Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 12

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 12
fyrst og fremst tryggingu gegn því, að eign hans sé af honum tekin eða skert að þarflausu eða þarflitlu. Vissuléga getur þröng og ströng túlkun á orðunum „fullt verð“ veitt slíka vörn að vissu marki. En eftir að löglega er tekin ákvörðun um eignarnám þá er vörnin brostin, eftir stendur aðeins að ákveða eigandanum endurgjald eða bætur fyrir eignarnámstökuna. Mat á því, hvort forsendur eignar- námstöku séu fyrir hendi verður eflaust eftir sem áður að vera á hendi löggjafans, en óttist menn misnotkun á því valdi kemur til álita, hvort þrengja skuli skilyrði löggjafans til setningar eignarnáms- heimilda, þótt ég hafi ekki hugmyndir eða tillögur í því efni. Eflaust er einnig mikilsvert, að settar verði ákveðnar reglur um, hvaða aðili hafi vald til að ákveða, hvort eignarnámsheimildar skuli neytt í hverju einstöku tilviki, en um þetta atriði er löggjöfin víða ekki skýr. Mætti þannig huga að því, að einstaklingnum verði veitt ríkari vernd gegn þarflítilli eða umdeildri eignarnámstöku. Verði þessi varnaðaráhrif fyrir eignarrétti einstaklingsins aukin, er ekki eins mikil þörf og marg- ir telja nú á að beita endurgjaldsákvæðinu sem réttaröryggissjónar- miði gegn umdeilanlegri eignarnámsheimild eða eignarnámstöku. Sú vörn gegn friðhelgi eignarréttarins er hvort eð er brostin, þegar eignarnámið hefur verið ákveðið. Aðeins er eftir að ákveða eigand- anum bætur. Opinberir aðilar, bæði stofnanir ríkisins en einnig og ekki síður sveitarfélög, standa oftlega andspænis miklum vanda í samningavið- ræðum við einstaka eigendur fasteigna um framkvæmdir, sem tengd- ar eru almennum hagsmunum um hagstæðustu lausn á tilteknum verkefnum þessara aðila. Hjá sveitarfélögum a.m.k. gætir óneitanlega vissarar tregðu til að afsala ákvörðun um endurgjald fyrir t.d. fyrir- hugað byggingarland í hendur dómkvaddra matsmanna, þótt sam- komulag um slíka málsmeðferð geti að öðru leyti verið fyrir hendi. Óvissa um fjárhæð bótagreiðslna og ekki ástæðulaus ótti um, að til grundvallar matsfjárhæð verði að verulegu leyti lagt söluverð bygg- ingarhæfra lóða, getur þannig leitt til þess, að nauðsynlegar fram- kvæmdir eða undirbúningur þeirra tefjist verulega — og jafnvel til þess að hagstæðasta lausnin í efnalegu tilliti er ekki valin, þannig t.d. að land í einkaeign verður ekki tekið til skipulags og bygginga, þótt það liggi betur við öllu þjónustukerfi sveitarfélags en annað land- svæði, sem er í eigu sveitarfélagsins. Ágreiningur og óvissa um landverð virkar þannig sem haft á eðli- lega og æskilega uppbyggingu. 1 sumum tilvikum á þetta einnig við, þótt landeigandi vilji gjarnan láta land sitt af hendi og eignamáms- 6

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.