Stúdentablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 11
11
95Þú þarft ekki lengur að vera 55ÞÚ eltir linkana á bloggunum, þannig
ríkur og/eða merkilegur til að fmnast fleiri blogg á þinni „bylgjulengd".
gefa út skrifin þín/myndirnar Áður en þú veist af ertu farinn að fylgj-
þínar/tónlistina þína64 ast daglega með þeim46
Eftirlætisblogg Tómasar
www.svansson.net
Sveitamaður og hagfræðingur
www.thegeir.net
Þjóðmál, fylleri og stelpur
www.raunvis.hi.is/~ardise/dagbok
Líf eðlisfræðinema IUSA
www.krist.klaki.net
Mjög persónulegt blogg
www.vidar.blogspot.com
Itarlegt um sagnfræði og stjórmál
Eftirlætisblogg Björgvins
www.kaninka.net/stefan
Besti og frægasti blogger I heimi
frettir.blogspot.com .
Sævarr vs. mannanafnanefnd
www.laedan.blogspot.com
Ástarævintýri i 1.G.
www.eoe.is
Hagfræðingur með S-Ameríku
slagsiðu
www.gudjon.net
Sjónvarpsauglýsingahönnuöur og
glaumgosi
oddur.blogspot.com
Skemmtilega ómerkilegt blaður
Eftirlætisblogg Katrinar
www.thegeir.net
Varð til þess ég byrjaði
geiri.01.is
Gamall og góður vinur minn
www.hi.is/~gunnare
Einn afþeim fyrstu
http://www.this.is/drgunni/gerast.
html
Hann er bara sick fyndinn
ylfa.blogspot.com
Besta vinkona min
Fimm góð að mati Más (frekar
en eftirlætis)
www.hyperorg.com/blogger
David Weinberger, skemmtilegur
penni
bre.klaki.net/dagbok
Forritanörd og grúskari af bestu
sort
www.simnet.is/muzak
Tónlistarmaður og
þjóðfélagsrýnir
www.scripting.com
Dave Winer, þróar
vefdagbókahugbúnað
www.helviti.com/punknurse
Hugarheimur alvöru pönkara
Eftirlætisblogg Guðmundar
www.isleifur.blogspot.com
Steiktur
mar.anomy.net
Djúpur
www.kaninka.net/stefan
Frægastur
www.vidar.blogspot.com
Skrifar góðan texta
www.glymur.com
Reyndur
Markmið þessarar greinar er að
vekja athygli á bloggveröldinni og
ýta fleirum út á netið. Þetta er
miklu einfaldara en halda mætti.
Notendaviðmót forritsins Blogger
er notað sem bakgrunnur hér til
vinstri og þessi blaðsíða stælir
eina af stöðluðu bloggersíöunum
(chroma). Viðmælendur blaðsins
mæltu allir með nokkrum blogg-
um. Slóöirnar á þau má sjá hér að
ofan. Þetta mun vera fyrsta ítar-
lega úttektin, á blogginu í íslensk-
um fjölmiðli (Að frátöldum fjölda-
mörgum bloggum um blogg).
BLOGGER
bloggið og fylgdust með. „Yfirsýnin
hvarf fyrir örugglega svona ári
síðan“. Blaðið spurði Björgvin um
muninn á blogginu þá og nú.
„Nördar að skemmta sér vs. allir
blaðra", svaraði hann stutt og lag-
gott.
Þó Katrín hafi byrjað mun
síðar að blogga, eða í fyrravor, kann-
ast hún við það að hafa eignast vini
bara fyrir það að blogga. Slíkt gerðist
bara með því að einhver sendi mann
ímeil eða færi að tala við mann á
MSN. „T.d. sendi Tobbi sem er vinur
minn núna mér ímeil þegar ég spurði
á gömlu síðunni hvort væri betra að
elda kjúkling á maganum eða bak-
inu. Við erum búin að vera vinir
síðan haha“.
Markvisst
utanumhald
Á netinu má finna ýmiss konar
þjónustu sem auðveldar fólki að
halda utan um bloggheima. Þeir sem
eru fylgjast markvisst með
bloggum hafa augun jafn-
vel á yfir hundrað vef-
síðum. Til að spara mönn-
um það ómak að þurfa
sífellt að fletta upp á
þeim öllum eru til sérst-
akar þjónustur sem
skanna bloggin fyrir
mann. Dæmi um þetta er
Nagportal (oftast kallað
naggurinn). Naggurinn
fylgist með talsverðum
fjölda af bloggum og
birtir á slóðinn www.-
nagportal.net lista yfir
öll þau blogg í tímaröð.
Þeir sem síðast
uppfærðu eru efstir á
blaði.
Sambærileg þjón-
usta eru RSS.molar.is
(oftast kallaðir mol-
amir). Molamir fylgjast
reyndar líka með fleiru
en bloggum. Þeir hafa
þann kost umfram
nagginn að fyrir-
sögnin á blogginu
birtist með, og að
notendur geta búið til
sína eigin lista yfir vefi til
að fylgjast með. Naggurinn býður
aðeins upp á einn lista. „RSS,-
molar.is samanstanda af tvennu"
útskýrði Bjami Rúnar Einarsson
(www.bre.klaki.net), sem hannaði
molana. „Annað er kerfi sem býr til
útdrátt á XML formi sem heitir RSS.
