Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 53
hlutlæga ábyrgð á hættulegum atvinnurekstri, en hún þekkist einnig í Bandaríkjunum (3. og 4. kafli). Reglur, sem kveða á um ábyrgð á sjálfstæðum verktökum, sæta þeirri veigamiklu takmörkun, að verkkaupi er ekki bótaskyldur vegna svonefnds ótengds gáleysis af hálfu verktaka. Það telst ótengt gáleysi, sem telja má í litlum eða engum beinum tengslum við sérstaka hættu- semi verksins. Dómsúrlausnir um ótengt gáleysi eru á reiki, svo að erfitt er að afmarka hugtakið nægilega skýrt (5. kafli). 1 6. kafla eru nefnd fáein dæmi um ábyrgð á sjálfstæðum verktök- um að enskum rétti, og eiga þau sér öll einhverja hliðstæðu í banda- rískum rétti. Þau atvik, þar sem bótaábyrgð vegna sakar sjálfstæðra verktaka hefur verið viðurkennd, eru yfirleitt sundurleit. Sýnist skorta sameig- inleg rök fyrir svo ríkri bótaábyrgð í tilvikum, sem eru lítt eða ekkert skyld. Raktir eru stuttlega nokkrir helstu hópar tilvika, sem hafa í för með sér ábyrgð vegna sjálfstæðra verktaka. 1 sumum þessara tilvika er niðurstaða bandarísks réttar svipuð eða sú sama og í rétti ýmissa norrænu ríkjanna. Hins vegar er efni reglnanna oft mjög ólíkt, og verða rök fyrir niðurstöðu verulega frábrugðin því, sem íslenskir lögfræðingar eiga að venjast. Ýmsir bandarískir fræðimenn gagnrýna „regluna" um „óframseljanlegar“ skyldur og telja ekki æskilegt að nota hana um öll þau athafnasvið, sem hún tekur nú til. Tekið er undir þessa gagnrýni og vikið að því, hve víðtækar margar þær reglur eru, sem til eru orðnar fyrir dómvenju. Sett er fram sú tilgáta, að sam- ræmingarstarf það, sem „Restatement of the Law. Torts“ er árangur af, ýti undir aukna bótaábyrgð á ýmsum sviðum, en fyrirvari er gerður um réttmæti tilgátunnar. Bandarískar reglur á þessu sviði eru ekki einungis rúmar, heldur einnig mjög teygjanlegar, a. m. k. sumar hverjar. Fullyrt er, að í heild séu þær flóknar og óskýrar og geti því valdið réttaróvissu. Reglurnar eru þó allþjálar og leiða oft til niðurstöðu, sem fellur vel að hugmyndum norrænnar lögfræði. Á hinn bóginn þykir mörgum norrænum lögfræðingum líkléga, að ýmsar bandarísku reglurnar hafi myndast vegna óska um að veita tjónþola úrlausn í tilfellum, þar sem hann myndi annars verða af bótum. Heild- arniðurstaða verður sú, að í Bandaríkjunum hafi bótaskylda verið teygð of langt á þessu sviði. Visst mótvægi sé þó fólgið í reglum um ótengt gáleysi, en það hugtak sé teygjanlegt og miður heppilegt í framkvæmd (7. kafli). 147

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.