýsingaskilt- um eða flóðlýsingu. Lögin taka einnig til annarrar tegundar sjón- mengunar, þ.e. röskunar á náttúrufegurð og landslagi. Undir það heyr- ir t.d. hvort leyfa skuli sorphauga nálægt vegum, er spilla náttúru- fegurð, byggingu hárra vei'ksmiðjureykháfa, er spilla útsýni og stað- arval sorpeyðingarstöðva. Ástæða er til að undirstrika, að lögin taka ekki til nokkurra mikil- vægra mengunarvalda, en um þá er fjallað í sérlögum. Truflanir i hljóðvarps- og sjónvarpstækjum vegna utanaðkomandi orsaka falla þannig utan ramma láganna, rafstraumur frá orkuverum og geislun frá kj arnorkuverum. Um slík orkuver fjalla kjarnorkufram- leiðslulög landsins (1955). Loks gilda sérstök lög, frá 1. jan. 1972, um bann við losun úrgangsefna í hafið innan landhelginnar, jafnt sem úthafið. Jafnvel þótt sænsk skip lesti úrgangsefnin utanlands er þeim óheimilt að losa þau í úthafið. Erlendum skipum er bannað að losa úrgangsefni í sænskri landhelgi og á úthafinu, ef þau hafa lestað úr- gangsefnin í Svíþjóð. Undanþágur frá lögunum getur umhverfismála- 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.