Austfirðingur - 12.03.1932, Blaðsíða 4

Austfirðingur - 12.03.1932, Blaðsíða 4
4 AUSTFIRÐINIGUR Iðnsýningin 1932. Avarp til iönaöarmanna. Iðnaðarmannafjelagið í Reykjavík hefir ákveðiö aö gangast fyrir almennri iðnsýningu á þessu ári og verður hún væntanlega opnuð um eða fyrir miðjan júní n. k. í Reykjavík. Sýning þessi á fyrst og fremst aö vera aimenn vörusýning, þar sem auðveldlega verður sjeð, hversu fjölbreyttur iðnaöur vor er, og að hann er fyllilega sambærilegur við erlendan iðnað að gæðum. Hinsvegar getur tæplega verið um listiðnsýningu aö ræða, til þess er undirbúningstíminn of stuttur. En hver tilgangurinn er með sýningu þessari, hversvegna til hennar er stofnað og hvers árangurs sje af henni að vænta, er nánar skýrt í greinargerö þeirri, er birtist hjer á eftir ávarpi þessu. Vjer undirritaðir, sem kosnir höfum verið til að hafa forgöngu í þessu máli, höfum sent brjef um sýninguna til þeirra framleiðenda og iðnaðarmanna, sem oss var kunnugt um. Vera má að ýmsir hafi þó af einhverjum ástæðum ekki fengið brjef vort, og jafnframt því, sem vjer biðjum þá afsökunar á þeim mistökum — því vjer viljum ná til allra — treystum vjer á þá, sem aðra framleiðendur, að Ieggj- ast á eitt með oss um að gera sýninguna svo fjölbreytta og full- komna, sem kostur er á, og meö þátttöku allra þeirra, sem hlut eiga að máli, getur þetta oröið voldug og merkileg sýning, sem markar tímamót í íslenskum iðnaðarmálum. Vjer skorum því á alla iðnaöarmenn og framleiðendur, hvar sem eru á landinu, að taka þátt f iðnsýningunni 1932 og senda einhverjum af oss undirrituðum tilkynningu um það fyrir l.apríln. k. og láta þess getið um leið, hvað þeir óska að sýna og hve stórt rúm þeir búist við að þurfa fyrir sýningarmuni sína. Vjer munum síðar tilkynna nánar um alt fyrirkomulag sýning- arinnar, en þeim, sem óska sjerstakra upplýsinga, veitir nefndin þær fúslega. í sýningarnefnd Iðnaðarmannafjelagsins. Jón Halldórsson Guöbjörn Guðmundsson trjesmíðameistari (form.) prentsmiöjustjóri (ritari) Skólavörðustfg 6. Brekkustíg 19. Guttormur Andrjesson byggingameistari (gjaldkeri) Bergstaðastræti 70. Um leiö og iðnsýningarnefndin birtir ofanritað ávarp, vill hún gera nokkra grein fyrir þeirri knýjandi þörf, sem hrint hefir af stað þessu sýningarmáli einmitt nú á yfirstandandi erfiðu tímum, svo og hverju slík sýning má til vegar koma. Til að draga ör því atvinnuleysi sem allsstaðar er fylgifiskur fjár- málakreppu þeirrar, sem nú geng- ur yfir heiminn, er það heróp allra þjóða tll landsmanna sinna, að nota fyrst og fremst innlenda framleiðslu og búa sem mest og best að sínu. Og hjá mörgum þjóðum þarf enga kreppu til þess aö heróp þetta gjalli. Þær eru sívakandi yfir mesta velfarnaðar- máli sínu: efling og notkun inn- lends iðnaðar og framleiðslu. Við íslendingar höfum hinsveg- ar fram að þessu látiö að mestu fara sem vildi um iðnað vorn. Við höfum látið okkur litlu skifta afkomu iðnaðarins og látiö ráðast hver örlög honum væru sköpuð er þrengdi að þjóðinni á sviði fjármála og viðskifta. Jafn- vel löggjafarvaldið hefir á mörg- um sviðum og í verulegum atrið- um í tollalöggjöf sinni tekið inn- lenda framleiöslu þeim vandræða- tökum, sem á ýmsum sviðum skapa erlendri framleiðslu betrl aðstöðu hjer á landi en vorri eigin. Nú hefir íslenska þjóðin þreytt um skeið fangbrögð við krepp- una og hafa iðnaöarmenn vorir Jónas Sólmundsson húsgagnasmiður Lækjargötu 6. goldið það afhroð í þeim við- skiftum, að atvinnuleysi er nú meira meðal þeirra en verið hefir um langt árabil. Og þó höfum vjer þá sjerstöðu á þessu sviði, aö hjer á landi þyrfti alls ekkert at- vinnuleysi að vera meðal iðnað- armanna, ef þjóðin notaði framar öðru eigin framleiðslu. Aldrei hefir því verið meiri þörf en nú á aukningu innlendrar framleiðslu, til að draga úr at- vinnuleysi og fjárhagsörðugleikum framleiðenda, iðnaðarmanna og þióðarinnar í heild. Aldrei á síðari áratugum hefir þjóðinni verið meiri nauösyn á því en nú, að búa sem mest að sínu í hvívetna og greiða götu innlendrar framleiðslu, með því að nota hana undantekningarlaust á öllum þeim sviðum, sem unt er. Aldrei hefir fslenskt löggjafar- vald haft meiri skyldur gagnvart íslenskum iðnaði