Austfirðingur - 26.03.1932, Blaðsíða 2
2
AUSTFIR&lNGUR
Útgerðarmenn og kaupmenn!
Eftirspurn eftir fiskilínum ©g línutaumum frá JAMES ROSS & Co.
Ltd. fer árlega í vöxt. Þeir, sem notað hafa línur frá þessu firma,
viðurkenna aö þær sjeu hinar sterkustu og endingarbestu, sem flust
hafa til landsins. Leitið yður upplýsinga um verð og gæði áður en
þjer festið kaup annarsstaðar.
Gísli Jónsson.
tekinn flokk, og þá verða atkvæði
hans og þingsæti hans sjálfs talið
þeim flokki við útreikning kosn-
ingarinnar, eða þá í þriðja lagi,
að hann verður að gefa yfirlýs-
ingu um, að hann sje utanflokka
og styðji engan tiltekinn flokk.
Frambjóðandi, sem í raun og veru
væri ákveðinn flokksmaður, myndi
naumast gefa slíka yfirlýsingu; en
ef vitanlegt yrði um, að þingmað-
ur tæki aðra afstöðu heldur en
þá, sem framboðsyfirlýsing hans
segir, gæti löggjöfin, ef þurfa þætti,
sett viðurlög og komið fram refs-
ingum, þar á meðal fyrst og fremst
missi þingmensku, aö undangengn-
um dómi. Eru í mörgum löndum
sjerstakir dómstólar, sem úrskurða
öll vafaatriði viðvíkjandi kosning-
um til löggjafarsamkomunnar, og
gætu menn hugsað sjer, að slík
brot heyrðu undir þess konar dóm-
stól, ef þörf þætti að gera ráð
fyrir þeim.
b. Myndun yfirskinsflokka.
Sumum hefir komið til hugar,
að það gæti valdið óeðlilegri
þingmannafjölgun, ef meirihluta-
frambjóðandi í einu fámennu kjör-
dæmi tæki sjer og kjósendum
sínum sjerstakt flokksheiti. Mundi
þá kjósendataia þessa þingmanns
verða hlutfallstala kosningarinnar,
og gæti hún orðið svo lág, að
tala þingmanna færi fram úr öliu
valdi.
það er alveg sjálfsagt, að þegar
hugtakið þingflokkur er komið
inn í stjórnarskrána sem grund-
vallandi hugtak um skipun Alþing-
is og Alþingiskosningar, þá verð-
ur löggjöfin að gera skil á því,
hvað í hugtakinu felist, eða hvaða
skilyrðum þeir flokkar þurfi að
fullnægja, sem geti notið þess
rjettar, sem stjórnarskráin veitir
þingflokkum. Aðaleinkenni hvers
þingflokks í venjulegum skilningi
er það, að á bak við hann standi
sjerstakur landsmálaflokkur eða
skoðanaflokkur meðal kjósend-
anna. I kosningalögum þarf því
að setja skilyrði um það, hvað
þurfi til þess að flokkur geti kom-
ið þar fram sem sjerstakur lands-
málaflokkur. Til fyrirmyndar um
ákvæði þessu viðvíkjandi má að
nokkru leyti hafa ákvæði úr kosn-
ingalögum Dana. Þar er að vísu
ekki hlutfallskosning í sambandi
við einmenningskjördæmi, heldur
hlutfallskosning í fleirmennings-
kjördæmum, en þar eru einnig
uppbótarsæti, sem eiga að koma
til úthlutunar á milli þingflokkanna
eftir svipuðum reglum og hjer er
farið fram á, og þessvegna hefir
ekki orðið komist hjá því að á-
kveða f kosningalögum þeirra.
hvaða skilyrði þeir flokkar eigi
að uppfylla, sem geta komið til
greina við úthlutun uppbótarsæta.
þessi skilyrði eru tvennskonar.
Annarsvegar eru skilyrði, sem
þarf að fullnægja áður en fram-
boð eru fullgerð og kjörseðlar bún-
ir til. Engir flokkar eru teknir
undir flokksmerki á kjörseðla,
nema þeir fullnægi þessum skil-
yrðum. — Hinsvegar eru skilyrði
um atkvæðamagn viö kosninguna
sem koma ekki til greina fyrr en
eftir á, þ. e. við útreikning á hlut-
fallstölu og úthlutun uppbótarsæta.
