Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Qupperneq 37

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Qupperneq 37
sumar eru reyndar ólögfestar, þótt almennt séu þær viðurkenndar. Mikilvægt er að hafa hugfast, sem sumum gleymist þó í „hita leiks- ins“, — að yfirleitt eru ekki efni til víðtækrar túlkunar þessara á- kvæða og heimilda, sökum þess að hér er um undantekningarreglur að ræða, enda má almennt segja, að íslenskir dómstólar hafi beitt þeim af varkárni og með aðgæslu. Á þessu sviði hlýtur að sjálfsögðu að gæta einhverra breytinga og framþróunar sem á öðrum sviðum í laga- heiminum, og veigamiklar breytingar á almannaviðhorfum og þjóð- lífi geta réttlætt endurskoðun ógildingarheimilda, enda eru þær varla heilagri en margt annað í lögum. Sérstakrar varkárni skyldi þó gætt við „útvíkkun“ eða fjölgun þessara heimilda eða ef breyta skal eða hverfa frá sameiginlegum og viðteknum grundvelli þeirra og ávallt haft hugfast, að meginreglan um skuldbindingargildi löggerninga skapar og viðheldur festu í samfélaginu, sem ríkisvaldinu ber skylda til að styðja og vernda, án tillits til stundarhagsmuna einstakra þjóð- félagshópa, sem stundum virðast eiga greiðan aðgang að talhlýðnum valdhöfum. 1 sjálfu sér þarf ekki að vera óeðlilegt, að fram komi tilmæli eða hugmyndir um nýtt ógildingarákvæði, sem að ýmsu leyti gangi fram- ar þeim heimildum, sem áður hafa verið lögfestar eða viðurkenndar. Áður en nýmæli af því tagi eru lögtekin, skyldu þeir menn, sem end- andlega ábyrgð bera, fyrst af öllu skyggnast um, kanna það sem fyrir er og að því loknu meta, hvort þörfin á nýju heimildinni sé svo brýn sem af var látið og hvort núgildandi ógildingarheimildir séu ekki full- nægjandi, þegar grannt er skoðað. Ég hefi nú í allmörg ár fylgst með á þessu sviði, eftir föngum, og get fullyrt, að aldrei hefi ég orðið þess var, að menn næðu ekki rétti sínum fyrir dómstólum vegna skorts á ógildingarheimildum, þannig að telja mætti það til þjóðfélagsmein- semda, þótt skoðanir kunni að öðru leyti að vera skiptar um lyktir einstakra mála. Er og meir en líklegt, að áberandi skortur á ógilding- arheimildum hefði einhvern tíma valdið ramakveini, sem a.m.k. hefði náð eyrum lögfræðingastéttarinnar, ef ekki annarra. Þetta mættu menn hafa í huga, en þó skal viðurkennt, að röskun á þeirri löggjöf, sem um viðskiptalíf og fjármunasýslan fjallar, getur hugsanlega rétt- lætt einhverja breytingu eða aðlögun hinna hefðbundnu ógildingai'- heimilda. Ógildingarákvæði sml. hafa staðið óbreytt, síðan þau voru sett fyrir hálfri öld, og sum ógildingarákvæði í ýmsum sérlögum eru ekki held- ur ný af nálinni eða eiga sér a.m.k. grónar fyrirmyndir í löggjöf grann- ríkja okkar. Hinar fáu ógildingarheimildir, sem ólögfestar eru, en njóta 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.