Austri - 09.02.1931, Qupperneq 4

Austri - 09.02.1931, Qupperneq 4
4 A U S T R’I far“ &5) w Tilbúinn áburður.w Til þess að hægt verði að haga flutningi tilbúins áburðar til landsins næsta vor á sem hagkvæmastan og ódýrastan hátt, verðum vér ákveðið aö mælast til þess, að allar áburðar-pantanir séu komnar í vorar hendur fyrir febrúarlok 1931. Eins og undanfariö tökum vér á móti pöntunum frá kaupfélögum, kaupmönnum, búnaðarfélögum og hreppsfélögum, en alls ekki frá einstökum mönnum. pr. Áburðareinkasala rfkisins Sambaud. (sl. samvinnufélaga undum meira en gjöldin, þrátt fyrir óvenju- miklar verklegar framkvæmdir á þessu ári. En hrein eign ríkisins hafði á árinu aukist um tæpar 2 miljónir króna. Komu þessar staðreyndir landsreiknings- ins illa heim við blekkingar fhaldsblaðanna, og fóru þeir nú allir hjá sér, forsvarsmenn íhaldsins, og ekki batnaði þegar þeir jafn- hliða voru mintir á tekjudallabúskap ríkis- sjóðs tvö síðustu stjórnarár J. þorl., á hina háskalegu gengishækkun hans, sem jók til þriðjunga sku'dabyrðir landsmanna, og ennfremur þau ógurlegu töp, sem bankarn- ir hafa orðið fyrir, eingöngu fyrir stjórnar- stefnu íhaldsins i atvinnumálum, töp, sem samtals nema tugum miljóna króna. Þá var af Framsóknarmönnum á fundin- um skýrt frá því, hversu hið ^óíullkomna bókhald ríkissjóðs frá dögum Ihaldsins svo sem um framtalið á ríkisskuldunum mundi koma erlendum fjármálamönnum tyrirsjón- ir, þegar rætt væri um nýjar lántökur, til dæmis aðeins lítið brot fanst í landsreikn- ingunum af hinu fræga láni Magnúsar Guð mundssonar þegar „bundnar" voru sjálfar toll- tekjurnar, meginið af því felt undan, senni- lega af of lítilli karlmensku um að kannast við hið sanna ástand. Ellegar þá að telja fram skuldir í dönskum krónum án þess að gela um gengismun. Sömu „tíundarsvikin“ áttu sér stað hjá bæjarstjórn Reykjavíkur í framtali skulda, þar sem íhaldið réði lögum og lofum. Og enn má minna á aðgerðir íslandsbanka í þessum efnum. Hann faldi sinn sanna fjárhag með því að telja fram skuld í dönsk- um krónum svo sem þær væru jafnar að verðgildi íslenskum krónum. Það hefir verið í lögum mörg ár, að sér- hver smáverzlun skyldi hafa fullkomið bók- hald, en íhaldið skilar bókhaldi ríkisins sjálfs í því hörmungarástandi að fulltrúar ríkisins verða að bera kynroða fyrir þegar komið er á fund erlendra fjármálamanna. Nú er þessu kipt í lag. Og þaö er „bónd- inn frá Litla-Eyrarlandi“ sem hefir mann- dóm til þess að koma fullkomnu skipulagi eigi aöeins á reikningshald ríkissjóðs sjálfs, heldur hjá öllum þeim embættismönnum og stofnunum ríkisins sem með fjármuni þess fara. Veröur hér eftir eigi farið í grafgöturum hinn sanna fjárhag ríkisins, og er þá um leið endanlega upprætt ein ógeðfeldasta erfðasynd íhaldsins sem annaðhvort er sprottin af þrekleysi eða innrættri hneigð til þess að skreyta sig með fölskum fjöðr- um, nema hvorttveggja sé. Þegar blekkingar Ihaldsins um hinn sanna fjárhag ríkisins voru hraktar með niður- stöðum Landsreikningsins, reyndi það að halda því fram, aö Framsókn hefði svikið landbúnaðinn með því, að afskifta Búnað- arbankann, þangað mundu ekki hafa farið nema 2^2—3 miljónir af nýteknu ríkisláni. Þó vita þeir, að hverjum eyri var fyrirfram ráðstafað af sjálfu alþingi af þessu nýja láni: I stofnté Landsbankans fóru 3 milj. til þess að rétta hann við eftir fjártöp speku- lanta. í Landsspítalann fór 1 miljón til þess að standa við samning, sem Jón Magnússon og Jón Þorláksson höfðu gert við kvenfélags- forkólfa, um að spítalanum skyldi fokið 1930. í síldarbræðslustöðina á Siglufirði 1V* miljón., í nýja Þingvallaveginn ca. 2— 3 hundruð þúsund, afgangurinn fór allur í Búnaðarbankann og Byggingar- og land- námssjóð. Þá reyndu þeir að áfella fyrir það aö Sambandi ísl samvinnufjelaga væri veitt ián úr Búnaöarbankanum, en það er einn höfuð- tilgangur bankans að eiga skifti vfð sam- vinnufjelög bænda. Bændurnir koma áfram byggingum, ræktunarfyrirtækjum, vélkaupum fyrir hiálp kaupfjelaganna og Sambandsins. Meðan þessum verkum er ekki það langt komið, að þau séu orðin veðhæfer ekki nemaeðlilegt að Sambandið útvegi sjált lán til þess að standa straum af þeim, og þegar svo árar sem nú, að tvær af þremur aðalaf- urðum bænda eru enn óseldar, þá ætti það síður að hneyksla „íhaldsbændavini", þótt þeir þyrftu á lánsfé að halda. Hitt er ekki að undra, þótt jafnmiklir samkepnismenn eins og Árni í Múla skilji það ekki, að það eru skynsamleg vinnubrögð að Sambandið útvegi lánið þegar svona stendur, heldur en aö þúsund skuldunautar þess séu að amstra við lántöku, hver um sig. Annar almennur landsmálafundur var haldian hjer í gærkvöld, samkvæmt ályktun fundarins fyrra sunnudag. Hafði Guðbrandur Magnússon framsögu um hin sérstöku málefni Seyðisfjarðar í at- vinnu og skipuiagsmálum, og voru allar til- löfur um þau mál samþyktar í einu bljóði. Síðari hluti fundarins var algengur þingmála- fundur, þar sem Jón í Firði kom fram fyrir hönd þingmanns kjördæmisins. Voru um hin almennu landsmál einnig afgreiddar til- lögur, og höfðu Íhaldsandstæðingar 20—50 atkvæða meirihluta um öll átakamál flokk- anna, þar sem Framsókn og Jafnaðarmenn áttu samleið svo sem um einkasölu á tóbaki og lyfjum, tolla og skattamál, ogl hrein- ræktud samvinnutillaga um fisksölumálin var samþykt í einu hljóði. Sýna landsmála- fundir þeir sem hér hafa nú verið haldnir, að Seyðfirðingar muni endanlega snúnir frá stefnu Ihaldsins í landsmálunum. En Austri spáir því að Austfirðingur beri sig mannalega og telji að „sínir menn“ haii verið farnir af fundi þegar til átaka kom. En valt mundi honum aö treysta á „það lið“ í næstu kosningabaráttu. Samvinna um fisksölu í sambandi viö hina róttæku áskorun Seyðfirðinga til alþingis um að hlynna að fisksölusamlögum, var því skotiö fram á fundinum að viturlegast mundi að leggja sérstakt útflutningsgjald á þann fisk sem seldur væri úr landi öðru vísi en um hend- ur sölusamlaga. Prentsmiðja Sig. Þ. Guðmundssonar.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/593

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.