Alþýðublaðið - 04.07.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.07.1923, Blaðsíða 1
Gefld út af -AJþýÖuílokliimm 1923 Miðvikudaginn 4. júlí. 149. toiublað. löL >Margur fær í litlu lot og last fyrir ekki parið,< má segja, þegar lesin ern um- mæli skrifstofustjóra togaraeig- endafélagsins um samninganefnd Sjómannaíélagains í samningaúm- leitunum togaraeigendanna við það. E»að er sjálfsagt ekki til- ætlun hans að lofa hana, og þótt lít'tð sé reynt að segja 1 þá átt, fær hann ekki með öllu duiið það. ;. Hann segir svo: »Nefnd sjómannaféiagsins hafði þumbastog þvælst fyrir frá því um haustið ög tram á raiðjan vetur, að vertíðin stóð fyrir dyrum.< E>að er ekki beinlínis farið yirðulegum orðum um startsemi netndarinnar, og gremjan, sár og magnlaus, emjar í orðuoum yfir því, að togaraeigendurnir gátu ekki komið því íram að kúga sjómennina. En í eyrum sjómannanna hljóta þessi urnmæli að hljóma sem lof. Það íná nærri geta, að það hefir ekki verið tekið út með sitjandi sældinni að varna því, að frekja togaraeigendanna næði fram að ganga. Það þarf ekki smaræðis þrek til þess að verj- ast sífeldum árásum og veita þeim íátíaust viðnám >frá því um haustið og fram á miðjan vetur.« Sjómennirnir skilja það, að slík þrautseigja er lofaverð, og að þeir foringjar, er jafn-dæmaíátt þol hafa sýnt, vérðskulda trausta fylgd. 'Skeintísklplð ameríska fór héðan í gær kl. 3. Höfðu sumir farþeganca farið til í»ingvalla, ©n aðrir um bæinn ög nágrennið. Voru ksppreiðar haidnar þeim íil skomtunar á skeiöveiiíuum. Erlend símskeyti. Khöfn, 2. júli. Brctar herða að FrObkam. Blaðið >Daily Mail< skýrir frá því, að brezka stjórnin hafl heimt- að skýra, skriflega fullnaðar-grein- argeið af Frökkum; Baldwin for- sætisráðherra ætli að gera sérfriðar- samning við Þióðverja, og fái Englendingar með því næg&r skaða- bætur til að geta greitt vexti af skuldum sínum við Bandaríkja- menn; jafnframt ætli Bandaríkja- menn og Englendingar að neyða Frakka til þess að greiða þeim skuldir sínar. Krónprfnz trúlofaðnr. Frá Stokkhólmi er símað: Krón- prinzinn sænski er trúlofaður Louise Mount-Batten, dóttur prinz- ins af Battenberg, Khöfn, 3. júlí. Tilmæli frá páfa. Havas-fréttastofa (í París) hermir: Af tilefni sprengingar vítisvéla í Duisburg, er vaið fjórtán belgisk- um hermönnum að bana, hefir páfinn fyiir millígöngu sendiherra síns í Miinchen mælst til þess við Þjóðverja, að þeir hættu hinni ó- virku mótspyrnu sinni við Frakka. ítalskar pingforseti drepinn. Frá Róm ér símað: Varaforseti fulltrúadeildar þingsins hefir verið drepinn með hnífstungu. Yfirgangur Frakka. Frá Hamborg er símað; Frakkar sækja sífelt nær Frankfmt am Main. Hafa þeir þegar tekið yztu hverfi borgarinnar. Rínarföndin lýðveldií Fullyrt er í fregnum, að bráð- lega verði lýst yfir lýðveidi Rínar- landanna að tilhlutun Frakka. EIMSKiPAFJELAG 5LANDS REYKJAVÍK Es. Esja fer héðan 8. ifilí kl. 10 í hring- ferð austur og norður um land og kemur hingað aftur 20. júlí. Farseðlar sækist á morgun eða töstudag. Vörur afhendist þannig: Á niorgun til hatna á milli Sands og Akureyrar. A ftfstadag til hafna á milli Húsavíkur og Vestinannaeyja. Es. Gullfoss fer héðan á þriðjudag 10. jáii beint til A»lborg ogKaupmanná- hafnar og kemur þangað 16. jútí. Farseðlar sækist á íaugardag eða máaudag. Lítil húseigift á góðum. stað er til sölu.s Greiðsluskilmálar þægilegir. Afgr. vísár á. , Kaupakona óskast á gott heimili. Hátt kaup. Uppl, á Urðarstíg 10 A. Ðugleg kaupakona óskaal á gott heimili í sveit. A. v. á. Unglingsstúlka óskast hálfan eða allan daginn. Uppl. á Lokastíg 25 uppi. Kvenhat,arinn er ná seldur í Tjarnargötu 5 og Bókaverzlun ísafoldar^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.