Austfirðingur - 26.03.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 26.03.1932, Blaðsíða 1
AUSTFIRÐIN6U 3. árgangur Seyðisfirði, 26. mars 1932 9. tðlublaö „íslenska vikan". Eitthvert sárasta vopniö, sem oft hefir veriö béitt í styrjöldum hefir verið flutningabannlö til 6- vinaþjóðanna. Menn þekkja hvern- ig þessu vopni var beitt . í Napoleonsstyrjöldunum og í heims- styrjöldinní miklu var það eitthvert áhrifamesta herbragðið. Eins og viðskiftum nútímans er háttað, er ekki hægt að benda á neina menn- ingarþjóð, sem svo sje sett, aö hún þurfi ekki aö sækja einhverj- ar nauðsynjar til annara landa. Fyrir aldarfjórðungi var okkur kent, að voldugasta þjóð heims- ins, Bretar, mundu líða matar- skort, ef aðflutningar þar til lands teptust, þótt ekki væri nema þriggja vikna tíma. Svo mikið .áttu Bretar þá undir því að milHlandaviöskift- in hjeldust ótrufluö. Kreppan, sem yfir heiminn hef- ir gengið hin sfðustu misseri, hef- ir orðið sú neyð, sem kent hefir margri naktri konu að spinna. Nú keppast öll ríki aö því, aö kom- ast sem mest af með þær vörur, sem framleiddar eru í landinu sjálfu. Kjörorðið er nú hvarvetna „að búa að sínU" og hefir áður verið vikið að þeirri nauðsyn, að því er íslendinga sneríir, hjer í blaðinu. * * Ýms merk fyrirtæki og fjelög í Reykjavík hafa gengist fyrir því, að haldin yrði hjer á landi »ís- lensk vika", dagana 3—10 apríl n. k. Segir svo meðal annars í ávarpi forgöngumanna: . . . „Tilgangurinn er fyrst og fremst sá, að sýna það og sanna hverjir möguieikar eru á því, að þjóðin búi sem mest að sínu. Hitt liggur ef til vill frekar í augum uppi, að henni er það lífsnaud- syn, ekki síst í slíku árferði sem nú tr. Margar menningarþjóðir, ogþar i meðal frændþjóðir okkar, hafa fyrir allmörgum árum hafist handa um slfka starfsemi sem þessa. Og 'hefir henni verið haldið áfram ír- lega. En það er í fyrsta skifti nú, sem gangskjðr verður gerð að því, að hvetja alla íslensku þjðð- ina til þess að kaupa og nota eingöngu íslenskar vörur í eina viku og reyna hvernig henni gefst það. Mætti þá af því leiða, að fslendingar sannfærðust um það, að meira mætti oinnig nota af íslenskum nauðsynjavörum aðrar vikur ársins en gert hefir verið hingaö til. En því meiri þörf er samúðar og skilnings allra lands- manna um framkvæmd þessa máls, sem verkið er seinna hafið." # Meö rjettu er kvartað yfir fá- breytní íslenskrar framleiðslu. I hugum flestra er hún lítíð annaö en saltkjöt og saltfiskur. Vöruskrá- in, sem forgöngumenn „íslensku vikunnar" hafa gefið flt, ber þess ljóst vitni, að fslensk framleiðsla er miklu fjölbreyttari og íslenskur iðnaður miklu lengra I veg kom- inn en almenningur gerir sjer í hugarlund. Er það óblandið gleði- efni. Flestir halda víst, að ekki veröi ræktaður hjer á landi að neinu marki annar garðmatur en rófur og kartöflur. En hvað segja menn um þessa upptalningu: tóm- atar, vínber. meJónur, agúrkur, greskar, asíur, baunir, sultuagúrk- ur, dill, hvítkál, blómkál, rabar- bari, kartöflur, rófur, næpur, radís- ur. Alt þetta er ræktað á fslandi, á sama búinu. En þess er þó aö gæta að þar nýtur jarðhlta. Og er hætt við að rýr yrði uppsker- an, þðtt „sáð yröi til" vfnberja og mc-lóna á „köldurn stöðum". * * Þaö sem hjer fer á eftir er tal- ið í framleiðsluskrá „íslensku vik- unnar": Aktýgi, amboð, blikksmíði, blóm, blómapottar, bókband, brauð og kökur, brjóstsykur, burstar, bök- unarefni, efnagerðarvörur (kemlsk- ar vörur), eggjaframleiðsla, fata- efnl og fatnaöur karla og kvenna fiður og dúnn, fiskmeti, fóðurvör- ur, gasefni og súrefni, gerfilimfr og umbúðir, gosdrykkir, garðjurtir, ávextir og grænmeti, gull og silfur- smíði, hannyrðir, hreinlætisvörur, húsgögn, höfuðföt karla og kvenna, járnsmíði, kaffi brent og malað, kaffibætir, kalk, kex, kjötmeti, konfekt, krydd, lampaskermar, leðurvörur, legsteinar, leikföng, ieirbrensia, listiðnaður, ijósmynda- gerð, mjólkurafurðfr, myndsteypa, netagerð, prentun, prjónavörur, pylsur, saftir, saumur, sef- og reyr- munir, síld og síldarafurðir, sjó- klæði, skinn og gærur, skipa- og bátasmíði, skfði og sleðar, skófatn- aður, skrautmálun, smjör, smjör- Hki og feiti, steinsteypuvörur, sútun, sælgæti, söðlasmíði, segl og yfirgreiðslur, tjöld, trjeskurður, trje- smíöi, tunnusmfðf, ullarband, út- gerðarvörur, vagnasmíði, vefnað- anörur, vjelsmíði, járnsteypa, öl. Alt