Austfirðingur - 26.03.1932, Síða 3

Austfirðingur - 26.03.1932, Síða 3
AUSTFIRÖINGUR 3 ocsxwcssxxxsxxxæoeai AUSTFIRÐINQUR Vikublaö Ritstjóri og ábyrgöarmaður Árni Jónsson frá Múla. Sími nr. 70. Verð árgangsins 5 kr. 0<SS>00<3£>00CES>00( bótarsætanna og þar með fyrir tölu þingmannanna í heild, þá verður að falla frá hinu skilyrðis- lausa ákvæði um það, að sá flokk- ur fái ávalt kosinn kjördæmisþing- mann, sem hreppir flest atkvæði innan þess kjördæmis. í milliþinga- nefndinni dönsku frá 1921 bar einn minnihlutinn fram uppástungu þess efnis að hafa einmennings- kjördæmi með takmarkaðri tölu uppbótarsæta og því ákvæði tii viðbótar, að enginn flokkur fengi þó kosinn kjördæmisþingmann í fleiri kjördæmum en svo, að tala þingmanna í heild færi þó ekki fram úr hinu lögmælta við úthlut- un uppbótarsæta á grundvelli rjetts hlutfalls milli þingsæta flokkanna. Við höfum ekki viljað stinga upp á því að lögleiða þessa tilhögun hjer alment tekið, vegna þess að við erum hræddir um, að það veki megna óánægju innan kjör- dæmis, ef annar hreppir kosning- una heldur en sá, sem heflr mesta flokksfylgið innan kjördæmisins, og var talsvert ýtarlega um þetta rætt á fundum nefndarinnar. En hinsvegar gætum við vel hugsað okkur aö lögleiða slíkt ákvæði aðeins sem varúðarráðstöfun, sem ekki kemur til verkunar fyr en tala þingmanna er oröin svo há, að samkvæmt reynslu má líta svo á, að um óeðlilega flokksmyndun eða óeölileg samtök fámennra kjördæma sje að ræða. þá mundi þetta ákvæði verka þannig, að fleiri eða færri af þeim fámennu kjördæmum, sem rjeðust í þessi samtök, yrðu fyrir þeirri refsingu, að meirihlutinn innan kjördæmis- ins, sem að samtökunum stendur, fengi ekki sinn frambjóðanda kos- inn, heldur sá flokkur, sem hon- um gengur næstur að kjósenda- fjölda í kjördæminu, ef sá flokkur annars getur bætt við sig þing- sæti, án þess að hlutfallstalan við það fari fram úr leyfilegu lág- marki. þegar það er Ijóst, aö með eðlilegri flokkaskiftingu myndi það ekki koma fyrir, að tala upp- bótarsætanna færi fram úr 18, þætti okkur ekki varhugavert að setja slíkt viðbótarákvæöi því til tryggingar, að þessi tala færi ekki fram úr 20, eða tala þingmanna alls ekki fram úr 50. Við álítum, að ákvæðið mundi aldrei svifta stærsta flokkinn í neinu kjördæmi rjettinum til þess aö fá sinn kjör- dæmlsframbjóðanda kosinn, nema um einhverjar tilraunir til óeðli- legra samtaka eða undanbragða væri að ræöa, sem gerðu þaö rjettmætt, að sá meirihluti yrði að gjalda slíkt afhroð. Við vonum, að meö þessu sje •gerð full grein fyrir þvf, að það ÞU GETUR UNNIÐ ENN ÞA ER TIMI TIL AÐ FREISTA 500 Krónur BESTAÐ SKRIFA TOLURNAR Á MIÐANN STRAX Þú )>ekkir hvemig Rinso sparax vinnu á hverjum einasta pvottadegi. Svo pað ætti að vera hægðarleikur fyrir þig að tölusetja kostina í rjettri röð á seðilinn. Ef t.d. „Ska'Öar ekki pvottinn," er a'S pínu áliti mikil- ver'Sast, pá er ekki annað en setja töluna ,,i" fyrir framan pað, og ef pjer svo finnst að „Alt nugg ónauðsynlegt" komi næst pá að setja töluna „2" við pað: og svo áfram. Sendi'ð síðan miðann, með framhlið af stórum éða litlum Rinso pakka. Hver veit nema )>inn seðill verði sá, er fær verðlaunin : RIHSO PVÆR ÁN NÚNINGS AUK ÞESS ERU 50 VERÐLAUN, HVER: 3 