Austfirðingur - 23.01.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 23.01.1932, Blaðsíða 2
2 AUSTFIRÐINIGUR Til sölu. Ný svefnherhergishúsgögn, mjög vönduö, get jeg selt á mjög góðu verði. — Ennfremur 2 nýja hlýfidúka (Presenninger,). — Þeir, sem hafa hug á því, að eignast þessa hluti, geta fengið nánari upplýsing- ar hjá mjer. Gísli Jónsson. um upp í heilan sem þurfa kynni til þess aö ná lágmarkstölu þing- manna, 42. Frá þessum tölum þingmanna skal draga þá tölu þingmanna, sem hver flokkur þeg- ar hefir fengið kosna. Mismunur- inn er sú tala uppbótarsæta, sem hver þingflokkur fyrir sig á til- kali til. 7. Kosningu sem hlutfallskosnir þingmenn (í uppbótarsætin) hljóta þeir frambjóðendur innan hvers flokks, sem eigi hafa þegar náð kosningu í kjördæmi, en næstir standa eftir þessum reglum : a. Við úthlutun uppbótarsæta skal landinu öllu skift í þessi 6 um- dæmi: 1. Reykjavík. 2. Suövesturiand.Gullbringusýsla til og með Dalasýslu. 3. Vesturland, Baröastrandar- sýsla til og með Strandasýslu. 4. Norðurland, V.-Húnavatns- sýsla til og meö N.-þingeyj- arsýslu. 5. Austurland, N.-Múlasýsla til og með A.-Skaftafellssýslu. 6. Suðurland, V.-Skaftafellssýsla og Vestmannaeyjar til og með Árnessýslu. b. lnnan hvers þessara umdæma skal reikna út fulltrúalausa at- kvæðatölu hvers þess flokks, sem á að fá uppbótarsæti, með því aö draga tölu kosinna flokks- þingmanna í umdæminu marg- faldaða með hlutfallstölu kosn- ingarinnar frd samanlagðri at- kvæðatölu flokksins í umdæm- inu. c. Þannig fundnum fulltrúalausum atkvæðatölum þessara flokka í hverju umdæmi fyrir sig, skal deilt meö hlutfallstölunni. Út- koman skal talin í tugabroti með tveim desímölum. d. Hvert umdæmi skal fá uppbót- arsæti fyrir hverja heila einingu í útkomunum samkvæmt c., og ennfremur skal hækka stærstu brotin upp í heilan, annarsveg- ar svo mörg úr umdæmunum 2. til og meö 6., sem þurfa kann, til þess að þau til sam- ans fái 6 uppbótarþingsæti hið fæsta, og hinsvegar svo mörg hjá hverjum flokki, sem þarf til þess að hann fái fulla þá tölu uppbótarsæta, sem hann á til- kall til, samkvæmt 6. lið. e. Kosningu sem hlutfallskjörnir þingmenn fá þeir frambjóðend- ur hvers flokks í hverjum lands- hluta, sem hafa fengið flest at- kvæði innan þess landshluta við kosningu, án þess að ná þar kosningu í hin föstu sæti. — Um ákvörðun varamanna sjeu settar nánari reglur. Reykjavík, 14. des. 1931. Jón Þorláksson. Pjetur Magnússon. dæmi um þetta leyti árs. Það er líka gömul reynsla fyrir því að fiskurinn kemur altaf á eftir síld- inni. Sem stendur eru það aðeins fáeinir smábátar, sem veiðina stunda og fer mestur aflinn íbæj- inn. En nú veröur að fara að hugsa fyrir vertíðinni og markaðs- skilyrðum á þessu ári. Jeg er í engum vafa um það, segir Þ. E., að við Austfirðingar verðum að leggja hið mesta kapp á ísfisksöluna til Englands. Efsvo verður að bankarnir lána ekki nema 20 kr. út á saltfisksskip- pundið, þá hafa útgerðarmenn ekki nema 13 krónur afgangs salt- inu í rekstursfje á skippund og sjá allir að það hrekkur skamt. Mjer virðist eðlilegasta og hent- asta leiðin fyrir austfirska útgerö- armenn