Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 14
„Generalklausulen“ í þýskri lögfræði og „generalklausuler“ í norrænni lögfræði23)). Það hefur verið talið einkenni vísireglu í stuttu máli, að hún sé leiðbeiningarrégla fyrir dómarann, sem skírskoti til mælikvarða, sem honum beri að nota við úrlausn máls og reiknað sé með, að dómar- inn þekki og geti haft stoð af. Vísireglan bindi því úrlausn máls hvorki við ákveðin ytri atvik eða atriði, sem unnt sé að sannreyna, svo að öruggt og ótvírætt sé, né gefi hún heldur dómaranum algjörlega frjáls- ar hendur við úrlausn máls í hverju einstöku tilviki. Sem dæmi um vísireglur í íslenskum rétti hafa m.a. verið nefndar 33. gr. samninga- laganna (áður 32. gr.) og 34. gr. laga nr. 20/1954, eins og hún var fyrir gildistöku laga nr. 11/1986, auk gáleysisreglna skaðabótaréttar- ins.23) Réttilega hefur verið á það bent, að það leiði af eðli og uppbyggingu 36. gr. samningalaganna, að dómstólum sé fengið mikið vald í hendur, þegar lagt er á vald þeirra að meta hverju sinni, hvort sanngjarnt sé að bera samning fyrir sig.24) Er vakin sérstök athygli á þessu í grein- argerðinni með lögum nr. 11/1986.25) Þessi aðferð hefur þó ekki þótt varhugaverð við lagasetningu hér á landi og er heldur engin nýlunda. Þannig má t.d. benda á sérlagaákvæðin, sem getið er í yfirlitinu í kafla 7.0. og það, sem fram kemur um þetta atriði í athugasemdum við 32. gr. frumvarps til laga nr. 7/1936, en þar segir:20) „Vitanlega er með þessu mikið vald lagt í hendur dómstólanna, en hjá því verður ekki komizt, enda má sama segja um margar ógildingarástæður aðrar, þar sem mikið er undir mat dómsins lagt.“ 5.0. RÉTTARÞRÓUN ERLENDIS. Svo sem segir í greinargerðinni með lögum nr. 11/1986, var almennri settri lagaheimild til þess að víkja til hliðar ósanrigjörnum samningum lengi vel ekki til að dreifa í skandinavískum rétti.27) Norrænu samn- ingalögin frá fyrstu áratugum þessarar aldar höfðu ekki slík ákvæði að geyma, þó svo að heimildir til ógildingar væri að finna í sérlögum um einstakar samningstegundir. Á þessu hefur nú orðið breyting í Dan- 23) Gaukur Jörundsson, Um eignarnám. Reykjavík 1969, bls. 43. 24) Sjá Kristian Huser, sama rit á bls. 13 og Palle Bo Madsen, Aftalefunktioner. Kaup- mannahöfn 1983 á bls. 90. 25) Sjá greinargerðina á bls. 15 og 18. 26) Alþingistíðindi A-1935 á bls. 799. 27) Greinargerðin á bls. 4. 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.