Austfirðingur - 12.03.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 12.03.1932, Blaðsíða 2
2 AUSTFlRölNGUR Útgerðarmenn og kaupmenn! Eftirspurn eftir fiskilínum og línutaumum frá JAMES ROSS & Co. Ltd. fer árlega í vöxt. Þeir, sem notað hafa línur frá þessu firma, viðurkenna að þær sjeu hinar sterkustu og endingarbestu, sem flust hafa tii landsins. Leitið yöur upplýsinga um verð og gæði áður en þjer festið kaup annarsstaðar. Gísli Jónsson. sem fundurinn samþykti, og verð- ur því útdráttur að nægja. — Fjárhagsmál. 1. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vítir fjármálastjórn ríkisins á undanförnum árum, en þó sjer- staklega það, aö ríkisstjórnin hefir leyft sjer stórkostlegar fjár- greiðslur umfram heimildir fjár- laga og sumpart fjárgreiðslur, sem engar heimildir eru fyrir, og jafnvel gagnstæðar landslög- um. 2. Landsfundurinn lítur svo á, að fjársóun stjórnarinnar sje meg- insök í því, að fjárkreppan sverf- ur nú svo fast aö landsmönn- um: a. með því að eyða jafnharðan því stórfje, sem inn í ríkis- sjóðinn hefir komið umfram áætlun og hækka þannig, með samkepni við atvinnuvegina um vinnukraftinn, kaupgjald í landinu, og stuðla að stórum auknum innflutningi og óhag- stæðum greiðslujöfnuði við önnur lönd. b. Með því að taka stórlán er- lendis, sem bæði hefir orðið til þess að auka enn frakleg- ar það, sem nú hefir \erið nefnt og til þess að frasta því, að afleiðingar hallans á þjóð- arbúskapnum kæmi í ljós og lagfæring kæmist á. c. Með því að tæma svo fjár- sjóði þess opinbera og láns- traust, að litlir möguleikar eru nú til þess, að hið opinbera geti gert þær ráðstafanir, sem dregið geti úr afleiðingum kreppunnar. 3. Landsfundurinn skorar á Alþingi að taka fast í taumana í fjár- málum, og bendir áþessarleið- ir til dæmis: a. Að setja í fjárlög ákvæði í samræmi við tillögur Sjálf- stæðismanna í fjárveitinga- nefnd neðri deildar á síðasta Alþingi um það, að ríkisstjórn- Inni sje óheimilt að fara fram úr útgjaldaheimildum fjárlag- anna. b. Að leggja niður þar sem það er mögulegt, og aunars draga úr kostnaði við þær stofnan- ir og þau fyrirtæki, sem rík- Ið hefir sett á fót á síðustu árum, og gera breytingar á lögum, þar sem þess er þörf í því skyni. c. Að draga til muna úr starfs- mannafjölda ríkisins, sjerstak- lega þeim hóp, sem á síð- ustu árum hefir verið bætt við. 4. Landsfundurinn telur, að stefna beri að því, aö ríkissjóður verði skuldlaus, og harmar það spor, sem á síðustu árum hefir verið stígið aftur á bak í þessu efni með gífurlegum lántökum. I skattamálum voru samþykt mótmæli gegn hækkun tolla og skatta, yfirlýsing um aö óheppilegt væri að hlutfall beinna skatta og óbeinna raskaðist frá því, sem nú er, og yfirlýsing um nauðsyn þess, að Msetja nú þegar ákvæði um niðurfærslu fasteignamatsins meðan kreppan varir". í Landbúnaöarmálum voru sam- þyktar margar og ítarlegar tillög- ur, meðal annars þessi: „Landsfundurinn lítur svo á, aö skuldaverslunin sje eitt af því, sem fjárhagslegu sjálfstæði bænda stafi mest hætta af, og hafi stór- spillandi áhrif á hugsunarhátt þeirra og fjárhagslega afkomu alment. þessvegna beri að leggja alt kapp á að útrýma henni“. í Kaupgjalds- og atvinnumálum voru samþyktar þessar tillögur: 1. Að eftirleiðis verði fylgt þeirri reglu, að hið opinbera hagi svo framkvæmdum sínum, að það gæti þeirrar tvöföldu skyldu, að forðast að stofna til óeðli- legrar og skaðlegrar samkeppni við atvinnurekstur landsmanna, svo, aö dregið verði úr vand- ræðum verkalýðsins með aukn um framkvæmdum ríkisvaidsins á krepputímum. 