Austfirðingur - 09.02.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 09.02.1932, Blaðsíða 2
2 AUSTFIWWNIQUR Samvinnufjelag Seyðisfjarðar. Loddaraskapur Haraldar Guðmundssonar. Höfum fyrirliggjandi í Reykjavík allskonar vörur frá Libby s. s. Baunir niðursoðnar, Jarðarber, Tungur, Agurkur, Ananas, Avextir blandaðir, Ferskjur, Perur, Aprikosur, Aspargues, o. fl. Gíslf Jónsson. Þegar Haraldur Guömundsson kom hingað til að taka viö stjórn bankans og vinna undir sig kjör- dæmið fyrir ári síöan, sagði einn góöur fylgismaður hans : Þið skul- uð sjá, að það verður búið að laga til með atvinnuvegina hjerna á Seyðisfirði að ári liðnu. Kjós- endur Haraldar bygðu vonir sínar um viöreisn þessa staðar algerlega á Haraldi Guðmundssyni. Ef hann yrði kosinn mundi strax verða bygö síldarverksmiðja, tunnuverk- smiðja, vegurinn veröa lagður yfir Fjaröarheiði, og fiskveiöarnar verða stundaöar með stórum skip- um, sem Haraldur átti áð útvega. Þetta var fyrir ári síöan. Á þingmálafundinum, sem liald- inn var á sunnudagskvöldiö, bar öll þessi mál á góma. Haraldur varð að játa að hann hefði engu til leiðar komið, en tók því eins og sjálfsögðum hlut að kjósendur hans mintu hann aftur á kosn- ingaprógrammið frá í fyrra. Það er svo um þessi mál, aö bæjar- búar eru þeim fylgjandi. pað er aðeinssamvinnuútgerðin sem nokk- ur ágreiningur er um. En ástæð- an til þess er sú, að til fjelags- skaparins hefir verið stofnað með mjög óvenjulegum hætti. Á síðasta þingi var samþykt 100 þús. kr. ábyrgðarheimild fyrir samvinnuútgerö á Seyðisf. Ekkert slíkt fjelag var þá hjer til og það var ekki fyr en í vetur að fjelags- nefna komst hjer á. Trúin áþess- um fjelagsskap er ekki meiri en það meðal útgerðarmanna ogsjó- manna hjer, að flestir mestu dugn- aðarmenn úr þeim hópi, hafa ekk- ert viljað sinna fjelagsskapnum. Alt um þetta sannaðist það á fundinum að Haraldur Guðmunds- son hafði gert ákveðið kauptilboð í togara í Reykjavík fyrir fjelagsskap þennan og lofað samþykki bœjar- stjórnar. Haraldur Guðmundsson gerði mjög gys að því í fyrstu ræðu sinni, að hann hefði verið bendl- aður við „ógurlegt leynimakk" í þessu sambandi. Sennilegt er að menn hafi eitthvað haft orð á þessu sín á milli, en opinberlega hefir því víst ekki verið hreyft fyr en Haraldur fór að tala um það sjálfar, að minsta kosti ekki hjer í blaöinu. En alt sem Haraldur sagði um þetta, sýndi að hjer haföi verið um „leynimakk“ að ræða. Hvort menn vilja kalla það leynimakk „ógurlegt", fer alt eftir því hvort borgarar þessa bæjar- fjelags vilja selja örfáum mönnum algert sjálfdæmi í málefnum sínum. Hjer var um það að ræða að bæjarfjelagiö í heild gengi í 100 þús. króna ábyrgð fyrir útgerðar- fjelag, sem mestu atorkumennirnir hafa sneitt hjá. Haraldur Guð- mundsson segist hafa talað við bæjarfulltrúana einn og einn og fengið vissu fyrir því, að meiri- hluti mundi fást f bæjarstjórninni fyrir þessari ábyrgð. En hvers- vegna er ekki ábyrgðin afgreidd formlega í bæjarstjórninni ? Án þess að vilja bera brigöur á, að Haraldur Guðm. hafi fengið ádrátt meirihluta bæjarstjórnar um fylgi viö málið, skal það fullyrt, að sumum flokksmönnum hans í bæjarstiórninni var alls ekki ljúft að ljá málinu fylgi. Haraldur Guömundsson veit sjálfur, að sú leiö, sem farin var í þessu máli, að gera tilboðið að fornspurðri bæjarstjórn og bæjar- búum, var