Austri - 09.02.1931, Síða 2
2
AIÍS.T'RI
hækka í veröi, húsin meö, húsaleigan mætti
vera heimsfræg fyrir hvað há hún er. Hinn-
ar frjálsu samkepni nýtur óspart um verzi-
unina, þar eru verzlanir tíu sinnum fleiri en
þær þyrftu að vera til þess að úthluta vör-
unni, allur óþarfakosnaðurinn við óþarft
fólk, við óþarft húsnæði, óþarfar vörubirgð-
ir óþörf verzlunaráhöld legst skiljanlega á
almenning sem vörurnar kaupir. Mjólkur-
verðið er 19 aurum hærra í Reykjavík en á
Akureyri fyrir jafngóða mjólk. Fiskurinn
kostar 20—25 aura pundið oftast nær. Fjór-
ir fílefldir karlmenn standa ð sama torginu
með sínar hjólbörurnar hver fram undir há-
degiö og hver um sig þurfa að brauðfæða
heila fjölskyldu með því sem „lagt er á“
innihaldið í hjólbörunum — og helst svo-
lítið meira.
þetta eru myndir úi lífinu, þar sem á-
gætustu menn hinna tveggja stóru flokka,
íhalds og Jafnaðarmanna, ráða Iögum og
lofum og keppast um að hafa vit fyrir fólk-
inu og nota til þess þrjú dagblöð og þó
nokkur vikublöð að koma frá sér úrræð-
unum í hverju máli.
Samtök Jafnaðarmannanna seigpína at-
vinnuvegina með hinu háa kaupgjaldi, en
„hin, frjálsa samkepni" mergsýgur allan al-
menning í gegnum verzlunina og úrelt skipu-
lag atvinnumála.
Sá flokkur sem hafði skilning á því þeg-
ar hæst lét við sjóinn að forða frá þeirri
ógæfu að sveitirnar færu í auðn. Sá flokk-
ur sem með margþættu, heilsteyptu kerfi af
úrræðum gegnum löggjöf og skipulag hefir
trygt framtíð sveitanna. Sá flokkur mun nú
hefjast handa um að skera fyrir meinsemdir
þær, sem hingað til og enn hrjá sjávarsíðu-
atvinnuvegina og alla þjóðina.
Kjörorð Framsóknarflokksins næsta á-
fangann verður:
Niður með dýrtídina, og eitt meginúrræð-
ið að koma eignarráðum atvinnutækja yfir á
hendur almennings í hverju bygðarlagi og
vinna að því að hinn sami almenningur
eignist verzlunina sjálfur bæði um aðkaup
og sölu afurða, en verzlunin hefir hingað
til verið einn hinn versti lekastaður um
fjárhagsafkomu almennings alla.
Austfirðingafjórðungur.
Austfirðíngafjórðungur hefir ekki haldið
til jafns við aðra landsfjórðunga um þróun
athafnalífs og verklegar framkvæmdir. Sú
var þó tíðin, aö einmitt þessi landshluti
hafði forustu á þessu sviði. Hér hófst síld-
veiðaútvegur, þótt það væri fyrir framtak
erlendra manna. Hér voru fyrstu brýrnar
bygðar. Hafskipabryggjur uröu til við hinar
mörgu góðu hafnir fjórðungsins, hlutfalls-
lega fleiri og betri en í nokkrum öðrum
landshluta. Og á Seyðisfirði mun hafa ver-
ið framkvæmd fyrsta vatnsvirkjunin til raf-
magnsframleiðslu með hinum fullkomnustu
tækjum. Hinn nafnkunni Austmaður, Otto
Wathne, sem gerðist hér lendur maður,
hafði eigi að eins forustu um síldarútveg
og þorskveiðar, á sínum tíma, heldur hélt
hann uppi með tveim eimskipum reglu-
bundnum siglingum milli landa og með
ströndum Austurlands, alt til Akureyrar.
Frá náttúrunnar hendi mun Austurland
ekki hafa verið afskift lífsskilyrðum umfram
aðra landshluta. Auk þess sem æöimikil
landræktarskilyrði eru við hina ýmsu firði,
þá er víðast hvar gott undir bú, sauðfjár-
lönd allmikil, enda fénaður vænn. Fljóts-
dalshérað er eitt af álitlegustu landbúnaðar-
héruðum landsins, og svo háttað í fjörðun-
um, að því örðugri sem aðstaðan er um
útgerð, því meiri eru búnaðarskilyrðin á
landi. Má í þessu efni benda á allar nyrstu
bygðir við sjávarsíðu Norður-Múlasýslu og
syðstu bygðirnar í Suður-Múlasýslu.
Fyrir Suður- og Vesturlandi eiga aðal-
þorskveiöarnar sér stað á vetrarvertíð, en
fyrir Austfjörðum ekki fyr en kemur fram
á vor og helst sú veiði alt fram á haust-
nætur.