2. Að unnið verði að því, að laun æðri sem lægri starfsmanna fær ist til samræmis við gjaldþol atvinnuveganna. 3. Að Sjálfstæðisflokkurinn láti í samráði við atvinnurekendur rannsaka hvort ekki sje heppi- legra að breyta skipulagi stærri atvinnufyrirtækja á þann veg, að verkamenn fyrirtækisins yrðu sjálfir að einhverju leyti með- eigendur í fyrirtækinu. 4. Að Hagstofunni verði falið að reikna út og birta árlega til at- hugunar og leiöbeiningar fyrir atvinnurekendur og vinnuþiggj- endur, hvað sje hæfilegt kaup- gjald í einstökum hjeruðum miðað við kaupgjald og verð- lag árið 1914. Afuröasala og stuöningur við framleiðsluna. í þessum málum lýsti fundurinn því yfir, að hann teldi óheppiiegt hve tómlát stjórn- in hefði verið um að sporna við þeirri tollhækkun, sem orðið hefði erlendis á íslenskum landbúnaðar- vörum. Þá var lögð áhersla á það, waö innlendri framleiðslu notist sem best sá markaður, sem er í landinu sjálfu" og bent á að rjettmætt gæti verlð að inn- lend framleiðsla nyti nokkrar toll- verndar. Ennfremur var samþykt aö stuðla af fremsta megni að aukinni ræktun matjurta og sölu þeirra innanlands. Þá var samþykt tillaga um að vinna áfram að undirbúningi raforkumálsins, þótt framkvæmdum yrði að fresta í bráð vegna fjárhagsöröugleika. í iðnaðarmálum var samþyktur fjöldi tillagna þar á meðal „að brýna fyrir verslunarmönnum og iðnaðarmönnum að koma á sam- vinnu sín á milli um aukningu innlendrar iðnaðarframleiðslu og sölu á henni“. í samgöngumálum á landi var lögð höfuðáhersla á „að tengja saman, með góðum bílfærum veg- um, hinna ýmsu landshluta“, meðal annars „að tengja Austur- land og Vestfirði við Norðurland" og sameina bygðina í þessum landshlutum með vegakerfi. í samgöngumálum á sjó var lögð höfuöáhersla á, að halda uppi flóabátaferðum, til aö bæta samgöngur þeirra hjeraða, sem verst verða úti um samgöngur á landi. Þá var að endingu því lýst yfir um póstferðirnar, „að breytingar þær á póstgöngum á landi, sem gerðar hafa verið á síðastliðnu ári, sjeu í mörgum tilfellum til hins vera og í sumum tílfellum alveg óviðunandi". Þistlar. —o— 1. Nú eru liðnir 11 mánuðir síðan þeir atburöir gerðust, sem Ijótastir eru í íslenskri stjórnmálasögu. Þegar Framsókn hleypti upp Alþingi 14. apríl 1931 með misnotkun konungs- valdsins, var tiiefnið það, að önnur deild þingsins hafði samþykt að af- nema úr stjórnarskránni ákvæöi, sem fyrirbyggir rjettlátan grundvöll kosn- inga í landinu. Aðalvopn Framsóknar f kosningabaráttunni var Reykjavíkur- grýlan. Landsmenn áttu að leggja blessun sína yfir óhæfa og gerráða fjármálastjórn undanfarinna ára, í þeim loflega tilgangi aö halda fyrir íbúum Reykjavíkur rjettri hlutdeild um æðstu stjórn þjóðmálanna. Reykja- víkurgrýlan var sigursæl. Á henni flaut Framsóknarflokkurinn til meiri- hlutaaðstöðu á Alþingi, þótt