sem hjer var talið er fram- leitt að ðllu eða unnið í landinu sjálfu. f tljótu bragði virðist hjer talið flestalt sem þarf til daglegra þarfa. En hvað sem því líður, þl er sýnt, að „íslenska vikan" þarf ekki að verða nein „sjálísafneitun- arvika", á þeim stöðum, þar sem alt þetta fæst. * * * Ekki verður hjá þvi komist, að minnast ofurlítið fl málíð á vöru- skrá „íslensku vikunnar". Það er hálfgert hrognamál með köflum. Skal aðeins bent á nokkur dæmi af handahófi: álegg, áleggspylsur. Þetta er mesta „dellu danska", ógnar klaufaleg þýðing fl „Paalæg". Áskurður er skirra, en þó ekki viðfeldið. Hvernig væri að nota gamalt og gott íslenskt orð vlöbit? Hversvegna þarf ítalskt salat endi- lega að heita itialienskt salat? Malakoff og mortadtlla eru til- komumikil nðfn i bjdgum. En fleskarullupylsa er vont nafn i góöum mat, og hversvegna fleska ? Skúripúlver i vfst að vera íslanska! Netagerð er latmæli, sem virðist vera að ni fullri festu f málinu. En það mi eins tala um beramó eða eggaframleiðslu. Það heitir nety'agerð en ekki netagerð. Elnn auglýsandinn býður: allar kombin- ationir af kvíslpípum, og auk þess: Pílárar, rúnnir,ferstr.,fleiri statrö- ir, flata prófílerada. HvaÖa tungu- mál er þetta? * Svona mætti lengi telja. En I þetta er bent til þess að útgefend- urað vöruskránni vandi sig betur næst. Það er ekkert við því að segja, þótt ekki sjeu til íslensk heiti yfir hvað eina, sem í skránni stendur. Gæti það bent til þess, að meiri gróska sje nú á dðgum í íslenskum iðnaði en íslenskri tungu. Og mi viö slfkt una. En útgefendurnir verða aö endurskoða auglýslngarnar, svo að ekki sjáist í auglysingariti „íslensku vikunnar" veratu bögumæli og orðskrípi. Þetta var nú útúrdúr um auka- atriði. Netin eru vafalaust eins góð þótt þau sjeu framleidd í netagerð, og „pílirarnir" angu síðri, þótt þeir sjeu „rúnnir" og „prófílerað- ir«. — * * Ávarp forgöngumannanna endar i þeisa leið: „Hjer er aðeins um byrjun að ræða, eu tilgangurinn er að halda slfkri starfsemi Ifram ettirleiðis ár- lega. Og það mun gert verða í þeirri trú, að landsmenn geta að miklu leyti búið að sínu. Þeirw'tfa að gera það, og þeir verOa aö gera það, þegar önnur sund iok- ast. Heitum við hjermeð I alla góða íslendinga að veita traust fylgi góðu milefni. Minnist þess, að betra er hji sjálfum sjer að taka en sinn bróður að biðja." Austfirðingur vill eindregið taka undir þessi ummæli og skorar I lesendur sína að minnast jafnan kjðrorös .íslensku vikunnar": Kaupiö fslenskar vörur. Notfð fslensk skip. Kjördæmamálið. Hjer birtist niðurlagiö af köflum þeim úr nefndaríliti Jóns Þorlíkssonar og Pjeturs Magnðssonar í kjördæmamílinu, sem hófust í síðasta blaði. Qetur hver og einn, sem les þetta, sannfærst um að kenning Framsóknar um ðhæfilega þingmannafjölguh, sem leiða mundi af samþykt tillagna Sjllfstæðismanna, er blekking ein og firra. a. Framboö og kosning utan- flokksmanna. Það þarf ekki nema lauslega at- hugun til þess að sjl það, að framboð og kosning utanflokks- manna getur aldrei leitt til neinn- ar verulegrar fjölgunar i þing- mönnum eftir tillögum okkar. Ef utanflokkamaöur er kosinn í kjör- dæmi, þí er það í raun og veru sama sem fækkun á þeim ein- menningskjðrdæmum, sem geta valdið misræmi i milli flokkanna. Ef nokkur brögð verða að því, að utanflokkamenn nii kosningu, þi lækkar tala hinna kjördæmakosnu flokksþingmanna, og þar með hækkar hlutfallstala kosningarinn- ar, a. m. k. ef menn hugsa sjer, að utanflokkaframboð dragi fri þeim flokknum, sem annars hefir mest fylgi og fær flesta kosna f fámennum kjördæmum. Það þarf þessvegna ekki að gera rið fyrir þingmannafjölgunafþessariistæðu. Aftur i móti gætu menn hugsað sjer, að kosning utanflokkamanna gæti leitt til röskunar i rjettu hlut- falli i milli þingflokkanna i þann hitt, að maður, sem kosinn er utanflokka, styddi í raun og veru einhvern tiltekinn þingflokk. Um þetta yrðl þó fyrst og fremst að treysta yfirlýsingu frambjóðandans um flokksafstöðu hans. í þeirri yfirlýsingu verður að vera berum orðum fram tekið, annaðhvort að frambjóðandinn teljl sig til ein- hvers sjerstaks flokks, eða að hann sje utan flokka, en styðji til-

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.