Austfirðingur - 02.04.1932, Blaðsíða 4

Austfirðingur - 02.04.1932, Blaðsíða 4
4 AUSTFIRÐÍNGUR Skotliðarnir. Flestir söngvinir kannast við lag Schumanns »Die beiden Grenadiere". Kvæðið er eftir Heine og hefir verið nefnt Skotliðarnir á íslensku. Segir það frá tveim frönskum hermönnum, sem koma úr fangavist á Rússlandi, en fijetta þegar þeir koma á þýsku landa- mærin að Napoleon hafi verið gersigr- aður og tekinn til fanga af óvinum. Er fianski þjóðsöngurinn fljettaður inn í lag Schumanns. En Heinefjekk óþokka af kvæðinu meðal landa sinna, vegna Napoleons-dýrkunar þeirrar og Frakka- ástar, er þar þótti kenna. — Hafa ýmsir spreitt sig á að snúa kvæðinu á íslensku og þar á meðal sum af stórskáldum þjóðarinnar. En flestar þessar þýðingar fara illa í söng. Þegar þeir Kristján heitinn læknirog Karl Jónasson voru hjer báðir upp á sitt besta áttu þeir mikinn og góðan | þátt í sönglífi bæjarins. Kristján var allra manna músíkalskastur og góður söngmaður. Karl var og ágætlega söng- fróður, þótt lítillar mentunar hefði not- ið í þeirri grein og dágóður raddmaður. Stundum sneri Karl erlendum tekstum fyrir Kristján og var það alt prýðilega gert. Meðal þeirra þýðinga er „Skotlið- arnir“. Fyrir nokkrum árum heyrði Bjarni heitinn frá Vogi skotliðana sungna í, þýðingu Karls og hafði orð á hve þýðingin væri góð. En þö dáðist hann meira að henni, er hann frjetti, að þýðandinn hefði ekki kunnað orð í frummálinu. En svo var mál með vexti að Kristján sneri kvæðinu í óbundið mál, en Karl feldi síðan í stuðla. Mjer vitanlega hefir kvæði þetta hvergi ver- ið prentað, en er þó þess vert, að fyr- ir almenningssjónir komi. Ritstj. Til Frakklands báðir þeir hjeldu heim úr helgreipum rússneskra fjanda. En sagan er Þjóðverjinn sagði þeim var síðasta raun þeim til handa. En það var hin sorglega, sárbeitta frjett að svift væri land þeirra freisi, alt kappalið Frakklands í kvíar sett og keisarinn færður í helsi. Þá urðu hljóðir þeir hermenn tveir og hvarmana vættu þá tárin, og annar kvað: „Jeg ei afber meir, nú ýfast upp gömlu sárin“. Þá mælti hinn: „Nú læt jeg líf, fyrst land mitt svo er farið, þótt börn mín ung og einnig víf sig örbirgð fái ei varið. Hvers virði er fólk með hungurshróp, þá herfrægðarljóminn er týndur, sá mun fæða það sem því frelsi skóp, í fangelsi er keisarinn píndur. Æ, bróðir, heyr mitt hinsta kvein, nú hallar aö dauðastundu. Til Frakklands vil jeg mín flytjist bein og frakkneskri hyljist grundu. Og okkar fagra frægðarsveig mjer festu trútt að hjarta, og vopnin mín, sem vöktu geig þar vil jeg fái að skarta. Svo vil jeg rólegur vera þar sem vörður á grafardjúpseiði, uns heyri jeg stórskotahrynurnar og hófatraðk við mitt leiði. Að gröf minni fyrstur mun fráum á jó með fríðu liði sjálfur koma þengill, þá brýst jeg með alvæpni úr kaldri kró sem keisarans verndunarengill.