Austfirðingur - 29.08.1931, Page 2
2
AUSTFIRÐINGUR
itemiNi i Olseini
KAFFI-„CREDIN“. Fituefni 12!/*%. Mjólk með þessu heiti er fyrir
skömmu farið að flytja. Er framleidd ór hreinni nýmjólk og bætt við
„Fedtemulsion," og er ágæt í staðinn fyrir rjóma. Gefur kaffinu eng-
an afkeim. Þeir, sem nota dósamjólk í kaffi, ættu að kaupa þessa
mjólk, sem fæst hjá kaupmönnum. Nánari upplýsingar gefur um-
boðsmaöur okkar, Gfsli Jdnsson, Seyðisfirði.
Brjefkaflar
frá íslendingi erlendis.
—o—
Brjefkaflar þeir, sem byrjuðu í síð-
asta blaði, halda áfram í þessu blaði
og hinu næsta. Hafa þeir þegar vakið
mikla athygli og umtal meðal lesenda
blaðsins. Hjer á landi er ekkert hlut-
laust blað, sem ræði stjórnmál. Hjá ís-
lenskum blaðlesendum hefir þá einnig
skapast nokkur tortryggni um að
myndirnar, sem upp eru dregnar af
stjórnmálaástandinu, sjeu afskræmdar
af spjespegli flokkshagsmunanna. Hjer
er engu slíku til að dreifa. Brjefritarinn
stendur utan við flokkana, heggur jafnt
til beggja handa, og gerir hvorki
að breiða yfir nje ýkja hverjir sem í
hlut eiga. Hjer getur að líta álit manns,
sem fylgist með öllu því, sem hjer ger-
ist, en stendur nógu fjarri til þess að
líta algerlega hlutlaust á málin. Mynd-
in af ástandinu er hvorki afskræmd nje
fegruð, heldur alveg eins og hún kem-
ur brjefritaranum fyrir sjónir. — Fyrir-
sagnir eru settar af ritstj.
Lánsverslunin.
Síðan elstu menn muna, hefir
eitt mál verið óslitið umræðuefni
á öllum mannfundum, á Alþingi
og í öllum blöðum landsins. Það
er lánsverslunin.
Einokunin var ekki fyr afnumin,
en lánsverslunin varð hin versta
plága. Bestu menn landsins hafa
barist gegn henni. Kaupfjelögin
reyndu að stemma stigu. Löggjaf-
arvaldið hefir tekið í taumana.
Alt árangurslaust. Nú hvað gátan
loks vera leyst. Það er aðeins eft-
ir að ákveða hvorum stjórnmála-
flokknum beri að launa lausnina.
Eftir umræðum utan lands og
innan eiga Reksturslán að brjóta
skuldaklafann, leysa bændur úr
ánauð og kaupmenn og kaupfje-
lög. Reksturslánum er ætlað að
borga allar gamlar skuldir og fyr-
irframgreiðslur við ársreksturinn
að auk. Nú er ekkert eftir nema
að borga. Svo er nefnilega ákveð-
ið, að reksturslán greiðist að fullu
árlega. Þetta er fjármálaspeki, sem
allir flokkar vilja hafa heiðurinn
af að hafa fundið upp.
Eins og framleiðslu flestra bænda
er háttað, er lánsverslun milli
haustkauptíða eðlileg, í flestum
tilfellum óumflýjanleg. Fastar,
áframhaldandi verslunarskuldir, svo
nokkru nemi, ættu auðvitað ekki
að eiga sjer stað.
Lánsverslunin verður ekki af-
numin með lagasetningum, þó vit-
urleg lagaákvæði geti hjálpað.
Verulegar umbætur í því efni fást
aðeins með breyttu hugarfari hlut-
aðeigenda, kaupenda og seljenda.
Tekjurnar 1930 eins miklar og
fyrstu 10 ár 20. aldarinnar
samtals.
Fyrir utan verslunarólagið, bar
ekki á stórfeldum misbrestum í
athafnalífi þjóðarinnar alt fram að
fullveldisdögum. Meðferð opinbera
sjóða og ríkissjóðs var yfirleitt
góð. Á stríðsárunum opnaði ís-
landsbanki gáttina, sem veitti hóf-
lausri „inflation** í alt ’.'eiðmáeti, alt
starfslíf þjóðarinnar. Af því leiddi
svo eðlilega hrun krónunnar, og
sem verra var, stjórnlaust ábyrgð-
arleysi og siðleysi í öllum grein-
um athafnalífsins, sem enn er ekki
rönd'við reist. Fyrsta afborgun
þeirrar glópsku var enska lánið
1921. Önnur gengishækkunin 1925.
