Austri - 09.02.1931, Blaðsíða 3
AUJSTRI
3
stjórinn á ísafirði meðeigandi í blaði íhalds-
manna þar í kaupstaðnum. þetta hefir ver-
ið látið óátalið af fyrverandi og núverandi
ríkísstjórn.
Það er svo sem augljóst, að símritari
gæti á margan hátt misnotað stöðu sína,
ef þagnarheitið væri honum ekkert aðhald.
En að afskifti af blaði eða blaðagreinar séu
þar nokkur freisting eða tálsnara er gjör-
samlega útilokað. Slík opinber þátttaka í
stjórnmálum er miklu fremur öryggi gegn
því, að viðkomandi geti á nokkurn hátt
misnotað leyndarmál þau, sem honum er
trúað fyrir. Skyldi hann nú samt sem áður
gjöra það, þá er brotið um leiö orðið op-
inbert, og þá munu vissulega vera til menn,
sem ekki yrðu lengi að stinga niður penna
og skrifa kæru. Hitt er aftur á móti miklu
meiri freisting, að stinga upplýsingum aö
öðrum, sem að blaöí standa, en vera sjálf-
ur öruggur bak við huliðshjálminn.
þó ég segi sjálfur frá, er mér óhætt að
fullyrða að allir símamenn eru sér fyllilega
þess meðvitandi hvaða skyldur þagnarheit-
ið leggur þeim á herðar. Með þessa skýru
meðvitund sem öryggi, legg ég óhræddur
út í umsjón með þessu blaði.
Að endingu vil ég láta þess getið, að ég
hefi aflað mér.úrskurðar stjórnarráðsins um
ofan ritað efni og er þetta svarið:
„Símritari Árni Kristjánsson
Seyðisfirði.
Ráðuneytið telur ekkert athugavert þó þér
gerist ábyrgðarmaður að stjórnmálablaði.
Atvinnumálaráðuneytið“.
Læt ég svo útrætt um þetta mál.
Árni Kristjdnsson.
Ólíkir foringjar.
Akureyri og Seyðisfjörður.
Akureyri er höfuðstaður Norðurlands, en
Seyðisfjörður höfuðbær Austurlands. Akur-
eyri er nú talinn blómlegastur bær hér á
landi, en Seyðisfjörður í mestum rústum.
Á Akureyii hefir samvinnuhreyfingin sitt
sterkasta vígi. Á Seyðisfirði hefir stefna
kaupmanna ráðið mestu, verið léttvæg fund-
in og gert bænum meira tjón en með töl-
um verði talið.
Á Akureyri hafa verið þrfr foringjar í
verzlunarmálunum, hver á eftir öðrum í
sömu verzluninni. Það voru þeir Hallgrím-
ur Kristinsson, Sigurður Kristinsson ogVil-
hjálmur Þór. Þeir hafa bygt upp sterkasta
samvinnufélagið og sterkasta fjárhagsfyrir-
tæki af því tagi, sem til er hér á landi. í
skjóli kaupfélagsins er Eyjafjörður orðinn
hin bezta framfarabygð hjer á landi, og Ak-
ureyri sá kaupstaður, sem styrkastur er í
atvinnu og félagsmenningu.
Á Seyðisfirði hafa llka verið þrír foringj-
ar. Stefán Th. Jónsson, Jóhannes Jóhann-
esson fyrrum bæjarfógeti og Árni Jónsson
í Múla, nú ritstjóri íhaldsblaðsins á Seyð-
isfirði.
Seyðisfjörður hefir veriö á valdi kaup-
manna í fjármálum, og fhaldsmanna í póli-
tík. Verkin sýna merkin- Allstaðar eru rúst-
ir eftir þessa menn. Gjaldþrot Stefáns Th.
er eitt hið stærsta hjer á landi. Gegnum
hendur hans hafa hundruð þúsundir og milj-
ónir runnið út í sandinn. Dugandi menn á
Seyðisfirði og annarsstaðar verða mörg ár
að vinna inn aftur fyrir bankana og ríkið
þann auð, sem Stefán hefir glatað. Hann
hafði útibú íslandsbanka í sínum höndum.
Hann hafði nálega einveldi um atvinnulíf í
kaupstaðnum. Fyrir hörmulega óstjórn hans
var bærinn án atvinnufyrirtækja, moldin 6-
ræktuð kringum bæinn, og engar fleytur til
að sækja á út á miðin. Hann hefir brúkað
miljónir, sem aðrir veröa að borga. Hann
og íslandsbanki skilja við atvinnu- og versl-
unarlíf Seyðisfjarðar í rústum.
Sama er að segja um Jóh. Jóh. í póli-
tíkinni: Seyðisfjörður hefir í nálega manns-
aldur falið þessum ,manni að vera um-
boðsmaður sinn á þingi. Hvað liggur eftir
manninn? Hvað hefir hann gert fyrir Seyð-
isfjörð? Jóhannes hefir ekkert gert fyrir
landið, og alls ekkert fyrir Seyðisfjörð.
Enginn þingmaður hefir verið óduglegri
fyrir sitt kjördæmi en hann. Honum er jafnt
Stefáni Th. um að kenna þá örðugleika og
megnu kyrstöðu, sem verið hefir í bænum.