Hitt sem molamir gera er að hagnýta
þessi RSS-skjöl með því að birta
innihald þeirra á formi vefsíðu.“
Þannig getur hvaða tölvunotandi sem
er til dæmis búið til síðu með nýjustu
fyrirsögnum þeirra blogga sem hann
hefur áhuga á og em skráð niður af
molunum.
Þessa stundina eru 120-140
virk blogg skráð á molunum, yfir 50
þeirra uppfærð daglega. Bjami telur
það í mesta lagi vera fjórðung ísl-
enskra blogga, þó hann voni að flest-
ir þeir hörðustu séu á listanum hans.
Þeir sem vilja láta molana fylgjast
með tilteknu bloggi geta fyllt út
umsókn á vef molanna (http://rss.-
molar.is/skraningar.shtml)
Hið opinbera
samfélag
„Bloggerinn á skrifin sín og um-
hverfið sem þau birtast í“, lét Már
hafa eftir sér og bætti við að „um leið
gefur hann öðmm kost á því að
„hlusta á“, og bregðast við með því
að linka til baka. Már telur að blogg-
erar séu flestir miklu betri vefþennar
en blaðamenn veffjölmiðla. „Þeir
fatta að vefurinn er tvístefnumiðill
en ekki bara útsendimiðill".
Hingað til hefur opinberi
vettvangur samfélagsins einkum
skammtað til almennings. Már rekur
vinsældir bloggsins til þess að fólk
sé orðið dauðleitt á því að vera
óvirkir móttakendur fjölda-
ffamleiddráf dagskrár. „Þú þarft ekki
lengur að vera ríkur og/eða merkile-
gur til að gefa út skrifin þín/-
myndimar þínar/tónlistina þína. Vef-
leiðarinn er þinn eigin litli fjölmiðill
sem þú stjómar og átt með húð og
hári þó ef til vill séu aðeins 10 manns
að fylgjast með honum“, sagði Már.
„On the Web everybody's famous to
fifteen people”, bætti hann við. (ísl.
„Á vefnum eru allir frægir í augum
fimmtán manns“.)
Bloggið er ekki aðeins
kjörinn vettvangur fyrir feimna
athyglissjúklinga. Laumuhnýsnir
geta einnig að nokkm leyti fengið
sýn á einkalíf og viðhorf fólks.
Bloggið gæti jafnvel að einhveiju
leyti tekið við af skáldsögunni hvað
varðar möguleika til að kynnast lífi
fólks sem býr við aðrar aðstæður en
maður sjálfur. Björgvin kvaðst fá
„stórkostlega sýn á hversdagslíf
sjónvarpsauglýsingahönnuðar og
glaumgosa" með því að fylgast með
www.gudjon.net. Tómas telur að
margir geti séð sér hagsmuni í því að
fylgjast með bloggum hjá fólki sem
það þekkir ekkert til. „Þannig geta
stjómmálamenn t.d. notað bloggið til
að skynja betur þankagang venju-
legra kjósanda og hugmyndir þeirra
um stjómmál."
Besti og frægasti
blogger í heimi
Bloggið er opnari og óþvingaðri
vettvangur en sá hefðbundni opin-
beri. Fólk leyfir sér meira. Fyrir
vikið eiga sér stað uppákomur sem
eiga sér engan líka í efhisheiminum.
Múrverjinn Stefán Pálsson,
(www.kaninka.net/stefan) hefur í
tæpan mánuð borið nafnbótina besti
og frægasti blogger í heimi í blogg-
heimum. Hvemig öðlaðist hann þau
metorð? Jú, hann hóf eitt blogg sitt
(26. september) á þessum orðum:
„Jæja, þá hef ég tekið tímamóta-
ákvörðun í lífi mínu. Ég ætla að
verða besti og frægasti bloggari á
íslandi.“ Hann taldi heppilegustu
leiðina til þessara metorða vera það
sem hann kallaði Samfylkingar-
aðferðina (tiltók reyndar sérstaklega
hún væri mun þægilegri en ffægur-
að-verðleikum-aðferðin). Sú leið
væri fólgin í því að sannfæra alla um
hann væri ffægastur og bestur með
því að hamra í sífellu á því hann væri
frægastur og bestur. Ekki ber á öðm
en sú leið hafi gefist Stefáni vel, því
dagurinn var ekki á enda mnninn
þegar fjöldi bloggera hafði fallist á
hann væri ffægasti og besti blogg-
erinn. Sú heiðursnafnbót mun vísast
loða við hann enn um stund.
Þrátt fyrir nýfengna frægð
Stefáns er
www.katrin.is enn
mest lesna bloggið, og Katrín er ein
bloggera sem nálgast það að vera
landsffæg fyrir það eitt að blogga.