Þriðja enska !án Jónasar 1930.
Fleiri munu á eftir koma í þinni
tíð og hinna afkomenda.
Undanfarin ár hefir árferði ver-
ið ágætt. Framleiðslan mikil og
verðlag hátt. Atvinnurekendur og
einstaklingar dregið óvenjustóran
hlut frá borði, þrátt fyrir þungar
opinberar álögur.
Tekjur ríkissjóðs síðastliðið ár
17—18 miljónir kr., eins mikið og
allar tekjur landssjóðs fyrstu 10
ár tuttugustu aldar.
Alþingi verður aldrei brugðið
um varfærni í fjárveitingum síð-
ustu árin. 10—12 milj. kr. virðist
vera vel til Iagt og full álagt 100
þúsund hræður.
Tekjur ríkissjóðs umfram áætl-
uð útgjöld hafa síðastliðin 3 ár
numið meir en allar skuldir ríkis-
ins fyrir 4 árum síðan.
Skuldasöfnun göðæranna.
Tekjur ríkissjóðs síðastliðið ár
voru nægar til að sjá sæmilega
fyrir þörfum ríkisins og borga
eftirstöðvar enska lánsins að fullu.
Á 1000 ára afmæli Alþingis gat
ríkið verið skuldlaust, án þess að
hafa skorið nokkur útgjöld við
nögl. Það hefði verið saga fyrir
fulltrúa erlendra ríkja og erlendra
blaða að flytja heim. Þannig gat
það verið. Þannig hefði það átt
að vera. En hvernig er það ?
Á þremur árum haiið þið eytt
nær 30 miljónum kr. fram yfir
útgjaldaáætlun Alþingis. Það er
ótrúlegt, svo ótrúlegt, að það er
ekki hafandi eftir. En samt er það
satt. Tekjur ríkisins hafa farið á
annan tug miljóna fram úr áætl-
un. Öllu eytt. Skuldir ríkisins
aukist hátt á annan tug miljóna.
Öllu eytt.
Þessa ráðsmensku er ykkur
ætlað að samþykkja og ekkert lík-
legra en að þið verðið nógu vit-
grannir til að samþykkja við næstu
kosningar !*
Nú er ykkar fjármálastatus það
sem Englendingar kalla assigned,
þ. e. fjárforráð ykkar falin einni
stofnun, sem hefir trygging í og
umráð yfir öllum tekjulindum rík-
isins. Það hefir sama gildi og
veðsetning, þó ekki sje nefnt því
nafni. Óvissar, breytanlegar tekjur
verða ekki á annan hátt notaðar
sem trygging, nema lánardrottinn
hafi innheimtuna í sínum höndum,
og þá er það afsal.
Eftir mörg veltuár og afar háar
tekjur ríkissjóðs, er ríkið í botn-
lausum skuldum og tekjur þess
veðsettar. Atvinnuvegirnir að heikj-
ast undir skattaálögum og láns-
traustið lamað.
Þetta er ykkar fjármálaframmi-
staða fyrstu 12 fullveldisárin.
Árásirnar á Hæstarjett.
Það má máske segja, að enn
* Hjer er átt við kosningarnar 12.
júr.í síðastl. Ritstj.
sje ekki öllu glatað, að enn standi
eitt sjálfstæðisvígi óhaggað, —
dóinsvaldið. En hve lengi? Á það
hefir verið ráðist af sjálfum dóms-
málaráðherra ríkisins, með meiri
ósvífni en dæmi eru til. —
Þeim árásum linnir ekki fyr en
annaðhvort fellur, stjórnin eða
Hæstirjettur. Stjórnin verður að
heyja látlaust stríð á Hæstarjett,
annars er hún ekki sinni stefnu,
sínum yiirboðurum trú. Þegar
dómsvaldið er fallið og Hæsti-
rjettur orðinn aö pólitískri bitl-
ingastofnun, verkfæri valdhafanna,
eins og allar aðrar opinberar
stofnanir, þá fyrst getur Jónas
sagt: Jeg kom, jeg sá, jeg sigr-
aði. Jónas er stjórnin.
Þú telur víst að Jónas múni
falla við næstu kosningar. Getur
verið og ekki. Jónas er herkænn
og vígur vel. Undir hans veldis-
stól standa sterkar stoðir: Afglöp
andstæðinganna, samvinnufjelögin
og sósar, ríkissjóður, andlegir yf-
irburðir Jónasar sjálfs, fyrirlitning-
in og loddaralistin.
Stofnun Framsóknarflokksins.