“ Símskeyti frá frjettaritara Austf. í Rvík. Hafís er á reki inn Axarfjörð í dag og hrafl hjá Grímsey. Togarar veiða hraklega lítið og ruslfiskur. Mokafli er á báta í verstöövum hjer syðra. Afnám bannlaganna. Frumvarp um afnám bannlag- anna er komið fram í neðri deild; flutningsmenn eru Jón Auðunn, Ólafur Thors, Bergur Jónsson, Lárus Helgason og Jónas Þor- bergsson. Samkvæmt frumvarpinu á víneinkasala ríkisins að taka allan innflutning áfengis í sínar hendur og verði útsölur í kaup- stöðum, þar sem meirihluti kjós- lenda leyfi, eins og var áður en Ibannið komst á. v Byggingavörur & eldfæri Oranier-ofnar grænemailleraðir. — Ofnrör úr smíðajárni og potti — Linoleum, mikið úrval. Ennfremur Filtpappf, Látúnsbryddingár, Linol- eumlím, Gólfflísar, svartar, hvítar, rauðar og gular. Veggflísar, Mar- marasement, Korkplötur, Þakpappi, Saumur, Heraklithplötur, Vírnet, Miðstöðvartæki (katlar og radiator- J U N O - eldavjelar, ar) rnlklar birgöir. Vatnsleiðslurör, hvftemailleraöar, vel þekt- galv. og svört, Fittings, Handdælur, ar um alt Iand (margar Eldhúsvaskar, Fajncevaskar, Baðker, stærOir altaf fyrirliggjandi) skolprör, Vatnssalerni, Hurðarhún- ar, Skrár, Lamir, Gúmmíslöngur — og margt fleira. — Fljótafgreiösla. Vörur sendar út um land gegn eftirkröfu Á. EINARSSON & FUNK Reykjavík. Símnefni: Omega. Talsími 992 Pósthólf 261 CpO<S>OO<2DOO<S>OO<^>Oe9®Q0C^g ® AUSTFIRÐÍNGUR g V i k u bla ð s Ritstjóri og ábyrgðarmaður Árni Jónsson frá Múla. a Sími nr. 70. W g Verð árgangsins 5 kr. § öbx9o<s>oo<s>oo<s>oo<s>oo<ss>ods e Jörðin Litla-Breiðuvík í Borgarfjarðarhreppi fæst til á- búðar í næstkomandi fardögum. Umsóknir komi sem fyrst. Nán- ari upplýsingar gefur undirritaður. Seyðisfirði, 2. apríl 1932, Jón Stefánsson. Takmörkun ríkisútgjalda. í efri deild hefir verið samþykt að skipa þriggja manna rannsókn- arnefnd til að gera tillögu um nið- urfærslu á útgjöldum ríkisins. Samskonar nefndarskipun mun verða í neðri deild. Nefndarmenn eru Jón Þorláksson, Jón í Stóra- dal og Jón Baldvinsson. ToIIauki á tóbaki fddur. Frumvarpstjórnarinnar um verð- toll á tóbaki var felt í Efri deild. Álit Framsóknar í kjördæma- málinu. Minni hlutinn (Framsókn) í stjórnarskrárnefnd Efri deildar hefir skilað áliti sínu. Eru aðaltillög- urnar þessar: Binda skal í stjórn- arskrá kjördæmi þau, sem nú eru, landkjörið verði lagt niður. Fimm þingmenn komi til uppjafnaðar í stað landkjörsins. Reykjavík fær átta þingmenn. Rannsóknarstofa Háskólans opnuð aftur. Góð bók ersígild, en œvarandi eign sje hún vel og smekklega bundin. Fougners-bókband. AKRA-mIMÍ e r b e s t. — Framleiðandis H.f. Smjörlíkisgerö Akureyrar. Umboðsmaður áSeyðisfirði N. 0. NIELSEN, er hefir ætíð birgðir fyrirliggjandi. Styðjið íslenskan iðnað. Kaupið Akra. og jurtafeiti er þjóðfrægt orðið fyrir gæði. H.f. Svanur, smjörlfkis- og efnagerö. ipi3zsi@xsseseaz)<! 8 Wichmann mótorinn er bestur. — Umboð hefir: Páll G. Þormar, Norðfirði. Prentsm. Sig. Þ. Guðmundssonar.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.