Austfirðingur - 21.12.1931, Page 1
2. árgangur Seyðisfiröi, 21. desember 1931 48. tölublað
FYRIR nokkrum vikum síðan
hringdi Sveinn bóndi á Egils.
slöðum til mín. Sagði hann mjer
að þá væri nýafstaðinn þingmála-
fundur á Egilsstöðum og mælíist
til þess, að jeg birti fundargerðina.
Nú hafa ýmsir fundir síðari ára á Eg-
ilsst. </erið með þeim blæ, að varla
hefir mátt teljast til uppbyggirigar.
Jeg tók þessvegua heldur dræmt í
tilmæli Sveins um birtingu fundar-
gerðarinnar.
Nú get jeg lýst þvf yfir, að mjer
hefir verið ánægja að birta fund-
argerðina. Atkvæðagreiðsia um
einstök mál, svo sem kjördæma-
skipunina, sýna, að þarna hefir
— að vanda — verið nálega ein-
lit Framsóknarhjörð.
En svo koma úrslit annara til-
lagna, sem sýna, að þessir menn,
harðvítugustu Framsóknarmenn-
irnir í Suður-Múlasýslu, eru þó
farnir að athuga sinn gang. í síð-
asta blaði birtist fundargerð fjórð-
ungsþings austfirskra Sjálfstæðis-
manna. Þar voru rædd ýms hin
sömu mál, sem til umræðu hafa
komið á Egilsstaðafundinum.
Það er fróðlegt, að bera saman
þessa tvo fundi. Annar fundurinn
er hreinn flokksfundur Sjálfstæðis-
manna. Hinn er að yfirgnæfandi
meirihluta fundur Framsóknar-
manna.
En þegarkemur að þeim málum,
sem fyrst og fremst snerta krepp-
una, sem nú ríkir, þá er „bita-
munur en ekki fjár“ á ályktunum
þessara tveggja funda. Báðir fund-
irnir víta fjármálastefna þingmeiri-
hlutans og hvetja til ítrustu var-
færni. Báðir krefjast launalækkun-
ar á öllum störfum, sem unnin
eru fyrir hið opinbera.
Mjer sem ritstjóra Austfirðings
er það alveg óblandið ánægjuefni,
að Framsóknarbændurnir, sem
komu saman á Egilsstöðum 28. f.
m., hafa látið uppi nákvæmlega
sömu skoðanir um fjármál, at-
vlnnubótamál og kaupgjaldsmál,
sem haldið hefir verið fram hjer í
blaðinu.
Mjer er þetta því meira ánægju-
efni, þar sem þeirra eigið blað,
Tíminn, er ýmist á algerlega önd-
verðum meið í þessum efnum, eða
leiðir málin hjá sjer með þeirri
ljettúð, að dæmafá mun vera.
Bændur, hvaða flokki sem þeir
fylgja, finna til kreppunnar. Það er
ekki til neins, að reyna að telja
þeim trú um að kreppan sje mesti
hjegómi, af því að til sjeu 50
þús. tunnur af óseljanlegri Einokun-
arsíld norður í landi! Það er ekki
frekar hægt að telja þeim trú um
að þeir sjeu ríkir en svöngum
manni að hann sje fullmettur.
Ljettúðarskraf íslensku stjórnarinn-
Hjer birtist mynd af Sigurði
Birkis, söngvara, sem nú er stadd-
ur hjer á Seyðisfirði, að tilhlutun
söngfje/agsins „Braga“, einsogfrá
hefir verið skýrt hjer í blaðinu.
Sigurður Birkis hefir frá því á
unglingsárum sínum haft hinn
mesta áhuga á sönglist. þó stund-
aði hann í fyrstu verslunarfræði
og iauk mjög góðu prófi í þeim
fræðum á verslunarskóla í Höfn,
á miklu skemri tíma en alment
gerist. En við þá dvöl sína erlend-
is kyntist hann miklu fjölbreyttara
hljómlistarlífi en þekkist hjer á
landi. Varð það til þess, að hann
hætti við verslunarbrautina og gaf
sig upp frá því af öllum hug söng-
listinni á vald.
Birkis gekk fyrst á Konunglega
danska hljómlistarskólann í Höfn,
og mun vera hinn eini núlifandi ís-
lenskra söngvara, sem þar hefir
lokið námi. En það var langt frá
því, að hann ljeti sjer nægja það
nám. Dvöl sína á hljómlistarskól-
anum skoðaði liann fyrst og fremst
sem nauðsynlegan undirbúning
undir frekara nám. Hjelt hann nú
til Ítalíu og stundaöi þar söngnám
undir handleiðslu bestu kennara
hinnar miklu söngvaþjóðar.
