Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 42
legar varúðarráðstafanir. Hér er því ekki um að ræða hreina hlutlæga ábyrgð verkkaupa. Svo er hins vegar í 427A gr., en þar segir, að sá, er semur við sjálf- stæðan verktaka um verk, sem hinn fyrrnefndi veit eða hefur ástæðu til að ætla, að hafi fólgna í sér óvanalega (,,abnormal“) hættu, skuli bera ábyrgð í sama mæli og verktakinn á líkamstjóni eða eigna, er rak- ið verði til verksins. Sök er ekki bótaskilyrði eftir 427A gr. Banda- ríkjamenn greina skýrt á milli eðlislægrar hættulegrar starfsemi og atvinnurekstrar, sem hefur óvanalega („abnormal") hættu í för með sér. Síðargreindur atvinnurekstur varðar hreinni hlutlægri ábyrgð sbr. 519.—524A gr. Rest. 2nd. Regla 427A gr. gengur því lengra en aðrar bótareglur, sem hér eru til umræðu, vegna þess að hún hefur í för með sér hreina hlutlæga ábyrgð bæði fyrir verktaka og verkkaupa. Þeir eru bótaskyldir, þótt fullrar varkárni hafi verið gætt. Verður ekki frekar fjallað um 427A gr. 1 skýringum Rest. 2nd við 416. og 427. gr.23 ségir, að í greinunum báðum felist sama almenna reglan: Að sá, sem unnið sé fyrir, sé bóta- skyldur vegna skaðaverka, er rakin verða til hættu, sem hann hefði átt að hafa í huga, þegar hann gerði samninginn, og hann geti ekki velt á verktakann ábyrgðinni á slíkri hættu eða á ráðstöfunum til að afstýra henni. Hefur 416. og 427. gr. verið beitt á víxl í samkynja málum, og dómstólar hafa oft vísað til þeirra sem sömu reglu eða mismunandi tilbrigða af sömu reglu. Bandarískir dómar um eðlislæga hættulega starfsemi eru gífurlega margir. Aðeins tveir verða nefndir: Majestic Realty Associates v. Toti Contractmg Co., 30 N.J. 425, 153 A. 2d 321 (1949). Verktakinn T tók að sér að brjóta niður vegg fyrir eiganda lóðar. Vélkrani var notaður við verkið. 1 lyftiarmi kranans hékk málmkúla, sem sveiflað var á vegginn. Kranastjórinn lét kúluna skella á veggnum um 5 m fyrir neðan efri brún hans, með þeim afleiðingum, að stór hluti hans féll á nágrannahús. Lagt var til grundvallar, að eðlileg vinnubrögð hefðu verið að brjóta mun minna ofan af véggnum í hverju höggi. Verk þetta var talið í eðli sínu hættulegt („inherently dangerous") og leysti það lóð- areigandan því ekki undan ábyrgð, að sjálfstæður verktaki hafði framkvæmdirnar með höndum. 23 Rest. 2nd, bls. 395 og 416. 136

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.