Fiskimið fyrir Austurlandi munu víðáttu-
meiri en annarsstaðar, og hefir fiskurinn
því stærri svæði að dreifa sér um. Mun af
þessu Ieiða öllu minni uppgripaveiði en í
sumum öðrum veióistöðvum, en afli hins
vegar æði jafn og öruggur, aðeins þarf að
sníða veiðitækin og tiikostnað allan við
þessa staðreynd.
Vetrarveðráttan og veiðiuppgripin hafa án
efa átt þátt í því að auka á stærð veiöi-
skipa fyrir Suður- og Vesturlandi. Og þar
sem þorskveiðarnar eru stundaðar á vetr-
um í þessum landshlutum, var einkar hag-
kvæmt að senda þessi stórú skip til síld-
veiða á sumrum.
Hin mildari vertíöarveðrátta og jafnfiskið
fyrir Austurlandi, hafa dregið úr fiskiskipa-
stærðinni, og útgerð hinna smærri báta
mun hafa borgaö sig hvað bezt á Aust-
fjörðum. Fyrir bragðið hefir verið lítil þátt-
taka austfirskra skipa í síldveiðunum norð-
an- og vestanlands.
Síldarútvegur Austfirðinga hefir til þssa að
kalla eingöngu verið innfjarðaveiði, en ein-
mitt á því tímabili, sem íslendingar tóku
fyrir alvöru að snúa sér að síldveiðum,
var litiö um síld í fjörðum austanlands,
og eflaust minni síldargengd úti fyrir Aust-
fjörðum en verið hafði áður um langt ára
bil.
Þessvegna voru síldarverksmiðjur, sem
eru frumskilyrði síldarútgerðar í stærri stíl
allar reistar á Norðurr og Vesturlandi og
höfuðstöðvar síldveiðanna fluttar þangað.
Þessi rás viðburðanna hefir átt megin
þátt í því, að Austurland hefir dregist aftur
úr um framleiðslumagn ogfjörugt athafnalíf.
Og enn hefir önnur orsök komið til:
Auknu fjármagni var veitt til fjórðungsins
með stofnun síðara bankaútbúsins á hinum
óhentugasta tíma, þegar síldarleysið var
hvað mest, verðhlutföll öll óeðlileg og al-
menningur 6ð í villu um hið sanna verð-
gildi peninganna.
Og loks má meö sanni segja, að öll fjár-
málahandleiðsla af hálfu þeirra tveggja
bankaútbúa, sem i fjórðungnum störfuðu,
hafi verið hin fráleitasta til skamms tíma.
Margföldum meirihluta fjárins varið í meira
og minna sjúk verxlunarfyrirtœki, en minst-
urn hlutanum til framleiðslu. Enda hefir af
þessu hlotist margháttaður ófarnaður í at-
hafnalífi fjórðungsins, svo að ekki sé sterk-
ara að kveðið.
Landbúnaðarskilyrði eru það mikil og
góð á Austurlandi, aö óefað svarar kostn-
aði að leggja þar fé og fyrirhöfn í aukna
túnrækt, og þurfa bændur þar sem annars-
staðar að beita samvinnu um hin hentug-
ustu úrræði í þeim efnum.
Sjávarútvegurinn á eflaust framtíð, sé til-
kosnaður og tæki öll sniðin eftir reynslu
um staðhætti, og hinna viturlegustu úrræða
leitað um aukið verð fyrir framleiðsluna, og
er hér þá m. a. átt við samvinnu um kæli-
flutning á vélbátaveiði til Englands.
En síldarauðæfin í hafinu fyrir Austur-
landi fara forgörðum að kalla, þar til hér
eru komnar upp bræðslustöðvar svo sem
í öðrum síldveiðibygðarlögum.
Austurland á siðferðiskröfu til þess, að
því verði hjálpað til þess að njóta náttúru-
gæða þeirra allra, sem fyrir hendi eru, á
borð við aðra landsfjórðunga.
Fyr megnar það ekki að halda til jafns
við aðra landshluta um þróun athafnalífs
og verklegar framkvæmdir.
Símritarar og blaðamenska
Þar eð ég býst við, að ýmsir hafi eitt-
hvað að athuga við það, að nafn mitt stend-
ur á þessu blaði, vildi ég, í eitt skifti fyrir
öll, taka fyrir áhyggjur manna út af því.
Það er hinn mesti misskilningur, imynd-
anir og getgátur, að símriturum sé bannað
að vera viðriðnir útgáfu blaða. Engar regl-
ur eða lög eru til um þetta efni. Hefir sjálf-
sagt þótt óþarfi að taka svo sjálfsögð
mannrjettindi af þessum starfsmönnum hlns
opinbera, frekar en öðrum.
Það mun hver sæmilega greindur maður
geta séö, að það er ekki mikill munur á því,
að taka þátt í opinberum umræöum á
mannfundum, í bæjarstjórnum og Alþingi,
eða taka þátt í þeim í opinberu blaði. Síma-
menn eru í bæjarstjórnum, hafa boöið sig
fram til þings og meíra að segja er síma-