Til þess að átta sig á því, hvaða
skilyrði er eðlliegt að setja um
þetta, má t. d. líta á Kommunista-
flokkinn hjer við kosningarnar
1931. það er engum efa bundið,
að hann er landsmálaflokkur í
þeim skilningi, að hann hefirsjer-
stakar landsmálaskoðanir. Hann
hafði frambjóðendar í kjöri í 5
kjördæmum, og þessi 5 kjördæmi
dreifðust á 3 af þeim 6 hlutfalls-
kjördæmum, sem Iandið alt skift-
ist í. í þessu lýsir sjer einmitt mis-
munurinn á skoðanaflokki og t.
d. hagsmunasamtökum einhvers
Iandshluta, sem menn líka gætu
hugsað sjer, að stofnað yrði til í
þeim tilgangi að ná viðurkenningu
sem þingflokkur. Það er auðsjá-
anlega eðlilegt að krefjast þess af
landsmálaflokki, að hann hafi fram-
bjóðendur í tilteknum lágmarks-
fjölda kjördæma, og að þau kjör-
dæmi dreifist á hæfilega marga
landshluta. Ef við t. d. gerðum
þá kröfu, að frambjóðendur yrðu
í 6 kjördæmum hið fæsta, og að
þau dreifðust á 3 hlutfallskjördæmi
a. m. k., þá er þar með algerlega
útilokað, að fámennur kjósenda-
hópur í einu eða tveimur kjör-
dæmum geti með samtökum mynd-
að svo lága hlutfallstölu, að af
því leiðl óeðlilega þingmannafjölg-
un.
í Danmörku eru ennfremur á-
kvæði um það, að fyrir kosning-
una verður hver landsmálaflokkur
sem ekki hefir áður verið viður-
kendur, að Ieggia fram meðmæli
frá 10 þús. kjósendum, en það
samsvarar nálega venjulegum at-
kvæðafjölda fyrir l1/* þingmann.
Eitthvaö slíkt mætti auðvitað
orða hjer, en hitt væri þó brota-
minna og tryggilegra, aö áskilja
auk framboðanna, að flokkur, sem
hefði ekki fengið fleiri en einn eða
tvo þingmenn kosna, gæti ekki
komið til greina við útreikning á
hlutfallstölu eða úthlutun uppbót-
arsæta, ef hann hefir færri en
allra greiddra atkvæða á kosinn
þingmann sinn, eða hvorn þeirra,
ef tveir eru kosnir. Slíkt ákvæði
mundi í framtíðinni þýða það, að
einn eða fleiri þingmenn kosnir af
flokki með svo litlu atkvæðafylgi
yrðu skoðaðir sem utanflokka-
menn við útreikning kosningar-
innar.
c. Samtök fámennra kjördæma.
Þá hafa menn ennfremur gert
sjer í hugarlund, að nokkur fá-
menn kjördæmi víðsvegar um
land gætu haft samtök sin á milli
um það, að meirihluti kjósenda
í þeim myndi sjerstakan lands-
málaflokk, og ef þau fengju fram-
bjóðendur sína kosna í flestum
eða öllum þessara kjördæma, án
þess að hafa frambjóöendur í
kjöri jafnframt í öðrum kjördæm-
um, þá gæti þarna komið fram
flokkur með fáa þingmenn og
svo lága hlutfallstölu, að leiddi til
óhóflegrar þingmannafjölgunar.
Þegar litið er á fólksfjölda nú-
verandi kjördæma, er það alveg
ljóst, að í slíkum samtökum yrðu
fámenn sveitakjördæmi að vera
eingöngu, eða a. m. k. öll uppi-
staðan. Sú afleiðingin, sem næst
lægi, yrði auðvitaö, að þessi fá-
mennu kjördæmi yrðu svift sjálf-
stæði sínu og lögð saman við
önnur kjördæmi. En nú er þaö
vitanlega einkum vegna hagsmuna
hinna fámennu kjördæma, sem
stungið er upp á að halda skift-
ingunni í einmenningskjördæmi,
og það er þess vegna afarósenni-
legt, að einmitt þau kjördæmi,
sem talið er, að eigi hagsmuni
sína undir þessu, færu að gera
samtök, sem hlytu að leiða af
sjer annaðhvort niðurlagningu
þeirra sjálfra sem sjálfstæðra kjör-
dæma, eða þá sterka óánægju
með tilhögunina í heild, sem leiddi
til þess, að horfið yrði að hlut-
fallskosningum í fleirmenningskjör-
dæmum. En þó þannig megi telja
afarólíklegt, að slíkt komi fyrir,
þá þykir rjett að benda á, aö til
er leiö til þess að hindra þetta,
sem mundi beinlínis leggja nokk-
urskonar refsingu á þá kjósendur
sjálfa, sem vildu ráðast í slík sam-
tök, sem hjer var lýst.
