Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 32
Arnljótur Björnsson prófessor: ÁBYRGÐ VEGNA SJÁLFSTÆÐRA VERKTAKA í BANDARÍSKUM BÓTARÉTTI EFNISYFIRLIT 1. Inngangur ................................................. 126 2. Norrænn réttur............................................. 127 3. Almenna reglan: Verkkaupi ber ekki ábyrgð vegna sjálf- stæðra verktaka............................................ 131 4. Undantekningar, sem leiða til ábyrgðar verkkaupa .......... 133 5. Ótengt gáleysi ............................................ 139 6. Örfá orð um enskan rétt.................................... 141 7. Rök fyrir ábyrgð vegna verktaka, lauslegur samanburður við norrænan rétt og gagnrýni á bandarískar reglur............ 142 8. Efni í stórum dráttum ..................................... 146 1. INNGANGUR Það er vel kunn meginregla í norrænum skaðabótarétti utan samn- inga, að sá, sem sjálfstæður verktaki vinnur fyrir (verkkaupi), ber ekki bótaábyrgð vegna tjóns af völdum sakar verktakans eða starfs- manna hans. Regla þessi er studd ýmsum rökum. Venjulega hefur verktaki betri aðstöðu en verkkaupi til að taka á sig tjón, er hlýst við framkvæmd verks eða að kaupa viðeigandi vátryggingar. Það er auðvelt fyrir verktakann að jafna tjónskostnaði eða kostnaði við vátryggingar niður á viðskiptamenn sína. Slík dreifing kostnaðar af einstökum ó- höppum stuðlar að öryggi í rekstri og er því öllum í hag, þegar til lengd- ar lætur. Verkkaupi hefur almennt ekki rétt til að skipta sér af því, hvernig verk er unnið, og stendur því verktaka næst að gera öryggis- ráðstafanir til að varna tjóni. Aðstöðumunur aðila að þessu leyti er augljósastur, þegar verkkaupi er ekki kunnáttumaður og verktaki 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.