Alþýðufylkingin - 09.04.1937, Blaðsíða 3

Alþýðufylkingin - 09.04.1937, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUFYLKINGIN 3 Hvað á að verða verklýðsmáluMuiF w 1 Hálnm verkalýðslns verðnr á pann einn veg vel komlO fyrlr að allnr verkalýðnr, karlar og konnr, sameinfst Innan Alþýðu> sambands Ialands. Þegar fyrst var fariö að vinna aö því, að Verkamannafélagið Drifandi kæmi aftur inn í Al- þýðusambandið, vakti það fyrir þeim Alþýðuflokksmönnum, sem að því stóðu, aö með því gæti skapast grundvöllur að traustum verkalýðsfélagsskap í Vest- mannaeyjum. Almennt var sú skoðun uppi, að þegar Drífandi væri komin í Alþýðuisamhandið yrðu ekki nema 3 verkafýðsfé- lög í Eyjiun, og þá vitanlega öll í Alþýðusambandinu. Nú síóð svo á, að Sjómannafélagiö Jötunn var öflugt félag og í Alþýðusamband inu, en hinsvegar var Sjómanna- félag Vestmannaeyja starfslitið og utan sambandsins. Öllum virt- ist koma saman um, að Sjómanna mannafélag Vestmannaeyja ætti að leggjast niður, enda meðlimir þess allir komnir í Jötunn. Sjó- mannafél. Vestmannaeyja er lát- ið lifa enn, engum til gagns >g fáum til meins, að öðru leyti en því, að í gegnum það er alió á rógi um hitt félagið. Við það að Drífandi fór í Al- þýðusambandið skapaðist það á- stand, að konurnar, sem verið höfðu í Drifanda, gátu ekki ver- ið þar áfram sökum þess, að ann- að verkakvennafélag innan Al- þýðusambandsins var f^'rir á staðnum. Félag þetta, Verka- kvennafélagið Snót hafði átt erf- itt uppdráttar, svo sem eðlilegt er, þar sem verkakvennadeildin i Drífanda barðist gegn félaginu. Með inngöngu Drífanda í Al- þýðusambandið og viðskilnaði kvennanna við félagið átti all- ur nábúakritur að vera úti. Alþýðusambandið sendi erind- reka sinn til Eyja til að blása lífi í félagið og verkakvenna- hreifinguna í Eyjum, en þau ó- trúlegu tíðindi gerast, að daginn eftir að Snót heldur aðalfund sinn, er stofnað nýtt félag verka- kvenna með nokkrum hluta þess- ara kvenna sem áður voru í Dríf- anda. Nú er það augljóst, að þetta nýja félag getur ekki kom- ist í Alþýðusambandið og þess vegna aldrei orðið annað en nafnið. Reynsla undanfarinna ára hefir sýnt að þau félög sem eru utan Alþýðusambandsins eru al- gerlega máttlaus, þau eru frekar þröskuldur í vigi verklýðssam- takanna heldur en hitt. Viður- kenning fyrir þessu hefir feng- ist í því að Drifandi óskaði að komast í samlrandið aftur og enn fremur má nefna sameiningu fé- laganna á Siglufirði, þar sem kommúnistar lögðu og niður sitt féiag og gengu inn í Alþýðu- flokksfélagið. Það verður mjög að harma, hvemig hefir farið í Eyjum. Verkalýður Eyjanna hafði sannarlega þörf fyrir, að hægt vaeri að hefjast handa í verka- iýðsmálunum. Verkamenn og kon ur i Eyjum hafa að undanförnu staðið berskjölduð fyrir kúgun stóratvinnurekendanna. Öllum er kunnug sú kaupkúgun, sem átt hefir sér stað í sambandi við byggingu samkomuhúss Sjálf- stæðismanna, þar sem menn hafa orðið að vinna fyrir 50—60 aur- um um tímann. Ennfremur má minna á, að verkamönnum hefir verið vikið úr vinnu, sem þeir hafa haft áður, án [>ess að þeir hafi getað fengið leiðrétt- ingu mála sinna í gogn í Verka- mannafélagið. Verkamenn hafa engan viðurkendan kauptaxta haft og greiðslumátinn er öllum kunnur. Öflug verkalýðsfélög innan Alþýðusambandsins er eina leiðin til leiðréttingar þessum málum. Hver sem leggur stein í götu Alþýðusambandsfélaganna vinnur gegn hagsmunum verka- lýðsins. Verkamenn og verkakon- ur! Sameinist um Alþýðusam- bandsfélögin, þá munið þið