Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 40

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 40
Besnerv. Central Trnst Co. of Neiu York, 230 N.Y. 357, 130 N.E. 577, 23 A.L.R. 1081 (1921). Starfsmenn verktakans E önnuðust stjórn á lyftum í versl- unarhúsi J. J fékk annan verktaka til að setja upp eldvarnar- hurðir, sem lögskylt var að hafa á opum inn í lyftugöngin. B, starfsmaður síðargreinds verktaka, fórst vegna gáleysis starfs- manns E. J vissi eða mátti vita, að hættulegt var að starfrækja lyftuna á meðan vinnan við eldvarnarhurðirnar stóð yfir. 1 dómi segir, að við þessar aðstæður hafi sú skylda hvílt á J gagnvart B að láta starfrækja lyftuna með eðlilegri aðgát. B mátti treysta því, að umbúnaður á staðnum væri forsvaraniegur. Talið var, að það leysti J ekki undan skyldu hans til að gera sérstakar varúð- arráðstafanir, að sjálfstæðir verktakar höfðu umræddar fram- kvæmdir með höndum. Maioney v. Rath, 69 Cal. 2nd 142, 445 P. 27id 513, 71 Cal. Rptr. 897 (1968). Kona nokkur fékk bifreiðaverkstæði til að gera við hemla bif- reiðar sinnar. Tók viðgerðin til alls hemlakerfisins. Um 3 mánuð- um síðar, er konan hugðist stöðva bifreiðina við umferðarljós, biluðu hemlarnir með þeim afleiðingum, að árekstur varð. Bil- unin varð rakin til mistaka starfsmanna verkstæðisins. Konan var talin bera ábyrgð á sök þeirra, vegna þess að henni var sem eiganda bifreiðarinnar skylt að lögum að hafa hemlana í góðu lagi og sú skylda var talin „óframseljanleg." Þetta eru aðeins þrír dómar af mýmörgum um sama efni. Veita þeir að sjálfsögðu afar takmarkaða hugmynd um hverjar þær skyldur séu, sem bandarískir dómstólar telja „óframseljanlegar“ í þeirri merkingu, er hér um ræðir. Þessir dómar varða skyldu til að raska ekki stuðn- ingi, sem hús nágranna hefur af aðliggjandi jarðvegi,21 skyldu til að hafa umbúnað húsakynna nægilega öruggan og skyldu til að halda bif- reið í lögmæltu ástandi. Aðrar skyldur, er taldar hafa verið „ófram- seljanlegar“ eru t.d. skylda farsala eða farmflytjanda (,,carrier“) til að veita farþega öruggan flutning eða annast farm af kostgæfni, skylda bæjarfélags til að gera við götur bæjarins, skylda til að hindra ekki 21 Sjá 422A gr. Rest. 2nd. Samkvæmt 817. gr. Rest. 2nd hvílir hrein hlutlæg ábyrgð á þeim, sem veldur landssigi með því að raska nauðsynlegum stuðningi lands í eigu annars manns. 134
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.