Þess hefir áður veriö getið, að
takmörkun á tölu uppbótarsst-
anna er ósamrímanleg þeirri til-
högun, sem við höfum stungið
upp á. Þetta þýðir þó ekki annaö
eða meira en þaö, aö ef menn
vilja setja takmörk fyrir tölu upp-
/(iönd vividit tfiiwvi.
Undarlegt er ípland. —
Haustkvöldin í fyrra veröa öllum ógleymanleg. Um miðjan sept-
ember var molluhiti dag eftir dag, stundum 20 stigogmeira. Loftið var
hlýtt og mjúkt eins og dúnsvæflar. Fjörðurlnn lá spegilsljettur, djúpur
og þögull. Menn drógu andann varlega, til að raska ekki hinni voldugu
kyrð. Náttúran hafði tekið á sig værðir og brosti í svefninum eins og
lítið barn, sem dottið hefir útaf frá leik sínum. Miðaldra hjón urðu hljóð
og angurblíð, gleymdu dagsins striti og hugsuðu um fornar ástir. Svona
var haustið í fyrra.
Nú er missiri liðið. Fjörðurinn er spegilsljettur, fjöllin snjólaus að
kalla, loftið hlýtt og góðviðrisslikja yfir landinu. Þá var haustið í nánd.
Nú á vorið að koma.
Þetta land heitir /sland. Við vitum að það ber nafn með rjettu.
„Landsins forni fjandi“ hefir verið að ávarpa okkur. Hann ryðst ekki
óvörum inn á okkur eins og f gamla daga. Hann hefir tamið sjer nú-
tímakurteisi eins og aðrir góðir íslendingar og sendir bara nafnspjaldið
sitt til að minna á sig. En það fer hrollur um okkur, þó við sjáum ekki
meira en nafnspjaldið. Svona erum við — hinir sjálfstæðu, þóttafullu nú-
tíðarmenn — háðir náttúrunni,' þrátt fyrir rafmagn, miðstöðvarhitun og
útvarp. Og hvernig á annað að vera, en að geigur sje í okkur? Það er
ekki nema rúmur mannsaldur síðan fólkið þusti úr landi fyrir óáran
og hallæri.
Jeg hefi stundum verið ab velta fyrir mjer einni spurningu: Efsvo
hefði staðið á, þegar Haraldur hárfagri ruddist til valda í Noregi, að menn
hefðu haft sömu þekkingu og nú á „jarðarkringlunni", að samgöngurn-
ar hefðu verið komnar til nútímahorfs — hefðu forfeður okkar þá leitað
til íslands? Hefðu þeir ekki farið til Nýja Sjálands eða Kanada eða
Argentínu?
En hefðu eftirkomendur þeirra eftir þessi þúsund ár verið nokkru
bættari ?
Ef ísland hefði verið hlutafjelag, hefðu axíurnar stigið um mörg
hundruð prócent síðustu 40 árin. Við vitum nú, að fsland á ekki ein-
ungis náttúrufegurð, heldur einnig náttúruauð. Qæfa landsins faldi með-
vitundina um auðlegð þess, meðan við lutum erlendu valdi. Það var ekki
fyr en þjóðarvitund íslendinga var að fullu vöknuð, að lykillinn fanst að
járhirslunum.
Dutlungaland —og dutlungaþjóðl Hundrað þúsund mennáhundr-
að þúsund ferkílómetrum. Þarf að ryðjast og stjaka, ýtast og hatast?
Er ekki nægilegt verkefni handa hverjum og einum? Er ekki moldin
gljúp og gróðursæl? Bjóða ekki fiskimiðin ómetanlega auðlegð?
Við erum háðir náttúrunni umfram flestar þjóðir. Og við erum
tengdir náttúrunni. —
Náttúran hefir verið „gjöful og góð“ á undanförnum árum. Það
er eins og hún hafi viljað ganga á undan landsins börnum með góðu
eftirdæmi. Er ekki tími til kominn að hætta illindunum, uppræta tor-
trygnina, taka höndum saman og njóta í bróðerni þeirra gjafa, sem
náttúran býður?
— Já, undarlegt er ísland. En er ekki þjóðin, sem byggir það,
ennþá undarlegri? (19.—3.) Huginn.