Austfirðingur


Austfirðingur - 21.12.1931, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 21.12.1931, Blaðsíða 3
AUSTFIRÐINQUR Undir umræöum kom fram svohlj. tillaga: Jafnframt skorar fundurinn á þing og stjórn að gjöra alt sem hægt er, til þess, að styrkja mer.n og hvetja, til allskonar framleiðslu og iðnaðar, sem miði að því, að gj$ra oss sjálfum oss nóga.“ Aðaltill. samþ. með 13 atkv. gegn 8, og viðaukatill. með öll- um atkv. 5. Sjálfstjórn Búnaðarfjelags ís- lands. Fundurinn lýsir megnri óánægju yfir meðferð tveggja síðustu þinga á hinni rjettlátu kröfu síðasta bún- aöarþings, sem fellst í frv. Bjarna Ásgeirssonar til breytingar á jarð- ræktarlögunum, og skorar á næsta Alþingi að svæfa nú málið ekki lengur, heidur veita hinum skipu- lagsbundnu og þýðingarmikla fje- lagsskap bændanna í landinu þessa sjálfsögðu rjettarbót, svo hann geti notið sín til fulls." Till. samþ. í einu hljóði. 6. Launamálið : „Með tilliti til þeirra fjárhags- öröugleika, sem yfirstanda, skorar fundurinn á alþingi að lækka að mun laun opinberra starfsmanna ríkisins, sjerstaklega þeim hæsf- launuðu. Ennfremur lækka laun þeirra daglaunamanna sem ríkið veitir atvinnu, hvorttveggja í sam- ræmi við greiðslugetu atvinnuveg- anna." Samþ. í einu hljóði. 7. Innflutníngshöft: „Fundurinn skorar á ríkisstjórn og þingmeirihluta að halda iast við innflutningshöft á ónauðsyn- legum varningi, og vörum þeim sem framleiða má í landinu og veita þar um engar undanþágur.* Till. samþ, með öllum gr. atkv. 8. Bankamál: „Fundurinn skorar á þingmenn Múlasýslna að vinna að því að stofnsett verði útbú frá Búnaðar- banka íslands fyrir Austurland á Fljótsdalshjeraði hið allra fyrsta." 9. Viðtækjaverslun: „Fundurinn skorar á þingm. Austfj. og N.-þingeyjarsýslu að beita sjer fyrir því á n. k. Alþ. að menn á þessu svæði geti feng- ið sökum óhagstæðrar aðstöðu sinnar, útvarpstæki með 3—4 ára afborgunum." Samþ. með öllum greiddum atkv. gegn einu. 10. Hjeraðsmál: a. Fiskirccktarmál: „Fundurinn felur þingm. Múla- sýslna að útvega úr ríkissjóði við- bótarfjárveitingu til Laxastigana í Lagarfljóti, þannig að úr ríkissjóði komi 2/s hlutar hins raunverulega kosnaðar við byggingu stigans. Einnig aö útvega væntanlegum fiskiræktarfjelögum á Fljótsdals- hjeraði alt aö helmingi kostnaðar við byggingu klakhúss, eyöingu sels og fleira." Samþ. í einu hljóði. b. Snjóbíll: „Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir tilhögum þeim sem verið hef- ir á rekstri snjóbílsins yfir Fagra- dal, skorar fundurinn þvíáþingm. Múlasýslna, að fá þeirri tilhögun breytt þannig, að hann megi koma að betri notum fyrir Hjeraðsbúa, sem hann er sjerstaklega ætlaður fyrir, svo sem með því að starf- rækja hann uppi á Hjeraði, og fá flutningsgjaidið lækkaö að mun. Samþ. í einu hljóði. c. Brú á Jökulsáx „Fundurinn skorar á þingm. Múlasýslna að beita sjerfyrir því að veitt verði fje til að byggja brú á Jökuisá í Fljótsdal svo fljótt sem fjárhagur ríkissjóðs leyfir." Samþ. í einu hljóði. á. Vegamál: „Fundurinn lýsir yfir því áliti sínu, að hann telur að síst megi fella niður fjárveitinpar til akfærra sýsluvega af fjárveitingum þeim til nýrra vegagerða, sem á fjárlögum standa. Samþ. í einu hljóði. e. Fellavegur: „Fundurinn skorar á þingm. N.