STK. af LUX HANDSÁPU VERÐLAUN Kr.soo VERÐLAUN Kr. ioo Þú mátt senda eins marga seöla og pú vilt, en hverjum peirra verður að fylgja framhlið af Rinso pakka. Síðar ver'Sur auglýst hvenær samkeppninni verður lokitS. S EÐILLINN 10 RINSO KOSTIR TÖLUSETJIÐ ÞÁ EFTIR YFWBURÐUM TOLURNAR HJER Nufn (a) Heldur líninu drifhvítu _______ (b) Drjúgt i notkun _______ (c) Einfalt i notkun _______ (d) Alt nugg ónauðsynlegt _______ (e) Skemmir ekki hendurnar _______ (f) Hreinn þvotturinn ilmar yndislega _______ Legg hj»r innan i (g) Einhlitt til allra þvotta _______ (stóra) (h) Skaðar ekki þvottinn _______ (litla) (í) Leysist upp i köldu vatni _______ íramhlið af Rinso (j) Sparar vinnu t ....... pakka Heimilisfang_ Framleiðendur gefa endanlegann úrskurð. Engum fyrirspurnum um samkeppnina verður svarað. KHppiö þenna miöa aF og sendiö hann tii ASGEIR SIGURÐSSON. REYKJAVIK. PÓSTHÓLF 498 M-R 53-042A IC E. S. HUDSON LIMIXED, UVERPOOL, ENGLAND er nnt að samríma þær tvær höf- uðkröfur, sem fram hafa komið í milliþinganefndinni, annarsvegar að þingið verði hlutfallslega rjett mynd af skoðunum og vilja kjós- endanna, og hinsvegar að núver- andi kjördæmi haldi áfram að kjósa sjerstaka fulltrúa þangað, og að það er unt að samríma þetta tvent án verulegrar eða ó- hæfilegrar fjölgunar á þingmönn- um. Fiskflutningur með Eimskipafje- lagsskipunum. í 2. tbl. Austfirðings þessa árs birtist viðtal við þórð Einarsion á Norðfirði, þar sem hann skýrði meðal annars frá þeirri tilraun, sem hann gekst fyrir og þá var í undirbúningi, um að Norðfirðing- ar sendu ísvarinn fisk til Englands með Eimskipafjelagsskipunum. Með „Goðafossi" um mánaða- mótin janúar—febrúar fóru frá Noröfirði rúmir 200 kassar af ís- vörðum fiski. Voru þeir sendir umboðsmönnum Eimskipafjelags- ins í Hull og önnuðust þeir mót- töku tiskjarins og sölu. Þegar þessi fisksending kom til Hull hittist sjerstaklega iila á, því um 30 togarar „Iönduðu" þar í sama mund og var markaðurinn því yfirfullur. Söluverð fiskjarins var því mjög lágt, meginið 99 ks. selt fyrir 7 shillings og 6 pence, 34 ks. 6/6, 28 ks. 8/6 og aðeins 2 ks. á 11 shillings. En meðal- verð á þeisum markaði hefir ver- ið um 15 shillings kassinn. Ef fiskurinn hefði selst á því verði teiur Þórður Einarsaon, aö fram- ieiðendur hefðu getað fengið nettó uppundir 16—20 aura fyrir kílólö með haus og sporðl. En það er miklu hærra verð ea búast má við eftir úttitinu um laltfisksmark- aðinn. Vegna þess hvað markaðurinn var óhagstæður þegar þessi fyrsta sendlng kom út, fá sendendur ekki útborgað nema 1V* eyri á kíló. En eftir því sem Þ. E. tjáði blað- inu, þá er langt frá því að þetta dragi kjark úr mönnum. Það hef- ir nefnilega sýntsig að kostnaður- inn við að senda fiskinn á þenn- an hátt er fyllilega kleifur. Eftir því sam Þ. E. sagölst frá var kostnaðurinn söltun og vinna hjer, flutningsgjald, uppskipun í Englandl ogsölulaun, alls kr. 6.64 á kassa. Þórður telur hiklaust að farsæl- asta afiferðin um sendingu ísvar- ins fiskjar til Englands sje að semja við Eimskip um flutninga og sölu. — Gati það einnig orð- fð til aö bæta nokkuð úr sam- gönguvandræðunum hjer eystra með því að fjölga viðkomum Emskips.

x

Austfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.