Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Blaðsíða 3
ihlAICIT- Q
2. HEFTI 36. ÁRGANGUR ÁGÚST 1986
VISKUNNAR HELGA FJALLI Á
Tvo sólbjarta og heita helgardaga um miðjan júní fór fram í hæstaréttarhöll-
inni í Stokkhólmi ræðuhluti málflutningskeppni norrænna laganema. Átta lið
frá 3 löndum komu til leiks og voru þrjár atrennur. íslenska sveitin sigraði í
sínum riðli í fyrstu lotu. Sá sem þetta skriíar var meðal dómara og gat ekki
hlustað á landana kveða keppinauta slna I kútinn. Fær hann því ekki af eigin
raun borið um ræðurnar, en vel var af þeim látið, enda árangurinn góður. Und-
irritaður var hins vegar á áheyrendabekk síðdegis þennan laugardag, þegar
danskt lið, sem daginn eftir vann til aðalverðlaunanna, gekk með sigur af
hólmi I viðureign við íslendingana. Var það ekki yfirburðasigur. Ræðukeppn-
inni verða væntanlega gerð skil I tímariti laganema, en hér er vakin athygli á,
að íslenska liðið var hið eina, sem ekki talaði móðurmál sitt. Fór eftir æfingu
og aðstæðum íslenska ræðumannsins hverju sinni, hvort hann mælti á dönsku,
norsku eða sænsku. Skjölin, sem samin voru hérlendis og send utan fyrir
ræðukeppnina, voru á dönsku.
Um þessar mundir eru 250 ár liðin síðan íslendingur tók embættispróf í lög-
fræði í fyrsta skipti. Alla tlð síðan hafa íslenskir lögfræðingar verið háskóla-
menntaðir og undirbúningurinn undir laganámið hefur langoftast verið stúd-
entspróf og það sem það hefur útheimt á hverjum tlma. Meðal þess hefur
sjálfsagt alla tíð verið tungumálakunnátta, lengi aðallega danska og fornmál-
in. Þó að langt sé nú orðið síðan grískukennslu var að mestu hætt I mennta-
skólum, var latína fram á skóladaga þeirra, sem fæddir eru fram undir miðja
þessa öld, skyldugrein I námi flestra íslenskra stúdentsefna. Var þá sagt, að
hún væri undirstaða annars málanáms, a.m.k. í rómönskum málum, en meira
en öld var liðin, siðan hún hætti að vera samskiptamál menntamanna í okkar
heimshluta. Tvær fyrstu doktorsritgerðirnar í lögum, sem íslenskir menn skrif-
uðu, voru á latínu, en þær voru varðar 1801 og 1819. Nú er öllum íslenskum
unglingum skylt að læra tvö erlend tungumál, Norðurlandamál og ensku. Flest-
ir læra dönsku, þótt sums staðar sé hægt að velja norsku eða sænsku i henn-
ar stað, og mun það tungumál ekki mjög vinsælt. Enskan sýnist þykja áhuga-
verðari. Nám í henni sækist ýmsum vel vegna þess, hve hún heyrist mikið í
sjónvarpi. Fyrir lögfræðinga hefur enskunámið minni beina þýðingu en marga
81