Alþýðufylkingin - 09.04.1937, Blaðsíða 2

Alþýðufylkingin - 09.04.1937, Blaðsíða 2
* ALÞÝÐUFYLKINGIN Menntnnarskil- yrði alpýðu- æsknnnar. "Ej1 INHVER hótfyndnasta staö- hæfing, sem alpýðuæskan •ftlega fær framan í sig, er efa- laust sú, aö allir hafi svipuð skil- yrdi til að færa sér í nyt þá þekkingu, er nútíminn hefir upp á að bjóða gegnum skóla, bækur, blÖÖ, útvarp og önnur menning- artæki. Ástæður, þ. e. a. s. ytrii ástæður, segi lítið, en alt sé undir dugnaði 3g framtakssemi hvers einstaklings komið. Þetta er sannarlega blóðug móðgun við pekkingarpyrstan mann, sem aldrei hefir eina stund mátt missa frá daglegu striti sér til andlegrar uppbyggingar. Sannleikurinn er sá um j>essi mál, að pað fer sjaldnast eftir gáfum eöa atgjörvi, hverjir hljóta pá mentun og það uppeldi, er þeir þrá — heldur eftir efnum og ytri ástæðum. Það er öllum Ijóst, að engum reglum hefir verið fylgt urn val tinglinga, í mentastofnanir lands- ins. Fyrst og fremst hafa komið böm embættis- og efnamannanna, án tillits til pess, hvort fyrir hendi væru nokkrir hæfileikar eða vilji til náms; þau hafa ver- tð Iátin í skóla,na, hvort sem þau vildu eða ekki. Árangurinn hefir lika oft farið eftir þessu algerða handahófi. — Þó hefir nokkrum fátækum unglingum tekist að brjótast til náms fyrir sérstakan dugnað eða hjálp góðra manna. En við jrekkj- um líka ótal dæmi um það, hvemig börn fátæklinga hafa orðið að fara á mis við alla æðri mentun, þrátt fyrir sterka löngun •og óvéfengjanlega hæfileika. Þá c u og til eigi fá dæmi þess, að u. glingar hafi orðið að hætta úmi á miðri leið, vegna efna- •cysis og bágra heimilisástæðna. Ástandið versnar þó að mun f.á jíessu, þegar kreppan skellur ú. Þegar á fyrstu árum krepp- uiisaf er Tarið inn á pá braut, að takmarka nemendafjölda skól- anna. Sú ráðstöfun kemur vitan- lega þyngst niður á hinum fá- tækari, sem örðugast eiga með að afla sér nógrar og góðrar undir- búningsmentunar. Og með vax- andi fasisma er gengið enn lengra. Nú er svo komið, að mönnum með ákveðnar pólitískar skoðanir er bægt frá skólunum. Þetta gerist í landi hins full- komna persónufrelsis, skoöana o. s. frv. —! Nei, slikt ástand má ekki leng- ur rikja, það á sér engan til- verurétt. Enda eru beztu menn þjóðarinnar að vakna til starfs og (dáða í pessum efmun. Glæsilegur vottur þess er frumvarp séra Sig- mrðar Einarssonar um ráðstafanir vegna atvinnulausra unglinga. í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir viðtækum ráðstöfunum til að bæta úr atvinnuleysi unglinga 14—20 ára, bæði með því að sjá þeim fyrir vinnu og námi alt eftir hæfileikum og upplagi ung- linganna. — Vil ég leyfa mér að prenta hér upp 4. grein frum- varpsins, sem er kjarni þess og segir frá þeim viðfangsefnum, sem unglin,garnir geta valið um: „Þeim unglingum, sem skráðir eru atvinnulausir, skal veittur kostur á að velja um þessi við- fangsefni: ■ a. Nám í opinberum skóla. b. Sjálfboðavinnu að fram- kvæmdum til almennings- heilla. c. Handavinnu, smáiðnað. d. Dvöl í skólaaverstöð við verklegt sjómenskunám. e. Dvöl á kenslubúi eða1 í bún- aðarskóla við landbúnaðar- nám. Unglingar, sein velja viðfangs- efni b, c, d, eða e, skulu jafn- framt njóta