Austfirðingur


Austfirðingur - 29.08.1931, Page 1

Austfirðingur - 29.08.1931, Page 1
2. árgangur Seyðisfirði, 29. ágúst 1931 35. tölublað Viðskilnaðurinn. Framsóknarmaður einn, góður °g gegn, kom að máli við rit- stjóra þessa blaðs, skömmu eftir stjórnarskiftin 1927, og kvartaði sáran undan því, hve óviröulega v®ri talað í andstæðingablöðunum uni ráðherra Framsóknar, Tryggva ^órhallsson og Jónas Jónsson. Manninum var á það bent, að nieðan satt og rjett væri sagt, vaeri ekki um að sakast. Óvirðu- leg ummæli um þá fjelagana stöf- uðu af því, að þeir væru ekki vaxnir þeim vanda, sem hann og flokksmenn hans hefðu lagt þeim á herðar, með því að fá þeim í hendur æðstu völdin í landinu. Jafnframt var á það bent, að að- finslur andstæðinganna í garð Magnúsar Kristjánssonar, sem þá var fjármálaráðherra, væri að jafnaði með nokkuð öðrum blæ, af því að þar væri um að ræða sómasamlegan mann í ráðherra- sessi. þessi Framsóknarmaður hafði ekki komið auga á vanda veg- semdarinnar. Honúm hafði ekki skilist, að það var móðgun við þjóðina, að fá æðstu völd hennar í hendur mönnum eins og Jónasi Jónssyni og Tryggva Þórhallssyni, sem þá voru þektir að því einu, að vera óvandaðri blaöamenn, en aðrir þeir, sem fengist höfðu við blaðamensku hjer á landi. Hon- um hafði ekki skilist; að vegna þess að athafnir hverrar stjórnar erir órjúfanlega tengdar öllu lífi þjóðarinnar, þá hvflir á hverjum stjórnarflokki fyrst og fremst sú skylda, að skipa hin œðstu sœti aöeíns bestu og heiðarlegustu mönnunum, sem völ er á. f fjögur ár sátu þessir menn við völd. í fjögur ár unnu þeir ósleitilega að því, að brjóta niður virðingu sína í augum allra rjett- sýnna manna. Á þessum fjórum árum uxu þeir frá því, að vera óhlutvöndustu blaðamenn lands- ins upp í að vera óhlutvöndustu ráðherrar landsins. Og eftir þessi fjögur ár óstjórnar og afglapa, klappar þessi góði Framsóknar- maður og aðrir flokksmenn hans lof í lófa og hrópa: Da capo! Svo dulinn er þessum mönnum vandi vegsemdarinnar, svo blindir eru þeir fyrir skyldum sínum við þjóðina I Og svo koma þeir eftir alt saman kvartandi og kveinandi og segja: Þið megið ekki tala svona ljótt um ráðherrana okkar. Þetta eru menn í háum stööum. Menn í háum stöðum ! Háum stöðum er misboðið með slíkum mönnum. Hefir ekki Tryggvi Þórhallsson tekið í heimildarleysi fje úr ríkis- sjóði til útgáfu pólitískra agitasjóns- rita ? Hann hefir viðurkent þetta með því, að stöðva ótilkvaddur útsend- ingu "slíks rits fyrir kosningarnar. Hefir ekki Tryggri Þórhallsson brotið þingræði og þjóðræði, með því að kalla til aðstoðar kon- ungsvaldið til að hleypa Alþingi upp? Hefir ekki stjórnin sameiginlega snattað varðskipunum í eigin þágu og flokksmanna sinna ? Tryggvi Þórhallsson hefir við- urkent þetta meö því að bjóða ótilkvaddur að láta varðskipin hætta snattferðum fyrir kosning- arnar. Hefir ekki Jónas Jónsson óvirt æðsta dómstól landsins úr sessi dómsmálaráðherrans ? Hefir ekki sami maður haft óviðurkvæmilegar dylgjur um nær- liggjandi stórveldi úr ráðherrastól? það hefir löngum þótt einkenni góðra búmanna, að þeir hafa bú- ið að sínu. Þetta farsæla búskap- arlag einstaklinganna er engu síð- ur farsælt heildinni. Á þeim krepputímum, sem nú ganga yfir heiminn, er hvarvetna kept að hinu sama marki, að nota sem mest innlenda framleiðslu til hvers sem vera skal — að búa sem- mest að sínu. Það hefir komið fram, að ís- lendingar hafa ekki gert sjer fylli- lega ljóst, hver lífsnauðsyn það er að . búskap vorum sje hagað á þennan hátt. Á fundi Eimskipafje- lagsins í vor kom í ljós, að hag fjelagsins hafði hrakað mjög síð- astliðið ár. Öllum sem það mál ræddu, kom saman um, að ein höfuðástæða til þessa erfiða hags fjelagsins, væri sú, að lands- menn skiftu um of við hina er- lendu keppinauta. Eina úrræðið til að bjarga fjelaginu væri að það væri látið sitja fyrir hvers- konar flutningum, hvort sem um væri að ræða vöruflutning eða fólks. Stofnun Eimskipafjelagsins er fyrsta sporið að því marki, að íslendingar taki að fullu og öllu Hefir ekki