Árásir þær, sem gerðar voru
á kaupfjelögfn hjer fyrrum, eiga
drjúgan þátt í stofnun Framsókn-
arfiokksins. Kaupfjelögin gerðu ít-
arlegar tilraunir til að draga úr
lánsversluninni. Tilraunirnar voru
lofsverðar, þótt árangurinn yrði
lítill. Hefði orðið meiri, ef kaup-
menn hefðu einmitt ekki notað
lán og óheilbrigt verðlag til ein-
stakra manna sem vopn gegn
kaupfjelögunum. Vanskil eru meiri
en skyldi hjá kaupfjelagsmönnum.
En vissulega eru vanskil kaupfje-
lagsmanna ekki nema lítill hluti
af heildartapi athafna og viðskifta-
lffsins. Stefna og starfsemi sam-
vinnufjelaga er nú orðið allsstað-
ar viðurkent og víða styrkt all-
ríflega af opinberu fje.
Þá má segja að gengishækkun-
in 1925, sem kend er við Jón
Þorláksson, hafi orðið mjög til
þess, að hlaða undir Jónas. Sú
ráðstöfun gaf kjósendum að mínu
áliti rjettmæta ástæðu til að fella
stjórn Jóns Þorlákssonar, sem
annars er þó stjórnarfarslega það
langbesta, sem þið hafið sýnt síð-
an þið fenguð fullveldi. Framleið-
endur eru enn að borga þann
skell, sem af þeim ráðstöfunum
leiddi, þótt eftirfarandi góðæri hafi
bjargað frá hinum bráðasta voða.
Það var því eðlilegt að kjósendur
hrintu stjórninni. Þeir gátu ekki
sjeð fyrir, að Framsókn sviki öll
sín loforð, svo sem að festa krón-
una, spara fje o. fl.
Samvinuufjelögin gerð pólitfsk.
Samvfnnufjelögin voru aðal-
styrkur Frainsóknar við síðustu
kosninuar (1927). Tryggva og
Jónasi hafði tekist að smeygja sjer
þar inn. Gerðust þeir þar brátt
umsvifamiklir og málóða mjög.
Dáðust bændur mjög að áhuga
þeirra, einlægni og ósjerplægni.
En það kom brátt í ljós, til hvers
barist var. Þaö var aó sameina
bændur í pólitískan flokk, þar
sem þeir fjelagar hefðu öll yfirráð.
Tilgangurinn var að nota sam-
vinnufjelögin sem pólitíska lyfti-
stöng, sjálfum sjer til upphefðar,
lofs og dýrðar, en alls ekki að
efla samvinnu. Það sannar ótví-
rætt hin hatursfulla framkoma
þeirra gagnvart samvinnufjelögum
og samvinnutilraunum utan þeirra
umráða, og hvernig þeir hafa of-
sótt einstaka samvinnumenn fyrir
þá sök eina, að þeir hafa neitað
að afsala pólitískum rjetti og
sjálfstæði.
Það ætti að vera ófrávíkjanleg
stefna allra samvinnufjelaga, að
halda sinni starfsemi utan við
stjórnmáladeilur og afskifti. Stjórn-
málaskoðun einstakra meðlima
sje heildinni óviðkomandi. Þannig
geta allir unnið saman að einu
marki. Þannig verður þroski fje-
laganna heilbrigðastur, þeirra starf-
semi þjóðlegust og til mestra nyt-
semda.
Allir bændur í einni sveit geta
unniö saman í kaupfjelagi eða
mjólkursamlági. En það er Iftt
hugsanlegt, næsta óeðlilegt, að
þeir hafi allir sömu stjórnmála-
skoðun. Áreitni við samvinnumenn
utan Framsóknarflokksins hlýtur
að spilla innbyrðis samvinnu og
halda mörgum nýtum dreng frá
fjelagsskapnum.
Pólítisk samvinna bættuleg.
Það er ekki mikið, sem sam-
vinnufjelögin þurfa að sækja til
löggjafarvaldsins. En komi það
fyrir, þá munu þeirra mál fáskjót-
ari og betri afgreiðslu ef fjelögin
eru óháð öllum þingflokkum, en
eiga hauk í hverju horni. Það
kom glögt í Ijós við samþykt sam-
vinnufjelagslaganna á Alþingi 1921,
að pólitísk samtök samvinnumanna
voru óþörf.
Það er ekki einsdæmi hjá ykk-
ur, að samviunufjelagi hafi verið
steypt í stjórnmálastríðið. Enda
oft til þess vísað. Samvinnufjelög
vegna mannfjölda—atkvæðafjölda
— hafa helst hvergi frið fyrir
áleitni óhlutvandra, valdasjúkra
stjórnmálaskúma, sem með flátt-
skap og fagurmælum leitast við