Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Blaðsíða 22
Sigmar Ármannsson lögfræðingur: NOKKRAR HUGLEIÐINGAR í TILEFNI GILDISTÖKU NÝRRA HLUTAFÉLAGALAGA Sem kunnugt er öðluðust lög nr. 32/1978 um hlutafélög gildi að meginefni til þann 1. janúar 1980. Sjálfsagt hafa flestir verið sam- mála um, að nauðsyn hafi borið til að setja ný hlutfélagalög, þar sem félagsform þetta hefur mikla þýðingu í íslenskum atvinnurekstri, og hlutfélög hérlendis eru fjölmörg. Flest þeirra eru hins vegar mjög lítil. Ófrávíkjanlegar kröfur, sem gerðar eru í nýju hlutafélagalög- unum m.a. um stofnun hlutafélaga, stjórnun þeirra og rekstur almennt, eru bæði ýtarlegar og strangar. Þá er og að finna í lögunum ákvæði um skyldur hlutafélaga til að senda gögn til hlutafélagaskrár og rétt almennings til að kynna sér gögnin. Gögn þessi eru jafnvel þess eðlis, að vel mætti nefna þau einkamálefni fyrirtækjanna. Spurning er, hvort ýmsar þær kröfur, sem fram koma í hlutafélagalögunum, séu ekki óþarflega strangar, a.m.k. þegar um lítil fyrirtæki er að ræða. Ekki er víst, að hagsmunum hins opinbera eða öryggi viðskiptalífsins yrði stefnt í hættu, þótt litlum hlutafélögum væri veitt meira svigrúm til að ráða eigin málum heldur en hin nýju lög gera ráð fyrir. Hér á eftir er ætlunin að hugleiða þetta atriði nokkuð nánar. I. SAMNORRÆN HLUTAFÉLAGALÖGGJÖF. ÍSLENSK OG DÖNSK LÖG UM HLUTAFÉLÖG. Hin nýju íslensku hlutafélagalög eiga sér nokkurn aðdraganda. Ár- ið 1961 hófst að tilhlutan Norðurlandaráðs norræn samvinna til undir- búnings samræmdri hlutafélagalöggjöf. Nefnd sú, sem um mál þetta fjallaði, lauk störfum árið 1969. Höfðu þá verið samdar tillögur að hlutafélagalögum fyrir öll Norðurlöndin, að undanskildu fslandi. Ár- angur samstarfs þessa hefur verið að koma í ljós á síðustu árum. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.