Síðan heim kom hefir Birkis
fyrst og fremst gefið sig að söng-
kennslu, og þeir eru orðnir ótrú-
lega margir, sem notið hafa til-
ar um kreppuna getur ekki orðið
til annars en að veikja enn traust
manna á henni. Stjórnin sjer ekki
skuldasöfnunina, framleiðsluhnekk-
inn, atvinnuleysið. Hún viðurkennir
sagnar hans síðustu 4—5 árin. —
Seyðfirðingar og fleiri hjer eystra
muna eftir hinu glæsilega blandaða
kórl, sem fór utan 1929 undir
stjórn Sigfúsar Einarssonar. Er-
lendir dómar um þá söngsveit
voru allir fullir viðurkenningar.
Mikiö af þeim heiöri fellur á Sig-
urð Birkis, því allir meðlimir söng-
sveitarinnar, karlar jafnt og konur,
höfðu notið tilsagnar hans. Sama
er að segja um söngflokkana, sem
komu fram á Alþingishátíðinni.
Allir meðlimir þeirra, bæði í
Reykjavík og utan af landi, höfðu
lært hjá Birkis. Margir þjóðkunnir
söngvarar á seinni árum hafa feng-
ið alla sína söngmentun hjá Sig-
urði Birkis.
Sigurður hefir valið sjer það
hlutskitti, að bæta íslenskt söng-
líf. það er erfitt verk og vanda-
samt. Honum hefir unnist ótrúlega
mikið á. Hann hefir ekki einungis
þá mentun, sem til þarf, heldur
einnig þá alvöru, kostgæfni ogal-
úð, sem fáum er gefin. Og má-
ske ekki síst: þá ljúfmannlegu og
drengilegu framkomu, sem laðar
alla að honum.
Hann hefir helgað listgáfu sína
göfugri og stórri hugsjón. Hann
hefir barist sigursælli baráttu, af
því hann hefir fundið hjá sjer háa
köllun og aldrei hvikað frá henni.
enga kreppu fyr en svo er komið
að allur þorri landsmanna veit
ekki hvað hann á að bera sjer til
munns.
Sfðustu mannsaldrar hafa fært
þá menningu og þær lífskröfur
yfir íslensku þjóðina, að menn
fella sig ekki lengur við þá hugs-
un, að það eigi eftir að koma
fyrir hjer á landi, að menn þurfi
að grafa rætur og tína söl sjer til
matar, eða jafnvel framfleyta lífinu
á skóbótum. Fjósbaðstofurnar,
keituþvotturinn og árlegt bjargar-
leysi eru yfirstigin þrep í íslenskri
þjóðarþróun. Það skilja allir menn
nema stöku leiðtogar hinnar mis-
nefndu Framsóknar, þeir, sem
Tímann rita.
—o—
Það er siður margra íslenskra
stjórnmálamanna, að undirstrika
ávalt sem mest ágreiningsefnin.
Þeir eru ávalt að staðfesta hin
mestu hyldýpi milli flokkanna.
Hversu lítilfjörlegur ágreiningur
sem er, þá er hann blásinn út og
geröur að hinum ferlegasta úlfalda.
Altaf er gripið til stórra og há-
værra orða. Einfaldur ágreiningur
um vöruverð og viðskiftavenjur á
að vera sprottinn af ólíkum „lífs-
skoðunum". Alt er gert til að
venja fólkiö af að hugsa.
Hjer í blaðinu hefir frá upphafi
verið leitast við að halda svo á
málum, að lesendur taki þau til
umhugsunar. Hjer hefir einnig ver-
ið Ieitast við að benda á þau at-
riði, sem sameiginleg eru með
flokkunum, ekki síður en þau, sem
greina þá. Þá stefnu tel jeg hik-
laust hollasta.
Fundargerðin frá Egilsstöðum
gefir mjer vonir um að saman
sje að draga. Ekki svo að skilja
að jeg viti ekki, að flestir þelr
menn, sem þar voru, telji sig
enn til Framsóknarflokksins. Held-
ur hitt, að útlit er á að lítill á-
greiningur þurfi að vera manna á
meðal hjer í þessum landsfjórð-
ungi um ýms mikilsverðustu deilu-
mál dagsins, þau mál, sem mjög
veltur á að farsællega sjeu til
lykta leidd. Þaö er höfuðatriði.
Að svo mæltu óska jeg öilum
lesendum blaösins gleðilegra jóla.
Árni Jónsson.
Dánardægur.
Ýmsir merkismenn hafa látlst
hinar síðustu vikur, sem því mið-
ur eru ekki tök á að minnast nú
að sinni. Má þar nefna Stefán
Guðmundsson kaupmann á Fá-
skrúðsfirði, Björn Líndal bónda
og fyrrum alþingismann á Sval-
barði, og Jón J. Snædal á Eiríks-
ítöðum.
Þá er einnig nýlega látinn í
Noregi Tönnes Wathne, einn hinna
alkunnu Wathnesbræðra (eldri),
um sjötugt.