Austri - 02.06.1931, Blaðsíða 6

Austri - 02.06.1931, Blaðsíða 6
6 AUSTRI vaks. Hefir sá, er þetta ritar, heyrt alla þessa menn segja það, að niðurstaðan af þessum mótmælum hlyti að verða sú, og að öðr- um kosti væru þessi mótmæli þeim, sem að þeim stæðu, til minkunnar einnar. Nú er öllum kunnugt um það, hver urðu enda- lok byltingarinnar og þykir nú ekki annað sýnt, en að þessir menn verði að játa sín fyrri ummæli. En svo undarlega bregður við, að allir virðast þeir una málalokum betur en þeir wpphaflega létu í ljósi og hafa jafn- vel sumir af þeim tekið að sér að verja of- aníát og mótsagnir bandamannaforingjanna í Reykjavík. En til þess mun hafa verið ætlast af Héðni Valdemarssyni og Ólafi Thors, að um fleiri atriði en breytta kjördæmaskipun og virkjun Sogsins gætu ef til vill orðið kaupmálar á milli foringja íhalds og Jafn- aðarmanna, og þykir margt benda til þess, að stofnað hafi verið til undirbúnings að slíkum kaupmálum hjer, um nokkur atriði. En það er jafnframt á allra vitorði, að verkamenn hér á Norðfirði neituðu að eiga nokkur frekari mök við íhaldið en þegar var orðið, og sýndu með því, að þó að þeim yrði í eitt skifti á að láta foringja sína villa sér sýn, þá væru þeir og mundu verða betur á verði næsta skifti. Nú þykir rétt að nefna það, að á síðast- liðnum vetri var hér háð snörp kaupdeila, sem endaði með því, eins og allir vita, aö Jónas Guðmundsson varð að éta ofan í sig þá fullyröingu sína, að hann skyldi koma tímakaupinu upp í eina krónu. En fyrir þá niðurlægingu, sem Sigfúsi Sveins- syni fannst að hann verða að þola í kaup- deilu þessari, hafði hann við orð, og mun enda hafa verið búinn að undirbúa, mál- sókn á hendur Jónasi, út af framkomu verkamanna við það tækifæri. En eftir að sambræðslan um þingrofsmótmælin hafði átt sér stað, heyröist ekki minnst áþámál- sókn, og þegar að Páll Þormar var búinn að kyngja „súra eplinu“, þá munu þeir Jónas og Sigfús hafa verið orðnir að fullu sáttir. Og á næsta fundi verklýðsfélagsins þar á eftir lýsti Jónas yfir því, að hann „teldi rétt að Jafnaðarmean og íhaldið gengi saman til kosninga — í þetta skiftið“!!! Má hiklausl líta svo á, að af sáttmála þessum hafi Jafnaðarmenn hlotið meiri hagnað en heiöur. þegar Jafnaðarmannafélagið var búið að skipa fulltrúaráð sitþ til að undirbúa fram- boðið hér í Suður-Múlasýslu, kom brátt í ljós, að ekki muni foringjum verkamanna hafa verið með öllu óljúft, að samvinna gæti tekist með þeim og íhaldinu um kosn- ingarnar hér, því þar flutti Kristinn Ólaf>- son tillögu um það, að Jafnaðarmenn hefðu aðeins einn mann í kjÖri hér í sýslu, en létu svo atkvæði sín falla á Magnús Gíslason, sem er frambjóðandi Ihaldsins gegn því, að í svipaðri mynt yrði goldið frá íhaldinu. „En við steindrápum það allir saman", sagði einn fulltrúaráðsmaðurinn, þegar hann fór að segja frá þessum ráöagerðum bæjar- fógeta. En prýðilegast virðist þó hafa tekist um samningana, þegar kom til þess að semja kjöiskrá þá, sem kosið verður eftir hér 12. júní n. k. Frá henni er sem sé svo gengið, að þar eru fjöldi manna, sem um nýár voru í skuld fyrir þeginn styrk úr bæjarsjéði. Nú vill sá, er þetta ritar, enganveginn ámæla kjörskrárnefnd fyrir það, þó að hún hafi gefið eftir sveitarstyrk og þannig gefið mönn- um kost á að neyta atkvæðis síns. Hitt er lakara, að það kemur í ijós, að um slíka uppgjöf á sveitarstyrk var alls ekki sð ræða, nema að sterkar líkur væru fyrir því, að viðkomandi væri annaðhvort íhalds- eða Jafnaðarmaður. það er rétt að geta þess hér, þó ekki sé ástæða til að nefna nöfn, að ein hjón, sem alþekt eru að dugnaði og reglusemi, en hafa mikla ómegð og sakir veikinda kouunnar hafa orðið að fá styrk úr bæjarsjóði og af sömu ástæðu hafa ekki að fullu getað lok- ið greiðslu á húsaleigu til bæjarins, eru úti- lokuð frá því að neyta atkvæðisréttar síns 12. júní n. k. vegna þess, að þau eru hvorki íhalds- eða Jafnaðarmenn. Það er nú á allra vitorði, að Kristinn Ólafsson bæjarfógeti