Austfirðingur


Austfirðingur - 12.06.1931, Qupperneq 1

Austfirðingur - 12.06.1931, Qupperneq 1
2. árgangur Seyðisfirði, 12. júní 1931 26. tölublað Fjðrmáiin eg frsmbjóðandi jafnaðarfnanna á Seyðisfirði. þar til þeir eru orðnir négu háir til að mæta þeim útgjöldum, sem einhverjöm kann að detta í hug að séu nauðsynleg. En svo ógæti- leg er hún, að furðu ssetir að Alþingi skuli hafa verið skipað mönnum, sem vilja leggja nnfn sitt við slíkt. Ketta munu þykja taörð ummæli og þvf er sjálfsagt, að þeim fylgi nokkur rök. þsð hlaut sð liggja opið fyrir Alþingi í vetur, að fjárhagur ríkis- sjóðs var kominn í ógöngur. Skuldir höfðu safnast miklum mun meiri en nokkru sinni fyr. Rentu- og aiborgana-byrði hafði verið bundin ríkinu langsamlega miklu meiri en nokkru sinni fyr. Yfirlit fjármálaráötaerra um fjár- hagsafkomu ársins 1930 virtist ekki spá góðu um hagstæða út- komu. Enn er það ótalið, sem ef til vill hefði átt að telja fyrst, að öllurn var það kunnugt, að fjárkreppa var byrjuð. Afurðir Iandsmanna höfðu stórfallii í verði, sumar lítt seljanlegar og þar með verðlausar, aðrar í mjög lágu verði. Enginn vissi hvar þetta mundi staöar nema. — Um þessar mundir var togaraflotinn að búast á veiðar. Honum gekk yfirleitt illa að afla sér reksturfjár, jafnvel horfur á að sum fjelögin yrðu að draga saman seglin, eða jafnvel hætta. Alt þetta benti ótví- ratt á, að tekjur ríkissjóðs gatu brugðist að meira eða minna leyti. Allir hinir gætnari menn töldu sjálfsagt, að fara varlega í tekju- áætlanir ríkissjóðs. Sex menn af sjö í fjárveitinganefnd neðri deild- ar — þeirrar deildar þingsins, sem að lögum á að hafa tögl og hagldir í fjármálunum — taldi sjálfsagt að fara varlega. Einn maður af sjö, tekur sig til og fasrir upp í stórum stíl tekjuáætl- anir fjárlaganna. Hann eisn, af sjö mönnum, vill taka á sig á- byrgö af því, að útgjöld fjárlag- anna geti farið langt fram úrtekj- um, ef þær skyldu bregðast, svo sem útlit var fyrir. Sú ábyrgö hefði getað orðið mikil, áreiöan- lega getað orðið dýrkeypt vorri fámennu þjóð. Sennilegt má telja, að ba«ka- stjórinn og fyrverandi þingmaður- inn, Haraldur Guðmundsson, verði ekki í vandræðum meta það, að gjöra sjer ljóst hva5> viðtekur hjá smáþjóð, sam er orðin hlaöin skuldum langt umfram það, sem hæfilegt má telja, og sem svo ofan á annaö, spennir bogann svo hátt í árlegum rekstursáætlunum, að til stórkostlegs tekjuhalla leið- ir. Skyldi þá ekki geta fariö svo, að ekki verði ýkjalangt til ríkis- gjaldþrots? Það er spurning sem kjósendur þessa lands veröa að svara við kjörboröið 12. júní. Þ. B. Hreinn þingmeirihluti — eða bitlingaaðstaða Jafnaðarmanna. Þegar stjórnin, sem studd hafði verið víð völd sameiginlega af Framsóknar- og Jafnsðarmönnum, samdi fjárlagafrumvarp það, sem lagt var fyrir Alþingi í vetur, hafði hana dreymt Ijóta drauma um það, að fjárhagur ríkisins mundi vera orðinn næsta bágborinn. Talandi vottur um þetta er sá, að feldar voru niður allar fjárveiting- ar til verklegra framkvæmda. Gekk þetta út yfir aliar þær framkvæmd- ir, sem ríkið hafði haft-með hönd- um f vega, brúa, síma og hsfnar- málum, að öðru en því, *ð lítil- fjörleg upphæð hafði verið ætluð til viðhalds á vegum, sem þó ekki var ríílegri en það, að vegamála- stjóri taldi hana algjörlega ófull- nægjandi. Þegar frumvarpið k®m fyrir þingið, sló rnegnum óhug á fleíta þingmenn, svo sem vænta mátti. Engin fjármálastjórn áþessu landi hefir nokkru sinni reitt að höfði sjer slíkt rothögg sem það, að verða að stöðva allar verklegar ríkisframkvæmdir, eftir undangeng- in þrjú ár í röð, sem höfðu verið svo tekjudrjúg, að munaði Vs af venjulegum árstekjur fram yfir á- æílun, til jafnaðar. Það er sýnilegt af nefndaráliti meirihluta fjárveitingarnefndar í neðri deild, að það er ekki mælt út í bláinn, þó talað sje um óhug hjá þeim hluta nefndarinnar. Það er enganvegin undarlegt þó henni dytti í hug, að vissara mundi vera, að breyta um stefnu í fjármálun- um, ef komast ætti hjá því, að sigla þjóðarskútunni í strand. Þó komst hann ekki hjá því að hækka dálítið tekju- og gjaldaá- ætlanir stjórnarinnar. En sýnilegt er það, að sá hluti nefndarinnar hefir viijað fara gætilega að öllu, og hann hefir ekki talið að það yröi