algjörlega óheimil. Hann veit, að mestu dugnaðar- mennirnir í hópi sjómanna ogút- geröarmanna eru algerlega van- trúaðir á fjelagsskapinn. Hann veit, að fjöldi flokksmanna hans í bæjarstjórn og utan eru dauftrú- aðir á fjelagsskapinn. Hann grun- ar, að meirihluti bæjarbúa muni ekki fús að taka á sig 100 þús. króna ábyrgð fyrir það fjelag, sem hjer er um aö ræða. Og svo grun- ar hann — ef til vill — að mál- inu fáist ekki framgengt „á hærri stöðum". Var þá ekki sniðugt, að koma í veg fyrir opinberar umræð- ur um málið, og geta svo sagt á eftir: jeg hef barist fyrir þessu eins og víkingur, en ekki fengið því framgengt. Já, „leynimakkið“ var einmitt alveg nauðsynlegt eins og á stóð. Og þaö væri engar getsakir á Harald Guðmundssnn, þótt því væri haldið fram, að hann hafi „andað ljettar", þegar honum tókst ekki að koma fram þessu „áhugamáli" sínu. Sú spurning vaknar sem sje, hvort líklegt sje að Haraldur Guðmundsson hafi trú á þessum útgerðarfjelagsskap. þess er þá fyrst að geta, að öll útgerðarfje- lög hafa tapað síðustu árin. Jafn- vel Samvinnufjelag lsfirðinga, sem skipað er afburðaduglegum sjó- mönnum, fjekk upphaflega meiri hlunnindi en nokkuð annað út- gerðarfjelag hjer á Iandi, hefir af- bragðs skip og hefir aflað ágæt- lega alt frá byrjun — jafnvel þetta fjelag er komið í þær fjárhags- ógöngur, að það getur ekki stað- ið í skilum. það er þessvegna alls ekki líklegt, að Haraldur hafi trú á því, að útgerðarfjelagið, sem hjer var stofnað, hafi mikil skil- yrði til þess að verða bjargvæn- legt fyrirtæki. Og að endingu. Hjer stóð svo á, að Útvegsbanki íslands var að- ilji þessa máls. Skipið, sem kaupa átti, var eign bankans ogvafalaust hefir einnig verið ætlunin, að fá fjelaginu í hendur eitthvað af fast- eignum bankans hjer. Ef Haraldur Guðmundsson hafði trú á fjelags- skapnum, hvað gat þá verið eðli- legra, en að hann sem banka- stjóri gengist fyrir því, að fjelag- ið fengi í hendur nauðsynlegar eignir til atvinnurekstrar—á eig- in ábyrgð. Útvegsbankinn hefir það hlutverk fyrst og fremst, ao styrkja útveginn. Hann tekur háa vexti til þess að standast þá áhættu, sem af þessari starfsemi leiðir. Hvers- vegna er Haraldi Guðmundssyni svo umhugað að koma áhættu, sem Útvegsbankinn d að bera, yfir á þetta bæjarfjelag — yfir á sitt eigiö kjördæmi ? Það er ólíklegt, að Haraldur Guðmundsson trúi því, „að viö- reisn Seyðisfjarðar“ byggist á því, að bæarfjelaginu sjeu bundnir — meira að segja að óþörfu — mjög þungir fjárhagsbaggar á þeim óg- urlegu Jcrepputímum, sem nú eru. þessvegna er ekki ótrúlegt, að honum hafi ljett, þegar öll við- leitni hans varð til einskis! En til hvers er þá verið að halda leiknum áfram? Er það ekki loddaraleikur? Þingmálafundur. A laugardagskvöldið boðaðf Haraldur Guðmundsson til þing- málafundar. Hófst fundurinn kl. 8^2 og stóð 6 stundir. Fundar- stjóri var Ari Arnalds bæjarfógeti, en fundarskrifarar Gestur Jóhanns- son og Emil Jónasson. Hingað til hefir það vesið venja um þingmálafundi, þar sem tillög- ur era bornar upp, að kjósendum hefir verið frjálst að tala eftir því sem þörf hefir verið á .sámkvæmt dagskrá sem lögð er fram í fundarbyrjun. — Er það og eðlilegt, þar sem þingmaðurinn kemur til að hlýða á kjósendur sína, engu síður en að tala við þá. — Hinsvegar hefir það verið siður seinustu árin á hinum al- mennu umræðufundum flokkanna um stjórnmál, að þar hefir hverj- um flokki verið úthlutaður jafn ræðutími. Þessa reglu hinna al- mennu stjórnmálafunda innleiddi Haraldur nú á þingmálafundinn. En útkoman varö sú, að þegar til þess kom, að ræða um hinar einstöku tillögur, þá var orðið svo áliðið tímans, að ekki fengust nema 2 mín.