Austfirðingur - 20.02.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 20.02.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIRÐINGUR 3 0<32>(»<32>0®0cæ>00CSE>i AUSTFIRÐINGUR V i k u b 1 a ð Ritstjóri og ábyrgðarmaður Árni Jónsson frá Múla. Sími nr. 70. Verð árgangsins 5 kr. q e<sz>oo<3s>oo<s>o<90<s>oo<s>odo fult eins sennilegt, að ekki muni ætíð þurfa svo marga, til að jafna hlutföllin á milli flokkanna. Mundi það engan sáran söknuð vekja, þó einhverjir miðlungsmenn fengi að hvíla sig við og við. 3. Þá þykir Jafnaðarmanninum það „hlálegt ákvæði“ að fleiri en einn maður af sama flokki geti verið í kjöri í sama kjördæmi. „Mundi slíkt leiða til mikils glund- roða og vitleysu á margan hátt“. Fáir munu geta komið auga á það, að þetta þurfi að valda „glundroða", þetta er of einfalt til þess, og ákvæöið er langt frá því að vera „vitleysa“, þó að Jafnaðarmaðurinn skilji það ekki. Ákvæðið er sett tii þess, að tryggja kjósendum sem fylstan íhlutunar- rjett um það, hverjir eru í kjöri og til þess, aö það komi í Ijós, hver af flokksmönnum hefir mest fylgi, og sanngjarnt er, að þeir sem eru stuðningsmenn þess, sem minni fylgi hefir, hallist til fylgis við meirihluta í flokki sínum, er kosning hefir leitt í Ijós, hver hann er. Ákvæðið er þvf allsekki „hlálegt" annarsstaöar en í her- búðum jafnaðarmanna. 4. Jafnaðarmaðurinn er mjög hræddur um, aö þess verði ekki langt að bíða, að miklir gallar komi f Ijós á því kosningafyrir- komulagi, sem Sjálfstæðismenn hafa stungið upp á. Satt mun það, að vandi mun að finna þá aðferð um kosningar og skipun Alþingis, er sje með öllu galla- laus. Vandinn verður þvf, að finna þá, sem minnsta hefir galla. Skyldi nú sú aöferð, sem jafnað- armenn hafa haldið fram og munu halda fram, vera gallalaus? Sú aðferð er að gjöra landið alt aö einu kjördæmi og kjósa með hlutfallskosning. Sá galli verður þar fyrst fyrir, að skipun á alla framboðslista, hlýtur að verða að öllu leyti í höndum flokksstjórna. íhlutunarrjettur kjósenda um það hverjir verði í kjöri, verður með öllu af þeim tekinn. Munu þeir verða margir, sem telja þetta svo stóran galla að þessi aðferð eigi engan rjett á sjer. í þessu sam- bandi er vert að benda á land- kjörið, sem fram hefir farið öðru hvoru síðan það var leitt í lög 1915. Hafa kjósendur veriö spurð- ir til ráða um skipun iistanna? Stúkan Klettafrú. Fundur sunnudaginn 21.—2. kl. 5,30 e. h. Inntaka nýrra fjelaga. Kosnir og innsettir embættismenn- Skuggamyndir o. fl. Símskeyti frá frjettaritara Austf. í Rvík. Alþingi. Alþingi var sett 15. þ. m. Sjera Friðrik Hallgrímsson prjedikaði. Forsetar: Neðri deild Jörundur Brynjólfsson. Efri deild Guðmund- ur Ólafsson. Sameinuðu þingi Einar Árnason. Fastanefndir í Efri deild: Fjárhagsnefnd: Jón Þorláksson, Ingvar Pálmason, Einar Árnason. Fjárveitinganefnd : Bjarni Snæ- björnsson, Halldór Steinsson, Jón Jónsson, Páll Hermannsson, Ein- ar Árnason. Samgöngumálanefnd: Halldór Steinsson, Ingvar Pálmason, Páll Hermannsson. Landbúnaðarnefnd: PjeturMagn- ússon, Páll Hermannsson, Jón Jónsson. Sjávarútvegsnefnd: Jakob Möll- er, Ingvar Pálmason, Einar Árna- son. Mentamálanefnd: Guðrún Lár- usdótíir, Jón Jónsson, Páll Her- mannsson. Allsherjarnefnd: Pjetur Magnús- son, Einar Árnason, Jón Jónsson. Fastanefndir í Neðri deild: Fjárhagsnefnd: Ölafur Thors, Magnös Jónsson, Halldór Stefáns- son, Bernharð Stefánsson, Stein- grímur Steinþórsson. Fjárveitinganefnd: Pjetur Otte- sen, Magnús Guðmundsson, Ing- ólfur Bjarnason, Hannes Jónsson, Lárus Helgason, Björn Kristjáns- son, Jónas Þorbergsson. Samgöngumálanefnd: Jón A. Jónsson, Jóhann Jósefsson, Sveinn Ólafsson, Bergur Jónsson, Svein- björn Högnason. Landbúnaðarnefnd: Magnús Guðmundsson, Pjetur Ottesen, Bjarni Ásgeirsson, Steingrímur Steinþórsson, Þorleifur Jónsson. Sjávarútvegsnefnd: Jóhann Jó- sefsson, Guðbrandur ísberg, Sveinn Ólafsson, Bjarni Ásgeirsson, Berg- ur Jónsson. Mentamálanefnd: Gnðbrandur ísberg, Einar Arnórsson, Berndarð Stefánsson, Halldór Stefánsson, Sveinbjörn Högnason. Allsherjareefnd: Einar Arnórs- son, Jón Ólafsson, Bergur Jóns- son, Þorleifur