að skaða, þó einhver tekju- afgangur yrði til að kasta í laus- ar og fastar skuldir ríkissjóðs. Nú víkur sögunni að minni- hluta fjárveitingarnefndar neðri deildar. í þeim nefndarhluta er aðeins einn maður, þm. ísafjarð- arkaupstaðar, og núverandi fram- bjóðandi Jafnaðarmanna hjer á Seyðisfirði. Þessum nefndarmanni fór sem öörum, að honum varð starsýnt á það, að feldar voru niður fjár- veitingar til verklegra framkvæmda. Var það mjög að vonum. Það sem efst var í huga mannsins, var all- ur sá fjöldi verkamanna, sem at- vinnu höföu haft við verkleg fyrir- tæki ríkisins. Það játa allir aö sjálfsögðu, að það er óþolandi fjármálstjórn, sem fer svo ráð- lauslega með hlutverk sitt, að slíkar Jramkvæmdir veröur að stöðva fyrir þá sök eina, ad fjár- hag iandsins hefir verið stefnt í ógöngur, fyrir gengdarlausa fjár- eyðslu í góðæri. Það er líka sjálf- sagt að játa það, að sú hlið þessa máls, er snýr að verkamönnum, er meira en lítið athugaverð. En það eru fleiri hliðar á þessu máli. Öllum þingmönnum ber fyrst að iíta á þá hlið, ssm veit að fjárhag þjóðarbúsir.s. tjess verður lítið vart af nefndaráliti og breytingartillögur* þessa þing- manns, að hann hafi veitt þeirri hlið málsins nokkru veruiegu at- hygli. Hann sýnist hafa verið stað- ráðinn í því einu, að sjá verka- mönnum fyrir atvinnu hjá ríkis- sjóði, líkt og vant var, hvað sem það kostaði. Þetta vnr auðvitað gott og blessað, ef þingmaðurinn hefði fundið sæmilega leið til þess. Hver er svo leiðin sem þing- maðurinti finnur? Hún er í stuttu máli sagt þessi: Þingmaðurinn tekur fjárlaga- frumvarp stjórnarinnar, gengur á röðina á tekjuliðum rikissjóðs, hækkar hvern fyrir sig af lianda- hófi, um mismunandi háar upp- hæðir, suma jafnvel um 300 þús. kr,, en flesta þó eitthvað minna, og fær þannig út tekjuhækkun, sem mun nema hátt á aðra milj. kr. Þegar hann svo bætir við því, sem venjulega er lagt á móti fjár- veitingu úr ríkissjóði til verklegra framkvæmda, telst honum til, að á þennan hátt mani verða hasgt að vinna íyrir tæpar 3 milj. kr. á næsta fjárhagstímabili. Þelm upp- hæöum, sem hane þannig hefir fengið, skiftir hann svo niður í fjárveitingar til vega, brúa, síma og hafnargjörða. Hvort þessi lausn málanna á að skrifast á reikning Haraldar Guðmundssonar eins, eöa Jafa- aðarmannaflokksins alls, sr ekki hægt að segja um. Þessar tillög- ur komust ekki svo langt, aö úr því verði skorið. Þaö er afareinföld aöferö til þess að bæta fjárhag eins ríkis, að ganga á rööina í tekjuliðum þess og hækka þá á pappírnum, Þaö hefir látið hátt í blöðum Jafnaðarmanna, nú aö undanförnu, um það, að æskilegasta útkoman úr kosningunutp 12. júní væri sú, að enginn flokkur kæmlst í hrein- an meirihluta á Alþingi. Sama hefir kveöið við á kosnlngafund- um, þar sem Jafnaðarmenn hafa látið til sfn heyra. Hjer á Seyðis- firðl hefir þessu verið haldið aö mönnum á hverjum fundinum eftir annan. Vel gæti mönnum dottið í hug, að þessi kenning Jafnaðar- manna ætti rót sína að rekja til þess, að flokkur þeirra hefir engar von- ir og engar iíkur til þess, í ná- inni framtíð, aö komast í meirí- hluta hjá þjóðinnl, og þá ekki heldur á Alþingi. þess veröur á- reiöanlega langt að bíða, að stjórnmálastefna Jafnaðarmanna vinni svo mikið fylgi, sem til þess þarf, að ná yfirtökum í þjóðfjelag- inu á hreinum meirihluta grund- velli. það er annað, sem fyrir þessum flokki vakir. Á síöasta kjörtfma- bili hefir verið svo' ástatt, að eng- inn flokkur í þiaginu hefir haft meirihluta. Fram3Óknarflokkurinn heflr verið við völd, með „hlut- leysi" Jafnaðarmanna. Það «r mál manna, að þeir hafi ekki ætíö verið „billegir" við Framsókn. Ótal staðreyndir staðfesta það. Það er þessi aðstaða sem Jafnað- armenn missa, ef annarhvor stærri flokkanna nær meirihluta. Það er aðstaðan til þess, að geta verslað með fylgi sitt, og selt það þeim, sem best býður. — Þessi ummæli, þó Ijót kunni að þykja. staðfest- ast við það, að einn- af helstu mönnum Jafnaöarmanna, Hjeðinn Valdimarsson, hefir nú nýlega dregið fram í dagsljósið brot af viðskiftnsamningum Framsóknar og Jafnaöarmanna, um breytingar á kjördæmaskipun. Kemur þar í ljós, að Jafnaðarmenn hafa átt aö

x

Austfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.