ekki hefði nema rúman þriöjung Iands- manna að baki sjer. 2. Þegar þetta er ritaö er ekki vitað meö vissu um tiliögur Framsóknar í kjördæmamálinu. En það er fullyrt, að þeir geri ráð fyrir að þingmenn Reykjavíkur verði framvegis 7 eða 8. Svona hefir aðstaðan breyst á þess- um 11 mánuöum. Flokkurinn, sem ekki hikaði við að brjóta stjórnar- skrána og traðka hyrningarsteinum þjóðskipulagsins til þess að fyrir- byggja fjölgun þingmanna í Reykja- vík, ber nú sjálfur fram tillögur um aö tvöfalda þingmannatöluna þar! 3. Framsókn sá brátt, að ekki var kleift að standa gegn kröíunum um endurbætur á úreltu skipulagi kjör- dæma og kosninga. Þegar stjórnin bar fram tillögu um að skipa milli- þinganefnd í mállð vai flóttinn þegar brostinn í liðið. Og flóttinn eykst og verður rekinn uns yfirlýkur. f Reykjavík skrifuðu 9000 kjósendur á tveim dögum undir áskorun til Al- þingis um að færa kjördæmamálið í rjettlátt horf. Þaö er álíka fjöldi og greiddi þar atkvæði viö þingkosning- arnar síðustu. 4. Þegar stjórnarskrármálið kom til 1. umr. á Alþingi fyrir skömmu hafði forsætisráðherra það helst til varnar gegn afgreiðslu þess, á þessu þingi, aö fjármálum ríkissjóðs væri svo komið, að Alþingi þyrfti að einbeina kröftum sínum til rjettingar honum. En hverjir eru fyrst og fremst valdir að fjárhagsörðugleikum ríkissjóðs? Það eru einmitt mennirnir, sem nú vilja sitja yfir hlut ýmsra stærstu gjald- enda þjóöarinnar. Þessir menn eiga að fá að bera þær byrðar, sem glapráö fjármálastjórn hefir lagt þeim á herð- ar, sama stjórnin sem ekki má vera aö því að sinna kröfum þeirra, um sjálfsögð mannrjettindi, af því að hún er að hagræða klyfjunum, sem á eru lagðar, og binda upp nokkra nýja pinkla. 5. Þjóöhollusta forkólfa jafnaðar- manna hefir nýlega sýnt sig í skýru Ijósi. f fyrra vetur var kaup háseta á íslensku togurunum 18—21 króna á dag. í/tgerðarmenn fóru fram á 15% lækkun á kaupgjaldi. Hefir staöiö í þrefi um þetta undanfarna mánuði, án þess tilslökun fengist af hálfu jafnaðarmanna. Afleiðingin varð sú, að íslensku togurunum var lagt upp jafnótt og þeir komu af ísfisksveið- um. En svo koma hingað Spánverjar og þá kom annað hljóð í strokkinn. Stjórn sjómannafjelagsins heimilaði hásetunum að skrá sig á spönsku togarana fyrir 12,50 á dag. Ef Spán- verjum tekst að stunda hjer fiskveið- ar með verulegum árangri, er brátt úti um markað fyrir aðalframleiðslu fslendinga í mesta neyslulandinu. Og nú senda íslenskir jafnaðarmenn ís- lenska sjómenn til að kenna hættu- legasta keppinautnum veiðiaðferðirn- ar — fyrir þriðjungi lægra kaup en heimtaö er af íslenskum útgeröar- mönnum I Verklegt vornámsskeið á Hallormsstað. Á komanda vori verður haldið námsskeið í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað í ýmsum verkleg- um fræðum. Gaman væri nú að vera orðinn ungur í annað sinn og eiga kost á að njóta kenslu góðra velmentaðra kennara á besta tíma ársins á einum fegursta stað landsins. Það væri gaman fyrir stúlkur, austanlands, sem hafa ástæður til þess, að taka þátt í þessu náms- skeiði, sem stendur yfir 6—7 vikna tíma og veitir kenslu í vefn- aði, matreiðslu, saumaskap og

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.