Jónas Jónsson gefið upp sakir erlendum veiðiþjóf og setið síðan veislu með skipeig- anda á eftir? Hefir ekki Jónas Jónsson verið dæmdur fyrir meiðyrði, meðan hann var dómsmálaráðherra ? Hefir ekki Jónas Jónsson mis- beitt ákæruvaidinu ? Hefir ekki^Jónas Jónsson veitt embætti og rekið úr embættum, eftir pólitískum skoðunum ? Hafa þeir fjelagar ekki sameig- inlega eytt úr ríkissjóði fje án allra heimilda, svo nemur hundr- uðum þúsunda ? Hafa þeir ekki sameiginlega mútað flokksmönnum afalþjóðar- fje, bæöi utan þings og innan? Jú, alt þetta hafa þeir gert og margt fleira. Og hið pólitíska n^álalið, mútuþegarnir á Alþingi, eru tilfinningalausir fyrir öllu nema sínum eigin munni og maga. Þessvegna hrópa þeir: da capo! og maula svo rólegir áfram. Og nú er þjóðinni ætlað að una við ranglætið, ódrengskapinn, framhleypnina, ágengnina og ger- ræðið — stjórnmálaspillinguna fjögur árin næstu. Svo skildi Framsókn við Al- þingi með þriðjung þjóðarinnar að baki sjer. siglingarnar í sínar eigin hendur. bæði landa á milli og með strönd- um fram. Hver hagur okkur var að Eimskipafjelaginu á styrjaldar- árunum verður ekki tölum talið. Fjelagið er alþjóðarfyrirtæki, og það er ekki einungis fjárhagsatr- iði, heldur metnaðarmál alþjóðar, að slíkt fyrirtæki geti lifað og blómgast. En Eimskipafjelagið er ekki eina fyrirtækið hjer á landi, sem á örð- ugt uppdráttar vegna skilningsleys- is landsmanna og skorts á sönn- um þjóðarmetnaði. Á síðari árum hefir hjer risið upp nokkur vísir til innlends iðnaðar. í stöku atrið- um er notkun innlendrar fram- leiðslu svo á veg komið, að tek- ið hefir nálega fyrir innflutning á þeim vörutegundum. Svo er t. d. um smjörlíki. Nu munu starfandi 5 eöa 6 smjörlíkisgerðir í landinu, og fuilnægja neysluþörfinni í þeirri grein. Sama máli gegnir um öl og gosdrykki. Til skammS tíma hafahundruð þúsunda gengið ár- lega út úr landinu fyrir þessar vörur. Nú er svo komið,, að sára- lftið er flutt inn af þeim. Reynsl- an hefir sannað á þessum sviðum, að hjer á landi má framleiða vör- ur sem standast fyllilega sarnan- burð við það, sem framleitt er annarsstaðar af samskonar vöru- tegundum. Þar með er kveðin niður sú almenna hjátrú, sem hjer hefir ríkt, að allar iðnaðar- vörur yrði að sækja út fyrir poll- inn. Ull og gærur hafa fram að þessu mestmegnis verið flutt út óunnið. Nú er farið að vinna mjög snotra inniskó úr skinnun- um. Og ullarverksmiðjurnar ís- lensku vinna mjög snotra og hald- góða dúka úr ullinni. Áreiðanlega mætti draga mjög úr innflutningi erlendra dúka, ef þessari innlendu framleiðslu væri meiri gaumur gefinn. Hvarvetna í búðum lands- ins er til sölu erlendur fatnaður, sem hvorki jafnast að verði eða gæðum á við það, sem fáanlegt er úr innlendum efnum. Þó má segja. að fyrst kasti tólf- unum, þegar árlega er flutt inn kjöt og fiskur fyrir hundruð þús- undir króna. Það er óskapiegt öfugstreymi, að slíkt skuli eiga sjer stað. Hjer á landi er komið upp niðursuðu á islenskum mat- vælum, kjöti- og fiski. Þær vörur jafnast bæði að verði og gæðum við samskonar útlendar vðrur, sem hjer eru á boðstólum. Hví þá að kaupa það útlenda ? Kreppan, sem yfir heiminn hef- ir dunið, er einnig að seilast hingað. Aöalframleiðsluvaran, fisk- urinri, liggur að mestu leyti óseld- ur, og á kjötinu er fyrirsjáanlegt mikið verðfall. Mikið má draga úr afleiðingum kreppunnar, ef allir landsmenn hafa það hugfast, að nota sem mest innlenda fram- leiöslu. íslendingar verða að gera sjer að reglu, að láta innlend fyr- irtæki sitja fyrir viðskiftum í þeim vörutegundum, sem framleiddar eru hjer á landi. Styðjið innlendan iönað! Með því styðjið þjer innlenda framleiðendur og íslenska verka- menn. Með því styrkið þjer þjóð- arheildina í baráttunni við hina ægilegustu kreppu, sem þekst hef- ir í tíö núlifandi manna. Á hvaða tima sem er á þetta að vera metnaðarmál þjóðarinnar. Eins og nú árar er það lífs- nauðsyn. Messað verður í kirkjunni hjer kl. 2 á morgun. Styðjið innlendan iðnað!

x

Austfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.