en nú, þó ekki væri meira krafist honum til handa í tollalöggjöf vorri en jafnrjettis við þann erlenda iðnaö, sem hjer er boðinn þjóðinni að þarflausu henni til fjárhagslegs tjóns og auk- ins atvinnuleysis. íslenska þjóöin greiðir árlega aö óþörfu erlendum þjóðum fleiri miljónir króna í laun fyrir vinnu, sem hún sjálf getur int af hendi. Höfum vjer efni á þessu? Nei! því fer fjarri og þetta verö- ur að breytast. Til þess að vekja, enn betur en hjer verður gert, athygli á þessum Uppboðsauglýsing. Samkvæmt beiðni Útvegsbanka íslands h.f., Seyðisfirði, verð- ur opinbert uppboð haldið við Liverpolshús hjer í bænum mánu- daginn 21. þessa mánaðar, og hefst kl. 11 árdegis. Þar verður selt meðal annars fiskverkunartæki og veiðarfæri, tilheyrandi Jóni S. Björnssyni útgerðarmanni, Seyðisfirði, svosem: Fiskiábreiður, fiskþurkunargrindur, vaskakassar, börur, vigtir, iínur og línubelgir o. fl. Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Skrifstofu bæjarfógeta Seyðisfjarðar, 12. mars 1932. — settur. — staðreyndum og fleiri atriðum er iðnaðarmál vor snerta, er til sýn- ingarinnar stofnað á komandi sumri. Auk þess, að þar verður sýnis- horn af allri framleiðslu vorri og iðnaði, sem er fjölþættari en marg- an grunar, verður þar dregið fram á einfaldan en skýran hátt hver aðstaða iðnaði vorum er veitt af þjóð og þingi. Verður með línu- ritum sýnt, að svo mikiu leyti sem unt er, hve mikið vjer flytjum inn af vörum sem vinna mætti hjer á landi, hverjar erlendar vör- ur þjóöin notar fremur en sam- bærilegar innlendar, hvernig ýms- um iðnaði vorum er íþyngt með tollum umfram erlenda tramleiðslu o. s. frv. Takmatk sýningarinnar verður því í höfuðdráttum þetta: 1. Aö vekja athygli á öllum innlendum iðnaði og framleiðslu, í stórum og smáum stfl, með því að safna öllum sýnishornum sam- an á einn stað og koma þeim svo fyrir, aö eftir þeim sje tekið. 2. Að sýna, að svo miklu leyti sem unt er, hve mikið þjóðin greiöir árlega að þarflausu er- lendum þjóðum í vinnulaun, með- an hún sjálf stynur undir oki at- vinnuleysisins. 3. Aö opna augu almennings fyrir því menningarlega og fjár- hagslega gildi sem það hefir aö nota framar ööru framleiðslu sinn- ar eigin þjóðar, og 4. Aö brjóta skörð í þær stíflur sem hefta eðiilega þróun iðnaðar- ins og veita fram þeim lífsstraumi þjóðarinnar, sem fólginn er f Ijósri meövitund um að „sjálfs er hönd- in hollust" og „holt er heima hvat“. En til þess að þessu takmarkí verði náð, er það mikilsvert at- riði, aö allir fslenskir framleið- endur, stórir og smáir, taki þátt f sýningunni! í ráði er, að í sambandi við sýninguna verði sjerstök söludeild, og verða þá jafnframt teknir þar til sýnis og sölu ýmiskonar heim- ilisiðnaðarmunir, er nefndinni kunna að berast. Þá er og þess að geta, að í sambandi við sýninguna verða væntanlega flutt útvarpserindi um („His Masters Voice“) með mörgum plötum til sölu. Veiðið aðeins 100kr. Jónas LiIIiendahi. LJÓhA-smjörlíki er hið besta smjörlíki, sem framleitt er á fslandi. Ábyrgð er tekin á, að 1111 í því eru fleiri tegundir 1 i 11 af fjörefni (vitamin) en 1111 í venjulegu smjöri. $2 Húsmæður! Reynið smjörjíki þetta og þjer munið sannfærast um gæði þess. Ljómi fæst f flestum verslunnm bæjarins. Þegar þjer kaupið smjör- líki, þá biðjið um y Eldur! Eldur! Muniö að tryggja hús yðar og aðrar eignir fyrir eldinum, áður en byrjað er að loga í þeim. — Hvergi betri kjör en hjá The Eagle Star & British Dominions Insurance Co. Ltd. L o n d o n . Umboðsmaður fyrir Austurland : Benedikt Þórarinsson Seyðisfirði. iðnað þann og iðngreinar, sem á sýningunni verða og ýmiskonar auglýsingastarfsemi notuð, auk alls annars, sem gert verður í sambandi við hana. Auk þess mun nefndin af fremsta megni leitasi við að gera alt, sem má verða iðnaöarmálum vorum til fremdar. íslenskir iðnaðarmenn! Það er víst, að enginn yðar hefir efni á því, að taka ekki þátt í sýning- unni. Minnist þess, að framtíð yðar er ef til vill aö miklu leyti kom- in undir árangri þeim, sem af sýningunni næst, en árangurinn af henni er að öllu leyti kominn undir þátttöku yðar. F. h. sýningarnefndarinnar. Guöbj. Guömundsson.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.