bóklegrar fræðslu og iþróttaiðkana." Annars vil ég ráðleggja öllum ungum mönnum að kynna sér frumvarp þetta og fylgjast með gangi þess. — Að endingu: Hvaða kröfur vill nútímaæskan gera um uppeldis- mál þjóðarinnar og fyrirkomu- lag þeirra? Hún krefst þess, að framvegis verði öllu handahófi í svo pýð- . ingarmiklu máli varpað fyrir | borð. Hér er átt við það, að framvegis verði unglingar valdir í mentastofnanir jijóðarinnar eftir hæfileikum og upplagi — en ekki eftir efnum. Það á að fá par til hæfa menn til að velja hæfustu unglingana j til þess að búa sig undir allar j ábyrgðarstöður þjóðfélagsins,svo | og til annara starfa. Val þetta ! ýrði framkvæmt með gáfnapróf- um og eftir öðrum þeim leiðum, sem nútíma uppeldisvísindi hafa irpp á að bjóða. Með þessu á að tryggja j>að, að hverjum unglingi verði hjálp- að til þess að velja sér lifsstarf, sem fellur við hæfileika hans og upplag — og einnig tryggja það, að hvert rúm í þjóðfélaginu verði skipað svo hæfum mönn- mn, sem frekast er vöi á. MeÖ j>essu skapast líka jafn- rétti til mentunarinnar. Hverjum og einum á að vera hjálpað til þess starfs eða náms, er bezt liggur fyrir honum, án tillits til nokkurs annars en þess, sem máli skiftir. Þjóðfélagið á sjálft að búa að sínum embættis- og trúnaðar- mönnum, og pví ber þar af leið- andi skylda til að kosta nám þeirra, sem efnilegir pykja, en ekki geta af eigin ramleik brotist til náms. Vitanlegt er, að með j>essu næðist ekki fullkomið jafnrétti — því verður aldrei náð í kapitalist- isku þjóðfélagi. Jafnréttið feng- ist fyrst með pví, að allir, frá fæðingu, ættu við sömu uppeldis- kosti að búa. Því vissulega er reginmunur á lífs- og þrosko- möguleikum jieirra barna, sem alast upp í góðurn húsakynnum og neyta hollrar fæðu frá upp- bafi og svo þeirra, sem lifa ogf hrærast i lélegum, óheiinæmum íbúðum og fá illa og ónóga fæð«. —- En sem sagt: Sá munur er dyggur fylgifiskur auðvaídsskip*-- lagsins og verður ekki upprættur úr því. — En fyrirkomulag það, er ég" lýsti hér á undan, er stórt spor i rétta átt — og á að vera mark- mið okkar, meðan uppeldishættré þjóðarinnar eru slíkir sem nú. Ámi Guðmundsson. Multlfoto er frægasta fjölmyndavélin. Tekur 48 — 32 — 16 og 12 myndir og kosta aðeins 'kr. 3,50. — Afgreiðsla í Gotíthaab frá kl. 10—12 og 1—&■ alla daga TIL APRÍLLOKA. Tilkvnninn til útgerðarmanna og skipaeigenda. Þeir útgerðarmenn, sem hafa i hyggju að gera út skip á síldveiðar til söltunar næsta sumar, eru beðnir að tilkynna Sildarútvegs- nefnd tölu skipanna, tilgreina nafn skipsins,. einkennistölu, stærð og hverskonar veiðar- færi. Ef fleiri en eitt skip ætla að veta samaia «m eina herpinót óskast það tekið fram sér- staklega. Tilkynningin óskast send Sildarátvegs- nefnd, Siglufirði, fyrir 15. apríl n. k. Það athugist að skipum sem ekki sækja «m veiðileyfi, eða fullnægja ekki þeim reglum sem settar kunna að verða um meðferð sild- ar um borð í skipi, verður ekki veitt leyfi til söltunar. Siglufirði, 27. marz 1937. S í 1 d a rútvegsnef nd.

x

Alþýðufylkingin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðufylkingin
https://timarit.is/publication/591

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.