koma áhugamálum ykkar fram. JÓN AUÐUNN JÓNSSON OQ LANDHELGISNJÓSNIRNAR. (Frh. af 1. síðu.) við því, að njósnað væri um ferðir varðskipanna. Sjálfstæðis- mönnum tókst að tefja í nokkur ár -fyrir því að hægt væri að halda uppi sæmilegri Landhelg- isgæzlu á grunnmiðum kringum landið. Fiskimennirnir hafa orð- ið varir við hvaða þarfaverk þessir menn voru '^ð inna af hendi. Menn. sem þjóðin hafði trúað fyrir að fara með mál sín á Alþingi, notuðu aðstöðu sína til að teyma erlenda og innlenda veiðiþjófa inn í landhelgina. Eyðilegging fiskimiða og veið- arfæratap hafa verið þungar bú- sifjar fyrir smáútveginn á undao- fömum árum. Kaldhæðið er það að það voru einmitt þingmenn úr kjördæmum snaáútvegsins, sem harðast gengu fram; í því að tefja fyrir frumvarpinu um eftirlit með skeytasendingum til togaranna. í fararbroddi voru Jón Auðunn og Jóhann Jósefsson. Jón Auðunn er nú orðinn sannur að sök um að hafa njósnað um ferðir varðskip- anna og aðvarað togarana. Hve- nær kemur röðin að næsta þing- manni sjálfstæðismanna? Fyrir suðurströndinni hefir mikið kveð- ið að landhelgisveiðum þýzkra togara. Umboðsmaður þessara skipa hefir verið Jóhann Þ. Jós- efsson. Mikil brögð voru að því að þýzku togararnir væm tekn- ir í landhelgi víst árabil, og bend- ir það til að þeir hafi annaðhvo;r(t engar fréttir fengið úr landi eða þá lélegar þau árin. Þó því sé á engan hátt haldið fram, að um- boðsmaður þýzku togaranna hafi stuðlað að landhelgisveiðum þeirra, verður það að teljast harla óviðfeldið, að islenzkur al- þingismaður sé umboðsimaður erlendra veiðiskipa, sem keppa við okkur um fiskiveiðar og markað og stelast inn í land- helgina þegar færi gefst. Notið eingöngu Fells-kaffi í könnuna, því þá fáið þér með réttu ný brent og malað kaffi. Ef Dú ert vandlátur með rakstnrinn, þá kauptu eingöngu „Duttil“ eða Blackman“-rakvélablöðin. „DUTTIL" og „BLACKMAN" fara alls staðar sigutför. Sitt af hverjn. 3000 tonn af fiski, aðaliega ufsa, er nú búið að hengja upp til herzlu. Fiskimálanefnd hefir sem kunnugt er átt frumkvæðið um herzluna og fengið erlendan sérfræðing til leiðbeiningar. Einn- ig á Fiskimálanefnd alla hjallana. Sala harðfiskjarins hefir gengið vel, sem sjá má á því, að fram- leiðslan er að aukast. Á eftirtöldum stöðum eru nú komin hraðfrystihús: Reykjavik, Akranesi, Bíldudal, ísafirði, Ak- ureyri, Húsavík, Seyðisfirði og Norðfirði. Flest hafa húsin verið reist. með styrk og fyrir lán frá Fiski- málanefnd. Hraðfrystihúsin skapa möguleika fyrir mikla vinnu í landi við flökun fiskjar. Sft vinna ætti að geta komið í stað þess, hvað vinna við saltfiskverkun minkar. I rækjuverksmiðju Isafjarðar vinna nú um 40 manns. Hvenær kemur niðursuðuverksmiðja f Vestmannaeyjum? Kringum Eyj- amar eiru ógrynni af leturhumár, en hann er betur fallinn og verð- meiri til niðursuðu en rækjur. Ótalmargt fleira úr ríki sjávarins má sjóða niður með góðum ár- angrj. Fiskiveiðar Norðmanna hafa verið betri í ár en nokkurt und-v anfarinna ára. Aðeins árin 1929 og 30 hafa verið hærri. FRÆt margar tegundir, fæ ég bráðlega. T. d. Blóma-, Kálmetis-, Gul- rófna- og Rabarbara-fræ. Alt góðar og þektar tegundrr. Jöb. H. Jóhanttsson. Kaupið ALÞÝÐUBLAÐIÐ, bezta. blað landsins, hjá ALFREÐ HJARTARSYNL BEZTA ÖLIÐ á Strandveg 39. HEITAR PYLSUR á Strandv. 39. ALLSK. TÓBAK á Strandveg 39.

x

Alþýðufylkingin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðufylkingin
https://timarit.is/publication/591

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.