-Múlasýslu að beita sjer fyrir því að á næsta þingi verði sýslu- vegurinn frá Lagarfljótsbrú upp norðan Lagarfljóts að Brekku tekinn í tölu akfærra þjóðvega og að lagningu hans verði hrað- að sem mest. Samþ. í einu hljóði. Björn Hallsson. Erlingur Þ. Sveinsson. Til jölanna: Krakmöndlur Rúsínur Kaffi Vínþrúgur Konfekt Súkkulaði Appelsínur Karamellur Cacao Epli, mjög góð. Átsúkkulaði Sykur Jarðarber Kex, margar teg. Hveiti Ananas Tvíbökur Gerduft Perur Laukur Dósamjólk Syltutau Jólakort Kálhöfuð Nýárskort Ostur Leikföng Vindlar Cigarettur Spyrjið um verð. Sölutuminn, Seyðisfirði. ið „Braai“. Frjettir. (Frá frjettaritara Austf. í Rvík) —o— Mannalát. Björn Líndal er dáinn. Verður lík hans flutt norður á morgun. — Jón Snædal dó á Landakoti á sunnudag af afleiðingum upp- skurðar. Eyfirðingar og Einkasalan. Hyfirðingar höfðu nýlega afhent Einkasölunni smásíld fyrir 25 þús- und krónur áður en hún var lögð niður. Tvísýnt um að þeir fái nokknð fyrir síldina, sem mun fara í skuldasúpu Einkasölunnar. Eru Eyfirðingar æfareiðir. Hæstarjettarddmur. Alþýðublaðið skrifar um dóm Hæstarjettar í launamáli Kristjáns Karlssonar, þar sem Kristjáni eru engin laun dæmd, en í forsendum viðurkent að Útvegsbankinn sje framhald íslendsbanka, og þess- vegna hefði átt iaun, en sakir vítaverðrar bankastjórnar hans hafi brottrekstur verið rjettmætur, og eru tilfærðar sem víti lánveitingar tilstórskuldugra mannaogað reikn- ingsfærsla bankans hafi ekki verið rjett. þykir sem Alþýðublaðið og Tíminn tefli hjer á tæpt vað, ef bankastjórar eiga að þurfa aö bera lánveitingar og aðrar aðgerð- ir undir Hæstarjett. Fundur f Keflavík. Jónas ráðheria fjekk nokkra Keflvíkinga til að boða til fundar í Keflavík á miðvikudag um fisk- sölu og dragnótaveiðar, og ljet þá bjóða sjer og Ólafi Thors. Varö Annan í jólum: KI. 5 Samsöngur í kirkjunni á Fjaröaröldu. Aðgangur kr. 1,50 Kl. 872 Dansskemtun í Barnaskólanum. Aðgangur 1 króna. Aögöngumiðar að söngskemtuninni fást í Lyfjabúðinni frá því á aðfangadag. — fundurinn langur og lauk þannig: Oddviti staðarins mæltist til við Jónas að hann sýndi sig þar ekki framar og kom til oröa að fleygja honum út af fundinum. Qætnustu mönnum tókst þó að afstýra því. Fundahöld um afnám bannlag- anna. Stúdentafjelag Rvíkur byrjaði fundi í gærkvöldi um afnám bann- laganna. Quðm. Hannesson var frummælandi. Fundinum var frest- að um miönætti. þar verðursam- þykt harðorð tillaga um afnám bannlaganna. Fjörugar úmræður. Stjórnarliðið og fleiri tala um að skjóta ábyrgðinni af þingmönnum og láta bera bannið undir þjóðar- alkvæði. Kjördæmanefndin. er óklofin enn, hvað sem veldur. Þýskalandsmarkaðurinn. Jóhann Jósefsson, þingmaður Vestmanneyinga er vongóður um að geta iiðkað fiskmarkaðinn í Þýskalandi. Vínbruggun. Norðmaður, Jóhansen að nafni, hefir verið tekinn fyrir vínbruggun sem innrjettuð var um borð í línuveiðaranúm Fjölnir hjer á höfn- inni. Var hann dæmdur í 9 daga fangelsi og 1000 kr. sekt. —Bæj- arfógetinn í Hafnarfirði gerði út leiðangur í gær til að snuðra upp heimabruggara. Sagði að fyrirætl- uð væri rannsókn á 6 stöðum. Fannst svo mikið á fyrsta staðn- um, á Laugabóli í Mosfellssveit, aö sendinefndin komst ekki lengra. Innbrot allmörg hjer undanfariö uppvís. Fjórir unglingar höfðu myndað með sjer fjelag og er foringinn elstur, 16 ára. 0<32>00<æ>0®0<32>00c AUSTFIRÐINQUR V ikublað Ritstjóri og ábyrgðarmaður Árni Jónsson frá Múia. Sími nr. 70. Verö árgangsins 5 kr. Kaf f i. Tvær tegundir af brendu og möluðu kaffi fást nú í Söluturnin- um. 0nnur tegundin er hin gamla og góða, sem áður hefir tengist þar, nú innkeypt á besta tíma og verðið því mikið niðursett. Hin tegundin enn ódýrari, Óþekt hjer áður. — Einnig fæst óbrent kaffi, góð og ódýr tegund. Tvenns- konar kaffibætir. Malmberg, sem veriö hefir forstjóri h.f. Hamar, er fluttur burtu, eftir 17 ára hjervist. Góð ísfisksala 1 Englandi undanfarna viku. Landsreikningurinn er ekki kominn út. 'Jörundur neitar að segja hvað landbúnaðar- nefndin hefir kostað. Stimpillögin. Varasamt er aö menn gleymi stimpillagaákvæðinu frá 1921, er ráöuneytið má ekki gefa undan- þágu frá eftir áramót.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.