hefir að undantörnu verið að skrifa smágreinar í Jafnaðarmann- inn, undir dulnefniu X, og þar á meðal eina er hann neínir „Framsóknarréttlæti1'. Þykir nú rétt að minna hann á, af því að hann mun, stöðu smnar vegna, öðrum frem- ur þurfa að gera sér ljóst hugtakið „réttlæti“, að við samningu kjörskrárinnar í Nes- kaupstað hefir ekkert „Framsóknarréttlæti“ verið ráðandi. Sá, sem þetta ritar, hefír fært þaö í tal við nokkra menn hér í bænum, hvort þá reki minni til að kjörskrá sú, sem nú skal kjósa eftir 12. júní, hafi verið auglýst til sýnis, eins og skylda er um allar kjörskrár. En enginn kveöst hafa veitt því eftirtekt. Hvort er nú heldur, að bæjarbúar hafa tekið svo illa eftir tilkynningum frá bæjar- fógeta, eða að hann hafi traasað að auglýsa skrána og þannig orðiö þess valdandi, að engin lögleg kjörskrá er til ? Hvenær var hún samin, kjörskráin, sem kjósa á eftir 12. júní n. k. ? Sjómaður. Reykjavíkurvaldið. ( sambandi við kjördæmaskipunarmálið hefir verið bent á hættu þá, er stafað gæti af of miklum áhrifum Reykjavíkur á stjórn- mál og atvinnuhætti í landinu. — Þetta vilja Jafnaðarmenn kalla „grýlu“. Haraldur Guðmundsson sagði á Hánefsstaðafundinum urn daginn, að það væri ekkert til, sem héti Reykjavíkurvald, að fólkið í Reykjavík væri fólk sömu tegundar og hvar annarsstaðar á landinu. — Þetta, um alþýðu manna í Reykjavík, mun vera rétt, en þó er hægt að nota þessa alþýðu til meiri áhrifa á stjórn- arfarið en æskilegt er fyrir jafnvægi at- vinnuveganna í landinu. — Jafnaðarmenn vita vel, að það, sem kallað er Reykjavíkur- valdið er ekki alþýða manna í Reykjavík, heldur þeir menn, sem hafa fengið hana til að hefja sig til áhrifa á landsmál. — í Reykjavík hafa skoðanir íhaldsmanna verið ráðandi í málefnum bæjarins, og einnig í landsmálum fram á síðasta kjörtímabil. — það er nú þegar kunnugt, hvernig þessi flokkur, sem hefir þungamiðju sína í Reykja- vík, hefir beitt áhrifum sínum til þess, að veita fjármagni landsmanna eingöngu í stór fyrirtæki við sjóinn, og þá helst í Reykjavík, án tillits til j ess, hvort fyrirtækin voru heilbrigð eða óheilbrigð. En að gjöra mönnum lífvænlegt að haldast við út um byggðir landsins var ekkert hugsað. — Þessi einhliða og, að álfti Framsóknar- manna, skaölega pólitík, er hið eiginlega Reykjavíkurvald, og er það sama va dið, sem Jafnaðarmenn hafa kallað „auðvald“, „braskarastefnu" og „lýðkúgun". Með öðr- um orðum: Reykjavíkurvaldið er auövalds- hyggjan, versti fjandi jafnaðárstefnunnar á íslandi. — Nú vilja Jafnaðarmenn ekki kannast við, að þessi óvinur sé til og segja að það sé bara „grýla“! Nú gjöra þeir það sem í þeirra valdi stendur, til þess að koma þeim fiokki, sem á aðal styrk sinn og yfir- stjórn í Reykjavíkur-fhaldinu í meirihluta á þingi þjóðarinnar, með því að spilla hvar- vetna fyrir Framsóknarfl., sem stutt hefir Jafnaðarmenn undanfarið kjörtímabil, í að eyða áhrifum þessa valds (auðvaldsins — Reykjavíkurvaldsins) á úrslit málefna með þjóðinni. Hvernig eiga nú verkamenn í sjávarþorp- unum kringum Iandið að átta sig á þessari stefnubreytingu foringja sinna? Mnrgur verka- maðurinn spyr nú hvort málefnum stéttar- innar muni bezt borgið með samvinnu við íhaldið, eða með því nð koma því í meiri- hluta. — Það er eðlilegt, að fáir trúi því að svo sé. — Þeir trúa Framsóknarfl., með Tryggva Þórhallsson og Jónas Jónsson í broddi fylkingar, betur til að vinna að skynsamlegum umbótamálum, en „Sjálf- stæðismönnunum" úr Reykjavíkur-Íhaldinu. Það sýndi sig í þingrofsdeilunum í vor, að Framsóknarstjórnin átti meiri ítök í verka- mönnuin út um land en sumir foringjar þeirra, er ærzluðust mest með íhaldinu. Dánarfregn. Jónína Arngrímsd. kona þorsteins Ólafs- sonar ökumanns, hér í bænum, andaðist í fyrrinótt eftir langvarandi vanheilsu. Ábyrgðarmaður: Árni Kristjánsson. Prentsmiöja Sig. Þ. Guömundssonar.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/593

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.