að reyna að komast að samningum við Eimskipafjelagið um flútninga á ísvörðum fiski til Hull. Jeg hef ofurlítið kynt mjer þetta mál. Flutningsgjaldið er 32 krónur á tonn. Hjer á Austfjörð- um er til nóg af kössum frá í haust og geri jeg ráð fyrir að þeir fengjust fyrir einar 2 krónur stykkið. Mjer telst því aö allur kostnaður á kassann, — að frá- dregnum vinnuiaunum — kominn til Hull, ætti ekki að verða meir en 5 kr. Undanfarið hefir verðið á þorski verið Um 1 sterlings- pund, eða rúmar 20 krónur fyrir kassann. Innihald hvers kassa er um 60 kilo, svo að framleiðendur ættu að geta gert sjer von um gott verð, að óbreyttum markaði. Hvort hægt verður að senda fisk með Goöafossi nú eftir mán- aðamótin, skal jeg láta ósagt, vegna þess að flestir bátar eru upp á þurru landi og ekki búnir til veiða. En hvað sem því líður þá liggur opið fyrir að nota Eim- skipafjelagsskipin í þessa flutninga og verður það miklu kostnaðar- minna heldur en sú tilraun, sem gerð var með leiguskip síðastl. haust. Og því má bæta við, segir Þ. E., að ef af þessu yröi, þá ætti það að verða til að bæta sam- göngurnar við Austfirði því vafa- laust mundu skip fjelagsins koma hjer við á útleið, ef um verulegan flutning væri að ræða. Viðtal við Þórð Einarsson um síldar- og ísfisksmarkað. Er ekki rjett að nota Eimskipafjelagoskipin til að flytja ísvarinn fisk? Austfirðingur átti í gær símtal við Þórð Einarsson, kaupm. á Norð- firði og spurðist fyrir um síldar- sölu o. fl. — Frá Norðfirði hafa verið fluttar út 718 tn. af síld segir Þ. E. — auk síldarinnar sem send var í fjelagi við fisksölusamlag Seyð- firðinga. Salan hefir gengið frem- ur vel. Verðið er að vísu ekki hátt, frá 30—35 krónur danskar tunnan, en samkv. skeytum sem hingað bárust fyrir nokkrum dög- um var þá búið að selja 248 tunn- ur af þessari síld, eða nokkuð meira en þriðjung. En það má fullyrða að töluvert meira sje selt því einn stærsti útflytjandinn hefir ekki enn fengið neinar sölufrjettir frá umboðsmanni sínum, en vafa- laust hefir hann selt af því „partí" á borð við aðra. Mjer þætti því ekki ótrúlegt að eins og sakir standa sje búið að selja upp und- ir helming af Norðfjarðarsíldinni og hygg jeg það megi gott heita. Yfirleitt lit jeg svo á, segir Þ. E., að þegar tekið er tillit til þess, að markaður fyrir þessa vöru stendur marga mánuði, þá sje engin ástæða til að kippa sjer upp við það, þótt ekki seljist alt undir eins. Eins og fjárhagsástæð- ur eru nú í markaðslöndum vor- um og raunar um heim allan, þá hafa menn hvorki vilja nje getu til að birgja sig upp til lengri tíma. Jeg held ekkert væri hættu- legra en það að síldareigendur gripu til þeirra örþrifaráða að fara að bjóða síldina út á lægra verði. Markaöurinn verður auðvit- að að ráða. En ef farið væri að gefa kaupendum undir fótinn með lægra verð er alveg ómögulegtað segja hvar það verðfall kynni að enda. Eins og nú standa sakir er ekkert hættulegra en það, ef einhverjir síldareigendur yrðu til þess, vegna hræðslu og þrekleys- is, að gera undirboð á sfldinni og er vonandi að það komi alls ekki fyrir. Neysla þessarar vöru- tegundar á þeim markaði, sem við