Aðspurð um hvort ffægðin hefði hafl
áhrif á daglega lífið neitaði hún því.
„Ég var samt í Kringlunni í gær og
einhveijar stelpur vom að horfa á
mig en það getur verið ég hafi bara
verið svona asnaleg." Eina atvikið
sem hún mundi sérstaklega eftir var
þegar hún kom að fjórum vinum
sínum við að veggfóðra aðstöðu
tölvunarfræðinema í Háskóla
íslands. „Hehe, strákamir vinir mínir
fóm í DV og báðu um öll blöðin sem
seldust ekki“. í því blaði var Katrín á
forsíðunni. „Svo mætti ég niðrí
félagsherbergi, þá böstaði ég 4 þeirra
við að veggfóðra."
Blogg í fortíð og
framtíð
„Blogg em ekki bóla sem springur.
Þau em sprottin af sammannlegri
ftumhvöt. Hvötinni til að tjá sig og
heyrast, hvötinni til að vera einstak-
lingur í samfélagi við aðra einstak-
linga.“ Már vildi ekki kannast við að
munur væri á bloggum í dag og fyrir
4-5 árum. “Ég held að margir skrifi
vefleiðara m.a. af því þeim finnst
þeir verða á einhvem hátt raun-
vemlegri við það og jafnvel kynnast
sjálfum sér betur fyrir vikið.“
Landslagið í bloggheimum
hefur engu að síður breyst. í upphafi
vom þetta „nördar“ og það eina sem
sameinaði þá var tækni, en ekki
skoðanir eða áhugamál. „Það hefur
breyst eftir því sem hópamir hafa
stækkað. Þeir líkjast nú meir raun-
verulegum hópum í daglegu lífi
fólks,“ sagði Bjami. „Þegar færri
vom á blogginu var þetta að sumu
leyti óþægilega lítið samfélag. Þá gat
maður lent í því að vera talinn
tilheyra einhverjum hópi sem maður
hafði ekki áhuga á að tilheyra. Nú
býst enginn við því að þetta sé
einsleitur eða samheldinn hópur.“
Már vill meina að vefurinn
hafi neytt okkur til að endurskil-
greina raunveruleikann. „Það má
líka líta svo á að vefurinn neyði
okkur til að endurskilgreina hvað er
„raunverulegt". Raunveruleikinn
hefur hingað til átt fast lögheimili í
efnisheiminum. Þannig er okkur
kennt að samansafnaðir líkamar
séu „raunverulegri“ en til-
finningatengsl og sameiginleg
áhugamál. Samt hefur á netinu
myndast tjölmörg mjög raunvem-
leg samfélög fólks sem skrifar
vefdagbækur og les dagbækur hvers
annars. Þetta fólk á samskipti með
tölvupósti, vefskrifum og linkum.
Þetta samfélag er fullkomlega
óefniskennt en samt er raunvemleiki
þess fullkomlega óvéfengjanlegur
(það er meira að segja hægt að teikna
„kort“ af tengslunum og samskipt-
unum). Þetta fólk sem myndar
fjölmörg lítil samfélög yfir vefinn
hefur í mörgum tilfellum aldrei hist,
og hefur jafnvel engan áhuga á að
hittast. Þetta fólk á ekkert sameigin-
legt nema þessi samfélög."
Flestir þeirra sem Stúdenta-
blaðið leitaði til hafa stundað blogg-
ið svo gott sem ffá upphafi. Það er
misjafnt hve virkir þeir eru nú.
Reynslan ein mun leiða í ljós hve
margir verða bloggerar ævilangt „Ég
held að eðlilegur líftími sé eitt til tvö
ár“ sagði Björgvin. „Þetta helst i
hendur við skólann og þegar maður
hefur of mikið af tíma fyrir allra
handa pælingar, aka er í háskóla-
námi, er þörfin til staðar. Ég geri til
dæmis ráð fyrir því að byija aftur
þegar ég fer í framhaldsnám."
Þú ert blogger
Þú sest ffaman við tölvu og skoðar
nokkur blogg. Flest munu liklega
ekki falla þér í geð en þú finnur
blogg sem þér líkar og byrjar að
fylgjast reglulega með þeim. Þú eltir
linkana af þeim, þannig finnur þú
fleiri blogg á þinni „bylgjulengd".
Áður en þú veist af ertu farinn að
fylgjast daglega með þeim.
Þú ferð inn á www.blogger,-
com og býrð til þitt eigið blogg.
Tekur aðeins fimm mínútur. Þú skri-
far um hvað sem þú vilt. Þú segir
vinum þínum ffá þessu og færð þá til
að byrja líka. Þú byrjar að linka á
blogg sem þér líkar við og átt í sam-
skiptum við aðrar vefsíður. Þá ert þú
blogger.
grs@hi.is
nas Hafliöa-
: Bloggar
/vw.glymur.-
i, en var
i á www.-
j rinn.com.
&rni Rúna7
F'narsson-
jy*aöurinn á
bak viö rSs.
IVtár
Bioc
meö órS ^ar
mi,,ibili unrte0u
^ánuöj. anfarna