Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 18
18 StádeBjablaðið Fjölmennir fyrirlestrar Nemendum Háskóla íslands hefur fjölgað um 33 prósent á síðustu sex árum. KRISTJÁN HRAFN GUÐMUNDSSON ræddi við stúd- enta og kennara um vandann, sem skapast af því að halda fjöl- menn námskeið í bíósölum, og kannaði viðbrögð Háskólans. Skólaárið 1996-97 voru u.þ.b. 5.800 nemar skráðir til náms en í vetur er fjöldinn kominn upp í 7.700 nemendur. Tiltaka má margar skýringar fyrir því að aðsóknin er að aukast: Háskólinn er nafntoguð menntastofnun sem býður upp á gott nám í flestum fræði- og vísindagreinum. Stúdentar vita því nokkum veginn að hveiju þeir ganga þegar þeir innritast í HÍ. Eflaust er önnur skýring sú að menntunarstig þjóðarinnar er að aukast samfara kröfu samfélagsins um að einstak- lingar sæki sér háskólamenntun. Háskólinn hefur sett sér mark- mið fyrir starfsemi sína árin 2002-05 og var þessi áætlun kynnt á dögunum. Stofhunin hefúr í þeim málefnum sem snúa beint að stúdent- um sett sér markmið um að bæta kennslu og kennsluaðbúnað. Til dæmis er ætlunin að fjölga námskeiðum sem kennd eru á ensku í 150 talsins og netvæða enn frekar fyrsta árs námskeið. Þá stefnir Háskólinn að því að leysa úr brýnum húsnæðisvanda félagsvísindadeildar og viðskipta- og hagfræðideildar. Þannig er markmiðið að leysa úr helsta vandamáli sem Háskólinn glímir við í dag en það er vandinn með kennsluhúsnæði. Stefna Hi að ekki þurfi að kenna svona fjölmenn námskeið Ágúst Einarsson, prófessor í við- skipta- og hagfræðideild, kennir Rekstrarhagffæði 1 en 421 nemandi var skráður í námskeiðið í byijun október. Stúd- entablaðið tók Ágúst tali. Hvað finnst þér almennt um svona fiöl- menn nám- skeið? „Það er ekki heppilegt að kenna svona stór námskeið en þótt þessi námskeið þykja stór á íslenskan mælikvarða þekkjast námskeið erlendis með mörg þúsund nem- endur. Það er ekki til eftirbreytni. Stefna Háskólans er að ekki þurfi að kenna svona fjölmenn námskeið.“ Hvernig er það að kenna mörg hundruð manns i stærsta bíósal landsins? „Þetta er erfitt fyrir kennara en mér finnst gaman af allri kennslu og breytir engu fyrir mig hvort það er stærsti bíósalur landsins eða tíu manna umræðuherbergi.“ Finnurðu mikinn mun á því að kenna stórum eða litlum hópum? „Það er vitaskuld mikill munur á. í litlum hópum er mun meira af umræðu við nemendur. Fyrir nem- endur breytir ekki miklu hvort það er 500 manna fyrirlestur eða 300 manna. Hvoru tveggja er þó of mikið.“ Verðurðu var við fœkkun í salnum, nú eða einhvers konar breytingu á mannskapnum, efitir því sem það líður á misserið? „Nei, ekkert meiri breytingu en er algengt þegar líður á misserið." Er eitthvað sem þú vilt að verði gert til þess að breyta núverandi til- högun? „Ég tel ekki heppilegt að kennd séu svona risanámskeið en það er gert meðal annars vegna skorts á kennslustofum og kennurum í mörg- um tilvikum. Þessu er hins vegar mætt að hluta með því að skipta nemendum í hópa í sérstaka dæmatíma þar sem þeir geta meðal annars spurt betur um námsefnið. Stórir fyrirlestrar eru þó alls ekki alvondir og mjög algengir erlendis.“ Sannfærður um að breytingar verða gerðar Fjölmennasta námskeið HÍ á þessu haustmisseri er Aðferðafræði 1 sem er skyldunámskeið fyrir stúdenta innan félagsvísindadeildar. Á þess- um fyrirlestrum í stóra sal Háskólabíós góna hvorki fleiri né færri en 1208 glymur á glærur kenn- arans, eða 609 nemendur. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, sér um fyrirlestrana ásamt öðrum kennara. Stúdentablaðið náði tali af Jóni Torfi nú á dögunum. Hvað finnst þér almennt um svona fiölmenn námskeið? „Fjölmennt námskeið þarf ekki að vera slæmt í sjálfu sér, heldur hvernig á kennslunni er haldið. Aðgengilegar kennslubækur eru notaðar og við kennaramir höfum sett þær glærur sem við notum á vefinn. í þessu námskeiði er nem- endum boðið upp á æfingatíma í hverri viku sem eru að vísu einkum sniðnir utan um tölfræðiþáttinn, en eru almennt hugsaðir til þess að nemendur geti leitað sér leiðsagnar. Þetta er námskeið á fyrsta misseri sem þjónar þeim tilgangi að leggja ákveðinn grunn sem er sameigin- legur öllum greinum félagsvísinda- deildar. Sumir nemendur þekkja efnið, eða hluta þess, fyrir en aðrir ekki, þannig að það er mjög mismun- andi hvað nemendur þurfa að sækja 99Á fyrlsetrum í Aðferðafræði I, í stóra sal Háskólabíós, góna hvorki fleiri né færri en 1208 glyrnur á glærur kennarans, eða 609 nemendurU

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.