Þar sem forkólfar Akureyrar hafa þokað
bæ sínum áfram ár frá ári, hafa Stefán
og Jóhannes dregið sinn bæ niður, svo
að ekki sé meira sagt.
En sá flokkur, sem haft hefir Stefán Th.
og Jóhannes Jóhannesson sem oddvita Seyö-
isfjarðar hefir séð, að nú þurfti að grípa til
nýrra úrræða.
Þá er Arni í Múla sendur austur. Hann
á að bjarga kaupstaðnum úr öngþveiti því,
sem fjárglæfrar annars leiðtogans og ódugn-
aður og sérplægni hins hafa sett hann í.
Arni í Múla er nafnkendasti atvinnuleys-
ingi á landinu. Honum hefir orðið óvenju-
lítið úr arfi merkra foreldra og sæmilegum
meðfæddum gáfum. Hann átti að stunda
nám, og hætti af því hann gat ekki unnið
að því. Hann var settur til að stýra verzlun
á Vopnafirði og lagði hana í rústir á fáein-
um árum. Hann komst á þing sem fulltrúi
bænda, en brást þeim og gekk í lið með
fjandmönnum bændanna. Hann var settur
yfir Brunabótafélagið, hafði þar fyrir gjald-
kera magnaðan óreglumann, er tókst að
sukka þar af almannafé um 70 þús. Þá var
Árni rekinn þaðan og settur að ritstjórn
aðalmálgagns íhaldsins. Þar var hann svo
latur, skeytingarlaus og ófær til nokkurrar
vinnu, að blaðið drapst í höndum hans, og
hann var settur sem einskonar niðursetn-
ingur hjá Valtý Stefánssyni við Mbl. Jafn-
vel þar, sem saman eru safnaðir mestu
aumingjar, sem rita í blöð i íslandi, gat
Árni ekki haldist við; hann var of aumur
til að vinna þar. Um mitt sumar er hann
þegjandi rekinn frá Mbl. og sendur austur
á Seyðisfjörð. M. Guðm. hefir sagt Jóni á
Hvanná, og hann aftur Seyðfirðingum, hvað
fhaidið í Reykjavík hugsaöi um Árna. En
hann þótti nógu góður handa Seyðfirðing-
um. Miðstjórn íhaldsins hefir álitið að þar
sem Stefán Th. og Jóh. Jóh. hafi getað
þrifist í fjármálum og pólitík, þar geti Árni
frá Múla líka verið liðtækur blaðamaður.
Hallgrímur, Sigurður og Vilhjálmur hafa
gert Akureyri að glæsilegum bæ. Stefán Th.,
Jóhannes og Árni f Múla hafa leitt hinn
mesta ófarnað yfir Seyðisfjörð. Meðan bær-
inn hlítir leiðsögn þeirra geta Seyðfirðingar
verlð vissir um að hallærið og atvinnuleys-
ið magnast, en f jársvik og óregla dafnar því
betur.
Getur Seyðisfjörður lært af sorglegri
reynslu sinni og fordæmi Akureyrar? Get-
ur Seyðisfjörður sett dugnað, skilvísi, heið-
arleg samtök til bjargráöa í öndvegið og
látið hina vesölu endurminningu um Stef-
án, Jóhannes og Árna verða eins og illan
draum, sem gleymist í athafnamikilli vakn-
ingu ? Bjólfur.
Landsmálafundur.
Almtnnur landsmálafundur var haldinn
hér á Seyðisfirði sunnudaginn 1. febrúar
fyrir forgöngu Framsóknarflokksins.
Var fundurinn fjölsóttur, stóð yfir frá kl.
4 síðdegis til kl. 2 eftir miðnætti, að und-
anskildu klukkustundar matarhlé.
Voru þarna raktar grundvallarskoðanir
flokkanna af fulltrúum Framsóknar og Jafn-
aðarmanna, en íhaldsmenn gjörðu enga til-
raun til þess af sinni hálfu.
Síðan var rætt um dægurmálin og mátti
glögt marka það af áheyrn fundarmanna,
hversu íhaldsmenn fóru þar halloka.
„Austfiröingur" vill heimfæra það undir
goðgá, að stuðst var við nýútkominn lands-
reikning fyrir árið 1929 um hinar sönnu
fjárhagsástæður ríkisins, áður en reikning-
urinn yrði lagöur fyrir alþingi. Hefðu þeir
fegnir kosiö að hafa svigrúm enn um sinn
með blekkingatilraunir sínar um fjárhags-
málin.
Niðurstaða reikningsins er sú, að skuldir
ríkissjóös í árslok 1929 eru samkvæmt
venjulegu framtali ll1/* miljón króna, eða
nákvæmlega sama og um síðustu stjórnar-
skifti, en auk þess eru nú í fyrsta skifti
teknar upp á landsreikninginn skuldir sem
ríkið hefir áður tekiö vegna bankanna og
að kalla eingöngu í tíö íhaldsins, sem nema
rúmlega 16 miljónum króna, en skiljanlega
eru þessar skuldir taldar til eignar, því að
ríkissjóður á þessa sömu fjárhæð hjá bönk-
unum. Skuldir ríkisins útáviö eru þvl í árs-
lok 1929 rúmar 27 miljónir króna og voru
orðnar þetta miklar þegar (haldið skildi við.
Tekjur ríkissjóðs á árinu námu 928 þús-