Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 59

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 59
Vinnumarkaðsréttur Guðni Haraldsson: Friðarskyldan. Þjóðaréttur Pétur Gunnar Thorsteinsson: Beiting þjóðaréttar fyrir íslenskum dómstólum. Halldór Jón Kristjánsson: Um réttarstöðu einstaklings í þjóðarétti. Ragnhildur Hjaltadóttir: Um tæmingu innlendra réttarfarsúrræða skv. 26. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. 6. BREYTINGAR Á NÁMSTILHÖGUN í LAGADEIL Vorið 1979 voru gerðar allverulegar breytingar á reglugerð Háskóla íslands nr. 76/1958, sbr. augl. nr. 17/1979 um breytingar á reglugerðarákvæðum um nám í lagadeild. Þær breytingar voru í aðalatriðum byggðar á tillögum náms- nefndar lagadeildar, sem í eiga sæti fulltrúar kennara og nemenda. Helstu breytingar á námstilhögun og prófum í lagadeild eru þessar: Áfanga- próf í tilteknum greinum var áður aðeins heimilt að þreyta á einu og sama próftímabili í hverri grein, og var prófið aðeins haldið að vori. Nú hefur þessi prófheimild verið mjög rýmkuð. Heimilt er nú að þreyta áfangapróf á hverju þriggja próftímabili eftir að stúdent átti þess fyrst kost að þreyta prófið, og þá einnig að hausti. Með almennu lögfræðinni er nú á fyrsta ári haldið námskeið í heimspeki- legum forspjallsvísindum. Prófið í þeirri grein er haldið í desember og vegur einkunn 20—25% einkunnar í almennri lögfræði. Prófið í almennri lögfræði er haldið í maímánuði, svo sem verið hefur. Skaðabótaréttur, sem fram að þessu hefur verið kenndur í 2. hluta, verður eftirieiðis meðal námsefnis í fjármunarétti í 1. hluta iaganáms. Prófi í raunhæfu verkefni hefur verið skipt í tvö próf, og er gefin ein einkunn fyrir hvort. Þá hefur sú breyting verið gerð á reglum um próf að munnleg próf í laga- deild eru að mestu felld niður. í fyrsta hluta eru öll próf skrifleg fyrir þá, sem innritast hafa eftir 1. júlí 1979. Stúdentar skráðir í lagadeild á árinu 1975 og fyrr skulu þreyta munnlegt og skriflegt lokapróf í kennslugreinum, sem þeir hafa ekki lokið áfangaprófum í. Þessi tilhögun gildir til haustprófa 1980. Þá hefur reglum um tímamörk náms í lagadeild verið breytt. Stúdent skal Ijúká prófi í almennri lögfræði er hann hefur verið samfleytt í 2 ár í deildinni. Hann skal Ijúka prófi í 1. hluta eigi síðar en eftir 3ja ára nám í deildinni og 2. hluta prófi, er hann hefur verið við nám í 6 ár í deildinni. Embættisprófi skal hann Ijúka ekki síðar en þegar hann hefur verið 8 ár í deildinni. Undanþágur má lagadeild veita frá þessum ákvæðum vegna veikinda og svipaðra víta- leysisástæðna. Kennslu er nú lokið fyrir 1. apríl ár hvert. 6. HEIMSPEKILEG FORSPJALLSVÍSINDI í LAGADEILD Á s.l. vori samþykkti háskólaráð að hætt skyldi kennslu í heimspekilegum forspallsvísindum í sinni hefðbundnu mynd. Áfram skyldi þó kenna greinina í öllum deildum háskólans og einkunn vera veginn hluti af lokaeinkunn í sam- ræmi við reglur hverrar deildar. Deild var í sjálfsvald sett hvort námsgreinin 153
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.