Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 27

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 27
ákvæði um sérstakan skaðabótasjóð, sem greitt er úr vegna olíumeng- unarskaða. Þá eru Norðurlöndin öll aðilar að Oslóarsamkomuláginu frá 1972 um bann við losun vissra úrgangsefna í hafið, (1. 20/1973) og Lundúna- samningnum, einnig frá 1972, um sama efni, (1. 53/1973). Þá hefur verið gerður samningur um verndun Eystrasalts gegn mengun (1974). Samkvæmt honum er bannað að losa viss hættuleg efni og eiturefni í hafið, og leyfi þarf til þess að losa þar önnur síður hættu- leg efni. Ákvæði þessa samnings eru almennt strangari en fyrrnefndu samninganna. Þá er og í gildi tvíhliða samningur milli Svíþjóðar og Danmerkur um verndun Eyrarsunds gegn umhverfisspjöllum. (1974). 3. NORRÆN NÁTTÚRUVERNDARLÖGGJÖF Þá skal hér að nokkru getið helztu ákvæða laga um náttúruvernd á Norðurlöndum, en vernd náttúrunnar er að sjálfsögðu mikilvægur þáttur umhverfisverndar. Um náttúruvernd er á Norðurlöndum jafnan fjallað í sérstökum lögum, sem geyma einnig ákvæði um útivist að hluta til. Hins vegar er ekki um að ræða almenn náttúruverndarákvæði í þeirri löggjöf um umhverfismál og mengunarvarnir, sem fyrr hefur verið vikið að í þessari grein. Markmið náttúruverndarlaga á Norðurlöndum er að jafnaði tvíþætt. I fyrsta lági er þar um að ræða ákvæði um friðun ákveðinna land- svæða eða náttúrufyrirbæra, sem sérstæð mega teljast, náttúruvætti, náttúruminjar, sbr. 22. og 28. gr. 1. nr. 47/1971. Tekur slík friðun oft einnig til dýra og jurtategunda, sbr. 23. gr. s.l. I öðru lagi fela ákvæðin í sér takmarkanir eða bönn við starfsemi, háttsemi eða at- vinnurekstri, sem spillt getur náttúrunni. Að því er útivistarþáttinn varðar má greina réttarreglurnar á því sviði á sama hátt í tvo flokka. 1 fyrsta lagi miða þær að því að tryggja rétt allra til þess að njóta þeirra gæða, sem felast í óspilltri náttúru, þ.e. fyrst og fremst almannaréttinn. 1 öðru lagi miða þær að því að takmarka eða koma í veg fyrir hátterni og athafnir, sem hindra frjálsa og eðlilega útivist, t.d. aðgang að baðströndum og vötnum, byggingu sumarhúsa o. s. frv. Að því er varðar hinn almenna umferðarrétt, er hann sæmilega tryggður í rétti fjögurra Norðurlandanna, þ.e. Islands, Noregs, Sví- þjóðar og Finnlands. Þar gildir sú meginregla, að fótgangandi hafa menn heimild til þess að fara um annarra lönd, ef heimilisfriður eig- 121
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.