Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Side 8
Jafnhliða lögfestingu hinnar nýju ógildingarreglu4) í 36. gr. samn-
ingalaganna voru gerðar nokkrar aðrar breytingar á III. kafla laganna,
sem minna máli skipta. Breytingar þessar eru í fyrsta lagi þær, að 35. og
36. gi’. laganna, eins og þær voru fyrir gildistöku laga nr. 11/1986, voru
felldar brott. I öðru lagi var efni 7. gr. laga nr. 58/1960 um bann við
okri, dráttarvexti o.fl. flutt í III. kafla samningalaganna og henni skip-
að í 31. gr. laganna. I þriðja lagi voru gerðar breytingar á 37. gr. lag-
anna og efni þeirrar greinar og orðalag samræmt efni og orðalagi hinn-
ar nýju ógildingarreglu í 36. gr. laganna. í fjórða lagi var númeraröð
einstakra greina í III. kafla samningalaganna breytt. Greinaskipan 28,-
30. gr. laganna hélst óbreytt. Hins vegar var misneytingarákvæði 7. gr.
laga nr. 58/1960, sem fyrr segir, skipað í 31. gr., og 31. gr. varð að 32.
gr. Hinni almennu ógildingarreglu í 32. gr. var skipað í 33. gr. og ákvæði
33. gr. um málamyndagerninga í 34. gr. laganna. Ákvæði 34. gr. um
missi kvittunar var flutt í 35. gr., en févítisákvæði 35. gr. fellt úr gildi
sem fyrr ségir. Loks var hinni nýju ógildingarreglu laga nr. 11/1986
skipað í 36. gr., en upphaflegt ákvæði 36. gr. fellt úr gildi. Eftir þær
breytingar á greinaskipan III. kafla samningalaganna, sem hér var lýst,
er númeraröð og efnisskipan íslensku laganna hin sama og skandinav-
ísku laganna aftur að 37. gr.
Auk þeirra breytinga, sem hér var lýst og gerðar voru á III. kafla
samningalaganna með lögum nr. 11/1986, voru með 9. gr. hinna síðar-
4) Um hugtakið ógildingarregla visast til kafla 2.0. hér á eftir og um þau einstöku réttar-
úrræði, sem unnt er að beita í skjóli reglunnar, vísast til greinar Viðars Más Matthías-
sonar i næsta hefti Tímaritsins.
Þorgeir Örlygsson lauk lagaprófi 1978 og
meistaraprófi (LL.M.) í þjóðarétti og alþjóðleg-
um einkamálarétti frá Harvardháskóla í Banda-
ríkjunum 1980. Fulltrúi yfirborgardómara 1978-
1982 og aðstoðarmaður hæstaréttardómara
1982-1984. Stundakennari við lagadeild H.l.
1981-1984. Settur dósent í lögfræði 1984-1986
og voru kennslugreinar hans á sviði fjármuna-
réttar II. hluta auk þess sem hann hafði um-
sjón með gerð raunhæfra verkefna. I febrúar
1986 var hann skipaður borgardómari í Reykja-
vlk. Formaður áfrýjunarnefndar í vörumerkja-
og einkaleyfamálum frá 1984 og formaður
tölvunefndar frá því í janúar 1986.
86