íil að ræða hverja. Geta menn gert sjer í hugarlund, hvaða mark er takandi á atkvæðagreiðslu um ýms alger nýmæli, sem þann- ig er undirbúin. Meðal tillagna, sem þarna voru samþyktar, var þessi tillaga frá Sjálfstæðismönnum í fjárhagsmál- um : Með tilliti til yfirstandandi fjár- hagskreppu og hins erfiða hags ríkissjóös, skorar fundurinn á Al- þingi aö gæta meiri varúðar við afgreiðslu fjárlaganna en undan- farið hefir verið gert, og að binda hendur ríkisstjórðarinnar svo, aö hún geti ekki framvegis sóað miljónum króna fram yfir fjárveit- ingar fjárlaga. Þistlar. —o— 1. Þegar „Jafnaðarmaöurinn" birti niöurstöðutölur nokkurra búa hjer á Seyöisfirði sem lokið var gjaldþrota- skiftum í, þá var aðaltilgangur blaðs- ins, að koma því inn hjá Seyöfirð- ingum, að um þriggja miljón króna blóðtaka hefði orðið á þessu bæjar- fjelagi. Út af þessu var ritaö all ýt- arlega um þessi mál hjer í blaðinu. Var nokkuð minst á hinar almennu ástæður til skuldatapanna, sem hjer á landi hafa orðiö hinn síðasta ára- tuginn, og sýnt fram á, að mest af bankatöpunum væri ekki tap álands- mönnum, heldur eignatilfærsla innan þjóöfjelagsins. Þá var og bent á hin- ar sjerstöku ástæöur, sem lágu að töpunum hjer, og loks sannað að það var blekking ein að töp þessi heföi komið niður, sem blóðtaka á bæjarfjelaginu. Það verður að segja Jafnaðarmanninum þaö til veröugs hróss, að hami er algerlega fallinn frá þeirri kenningu að töpin hafi komið niður sem blóðtaka á bæjar- fjelaginu, en gengur inn á það með Austfirðingi, að hnekkir bæjarfjelags- ins liggi einmitt í því aö þessi um ræddu fyrirtæki hefði orðiö aö hætta starfsemi. 2. En Jafnaöarmaöurinu vilj ekki ganga inn á, að meginhluti banka- tapanna hafi komið niður sem eigna- tilfærsla innan þjóðfjelagsins „ . . . það er vitað . . . aö bankarnir hjer á landi hafa . . , tapað 30—35 mil- jónum króna, og að í þessum töpum er að finna meginástæðuna til skulda- söfnunar þjóðarinnar í útlöndum". Það er ekkert óeölilegt að Haraldur Guðmundsson vilji halda slíkum kenn- ingum að almenningi af því að hann veit meö sjálfum sjer að hann á sem þingmaður töluvert drjúgan þátt í þeirri miklu skuldasöfnun þjóöarinnar í útlöndum, sem nú veldur stórkost- legum erfiðleikum fyrir landsmenn alla og athafnalíf í landinu" eins og hann sjálfur orðar það. 3. Út af fyrirspurninni í 4. tbl. „Jafn- aðarmannsins", má benda á: Að innstæða hins sameiginlegn á- byrgðarljelags mótorbáta á Seyðis- firði yar mynduð og tilorðin af milli- færslum iðgjaldanna úr skuldareikn- ingum hlutaðeigandi báta, sem vá- tryggöir voru í fjelaginu og þaraf- leiöandi skulduöu þessir bátar það meira, sem þessari upphæð nam. £Ávegsbankinn, útibúið á Seyðisfirði keypti skuldir þrotabúsins á litlu verði og náði þar meö kröfurjetti á þessari upphæð ásamt öðru. Eigna- tilfærslan hefir því orðiö frá útgerð- inni til bankans og kemur, sennilega, fram sem reksturshagnaður útbúsins á Seyðisfirði og ekki ólíklegt að „Jafnaöarmaðurinn" þakki þaö því

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.