höfum aðgang að, virðist nema um 3000 tunnum mánaðarlega, Síðasta mánuðinn mun vera selt eitthvað á 4. þús. tn. frá Norður- og Austurlandi og það liggur ekk- ert fyrir um það, að nein veru- leg breyting sje á þeim markaði. Ef boðin yrðu út stærri „partí“ á lægra verði, yrði það ekki til ann- ars en þess að stinga í vasa er- lendra spekúlanta þeim hagnaði, sem mjer finst að eigi að falla til framleiðenda síldarinnar. Er fiskafli á Norðfirði? Já, það er dálítill afli hjer í firðinum og má það heita eins „Róstusamt á Rifi“. „Handafl“ í Reykjavík — Keflavík — Vestmannnaeyjum. Meira „handafl“ og lögreglukylfur í Reykjavík. (Eftir símtali.) Það er upphaf þessa máls, að í haust sem Ieiö var stofnað verka- mannafjelag í K e f 1 a v í k og hefir starfað þar síðan. í/tgerðarmenn í Keflavík hafa lítiö sint fjelagsskap þessum og verið þess ófúsir, aö við- urkenna fjelagiö sem aðila í kaup- gjaldsmálum. Nú eftir áramótin hefir harðnaö á reipunum. Kom svo aö Iokum, að forsprakkar verkamanna í Reykjavík lýstu Keflvíkinga í bann. Gerast nú sögulegir atburðir, „hand- afl“ og lögreglukylfur, og ganga klögumál á víxl. Er þá þess aö geta, að á þriöju- daginn kom vjelbáturinn í/ðafoss með fisk til Reykjavíkur. Var fiskur- inn seldur Englendingum og átti að skipa honum 1 togara sem lá í Reykjavík. En sökum bannfæringar- innar fyrnefndu, þoldu forkólfar verkamanna 1 Reykjavík ekki að Keflvíkingar kæmu vörum sínum á markað. Kom Olafur Friðriksson á vettvang við allmikinn liösafnað, og varnaöi þess, aö fiskinum yrði skip- að í togarann. Er þetta fyrsti þáttur „handaflsins". Víkur nú sögunni aftur til Kefla- víkur. Daginn eftir — miðvikudag — átti eimskipið Vestri að taka 400 smálestir af fiski í Keflavík, og munu það hafa verið leyfarnar af fiski Keflvíkinga. Útaf þeim deilum, sem þegar voru risnar, þótti Keflvíkingum uggvænt um aö skipiö fengi afgreiðslu með friðsamlegum hætti, og mundu leiðtogar verkamanna leitast við aö stöðva vinnu við skipið. Maöur er nefndur Axel Björnsson. Hann er bifreiöastjóri og heimilis- fastur í Reykjavík, en hefir nú um sinn haft aðgeröastofu bifreiða í Keflavík. Þessi maður var öðrum fremur grunaður um græsku. Kvöld- iö áður en útskipun skyldi hefjast í Vestra gengu 20—30 formenn og út- gerðarmenn á fund Axels og skýrðu honum frá því, að þeir heföu ákveöið að flytja hann til Reykjavík- ur. Er þess ekki getið, að Axel hafi sýnt mótþróa og varð þaö úr, aö hann var fluttur til Reykjavíkur og voru 5 formenn meö bátnum. En við hafnargarðinn í Reykjavík var Axel skipað á land meö þeim ummælum, að Keflvíkingar óskuðu þess ekki, að hann hyrfi þangað aftur. Axel Björnsson sneri sjer nú til lögreglustjóra og kærði athæfi Kefl- víkinga. En Alþýðublaðið skýrir frá því, að formennirnir fimm, sem vald- ir voru að brottnáminu, hafi fariö á fund dómsmálaráðherra og fengið þar góða áheyrn. En ekkert varð af vinnustöövun við Vestra og fjekk hann afgreiöslu svo sem ekkert hefði í skorist. Formaðurinn á „Úðafossi", sá, er íiskinn flutti til Reykjavíkur, heitir Þórhallur Einarsson. Hann þóttist að

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.