Jónsson, Sveinbjörn Högnason. Sósíalistar téku engan þátt í skipun nefnda. Eftirtekt vekur að Magnús Torfa- son er ekki kosinn í neina nefnd. Kvað hann telja sig utanflokka. Fjárlagafrumvarpið 1933. Útgjöld áætluð kr. 11,2 milj. Er það sama upphæð og í gildandi fjárlögum. í fjárlagafrumvarpinu er sára- lítið ætlað til verklegra fram- kvæmda. Til akvega aðeins 150 þús., til brúargerða 60 þús., til símalína 60 þús., til vita 65 þús. Til vaxta og afborgana ríkisskulda eru áætlaðar 3 milj., svo skiljan- legt er þó að lítið sje til verklegra framkvæmda. Stjdrnarfrumvörpin eru flest afturgöngur frá síðustu þingum. Þar á meðal er fimtar- dómurinn og „Ömmufrumvarpið". Landsfundur Sjálfstæðismanna hófst á mánudag. Er hann fjöl- sóttari en nokkru sinni fyr. Verð- ur tæplega lokið þessa viku. Ágæt stemning. Flugferöir. Hingað er kominn Guðmundur Grímsson dómari frá Dakota, sá sami sem var hjer á Alþingishá- tíðinni, og var þá gjörður að doktor við Háskóla íslands. Hann er sendur af ameríska flugfjelag- inu Transamerikan til að fá leyfi fyrir að fljúga hjer póstflug. Er áformað að byggja hjer flughöfn flugskála, loftskeytastöö og fleira viðvíkjandi flugferðum. Flugfjelag þetta hefir samkvæmt tilvísun og ráðlegging Vilhjálms Stefánssonar undirbúið póstfiug milli Chicago og Evrópú, og tel- ur fjelagið nú fullvíst að takast megi að halda uppi daglegum flugferðum um leiðina Chicago norður yfir Canada til Grænlands, yfir jökulinn og hingað og ti Færeyja. Fjelag þetta sendi Cram- er í sumar. Ætlaö er að hafa ti ferða þessara stórar þrímótora flugvjelar og þelm ætlað að ann- ast póstflutninga þessa leiö, sem verði tveggja til þriggja sólarhringa flug, hafi 10 áfangastaði, og verði skift um vjel og flugmenn við hvern áfanga. Guðmundur telur undirbúnings- verk taka 2 eða 3 dr þegar leyfi sjeu fengin í Grænlandi, hjer og í Færeyjum. Fjelagið óskar engra sjerrjettinda, nema að öðru Banda- ríkjaflugfjelagi sje ekki veitt sams- konar leyfi næstu 15 ár. Sjera Sveinn Víkingur hjelt fyrirlestur síðastl. sunnu- dag í barnaskólanum á Seyðisfirði fyrir fullu húsi áheyrnnda. Efni ræðunnar var: Kristilegt barna- uppeldi og nýja kverið. Gunnar Benediktsson, fyrverandi prestur í Saurbæ, hafði nokkrum dögum áður flutt hjer erindi, sem hann nefndi sama nafni. Var ræða sjera Sveins andmæli gegn kenn- ingum hans um kristindóm og kristindómsfræðslu. Var það flestra manna mál, að þar væri rösklega tekið á móti og mælt af sannfær- ingarkrafti og með rökvísi. Var ræöu hans tekið með fögnuði af áheyrendum. Mannalát. Nýlega er látinn hjer í bænum Stefán Jónsson, faðir Jóns Stef- ánssonar kaupmanns. Stefán heit- inn var 67 ára aö aldri. Hann var gamall borgari á Fáskrúösfirði, að góðu kunnur. Þá er og nýlega látin hjer í bænum Sigurveig Jónsdóttir, kona Björgvins Guðmundssonar trje- smiös. Ung kona og vel látin. Lætur eftir sig 2 kornung börn. LJÓMA-sffljörlíki er hiB besta smjörlíki, sem framleitt er á íslandi. Ábyrgð er tekin á, að í þvf eru fleiri tegundir I af fjörefni (vitamin) en í venjulegu smjifri. £$ 1111 n$2 Húsmæður! Reynið smjörjíki þetta og þjer munið sannfærast um gæðí þess. Ljömi fæst í flestum verslunnm bæjarins. Bö Þegar þjer kaupið smjör- Ifki, þá biðjið um Eldur! Eldurl Munið að tryggja hús yðar og aðrar eignir fyrir eldinum, áður en byrjað er að loga í þ«im. — Hvergi betri kjör en hjá The Eagle Star & British Dominions Insurance Co. Ltd. London. Umboðsmaður fyrir Austurland: Benedikt Þórarinsson Seyöisfirði. Kæru húsmæðurl Til þess að spara fje yðar, tíma og erfiði þá notiö ávalt: Brasso fægilög Silvo silfurfægilðg Zebo ofnlög Zebra ofnsvertu Reckitt’s þvottabláma Windolene glerfægilög Fæst í öllum helstu verslunum á Austurlandi. í heildsölu hjá Kr. Ó. Skagfjorð Reykjavík. Grasbýlið Eiríksstaðir viö Seyðisfjörð er tii sölu og ábúðar í næstkomandi far- dögum. Semja ber 'jvið undir- ritaöan eiganda fyrir lok apríl- mánaðar. Eiríksstöðum, 30. janúar 1932. Þðrarinn Þórarinsson. Góð bók ersígild, en œvarandi eign sje hún vel og smekklega bundin. Fougners-bókband.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.