Austfirðingur - 02.04.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 02.04.1932, Blaðsíða 1
TFIRÐINGU 3. árgangur Seyðisfirði, 2. apríl 1932 10. tölublað Karl Jónasson. Nokkur tninningarorð. Aldurhniginn fjell á fold — feldu margan örlög köld. Sjaldan hef jeg svartri mold seldan vitað betri höld. ViS andlátsfregn Karls Jónas- sonar mun fleirum fara sem mjer, að þeim, dettur í hug þsssi vfsa, sem hann orti eftir sveitunga sinn norður í Þingeyjarsýslu fyrir mörg- um árum. Jeg hef þekt Karl Jónasson frá því jeg var barn. Fyrst þegar jeg man eftir mjer bjuggu þau hjónin, Kristjana og hann. á hjáleigu á túninn f Múla, sem þá hjet Tumsa, en nú heitir Noröurhlfð. Eru þar nyrðra margir, sem muna eftir „Kalla og Stjönu í Tumsu" og hafa um þau hlýjar endurminn- ingar. Seinna íluttust þau hjónin í Múla. Þar var margt manna í heim- ili og gestkvaemt. Var þá oft gleð- skapur og látið fjúka f hendingum. Varð þá til margt af lausavísum Og kviölingum. Fátt af því varjíf- vænlegt og mun flest gleymt, nema helst fáeinarvísureftirBKalla". Þar á^meðal sú.'sem stendur yfir línum þessum. En tilefnið til þessarar vfsu er það, að sú'fregn barst, að látinn væri' gamall merkisbóndi f nágrenninu, Kristján á Úlfsbæ. — Byrjaði. þá elnhver af þeim, sem viðstaddir voru: Kristján gamli Úlfsbæ á er nú sagður fallinn. En Karli mun hafa þótt hroðvirkn- islega að verið og^orti þá: Aldur- hniginn fjell á fold. Annars~; varjþessi andlátsfregn Kristjáns á Úlfsbæ röng og lifði hann mörg ár eftir þetta. Einn veturinn, sem Karl var í Múla, komu upp mikil veikindi á heimilinu. Þau hjónin „Kalli og Stjana" voru barnlaus og tóku þau mig að sjer meðan á veik- indunum stóð. Þótt ekki væsti um mig í uppvextinum, þá var aldrei betur að mjer búið en þann tíma, sem jeg var hjá „KallaogStjönu", enda kallaði jeg þau „fóstra" og „fóstru" upp frá því. Meðan Karl var í Múla, sagði hann okkur börnunum til á vet- urna í lestri og skrift, og eldri systrum mfnum kendi hann að spila á orgel. Auk þess var har.n mikið við skriftir ogsmíðar. ^Carl hafðl aldrei lært að skrifa, nema af sjálfum sjer. En þó varð hann einhver mesti listaskrifari hjer á landi. Svo langt geta menn kom- ist tilsagnarlaust, þegar þeir eru gæddir nógu rfkri listhneigð og vandvirkni. Yfirleitt voru Iisthneigðin og vandvirknin ríkustu einkennin f fari Karls. Hann gat ekki gert neitt illa. Þaö var alveg sama hvort hann var að. skrifa reikning, eða yrkja vísu, eða hefla fjöl. Alt sem frá hans hendi kom bar vott um smekkvísi og natni Hstamanns- ins. Þegar faðir minn fluttist frá Múla og tók við forstöðu „Pönt- unarfjelags Fljótsdalshjeraös" fór Karl hingað austur með honum og gerðist bókhaldari hjá Pöntun- arfjelaginu. Síðan hefir Karl dval- ist hjer og hefir þannig verið Seyð- firðingur í rúm 30 ár. Er óhætt aö fullyrða, að fáir menn hjer í bæ hafa átt einlægari nje almenn- ari vinsældum að fagna en Karl Jónasson. Þau hjónin veittu for- stöðu sjúkrahösinu hjer á Seyðis- firöi am 25 ár og munu þeir, sem þar dvöldu, geta um það borið, að alt var gert sem unt var til þess að sjúklingunum mætti líða sem best. Áttu þau hjónin þar óskilið mál. Ekki er það mikið aö vöxtum, sem eftir Karl liggur af kveðskap. Mest eru það tækifæriskvæði og lausavísur. En á öllu er snildar- bragur. Til eru vísur eftir hann, sem of hispurslausar myndu þykja til opinberrar birtingar, en þær eru sumar svo listfengar, að eng- um smekkmanni dytti í hug að kalla þær „ljótar". Og einhvern- veginn hafa ýmsar vísur Karls orð- ið landfleygar, þótt aldrei hafi á „þrykk út gengiö". Hann var of vandvirkur til að vera mikilvirkur. En hann gerði kjarnanum svo traustar umbúðir, að hann glatast ekki. Gaman hefði verið 'að rifja hjer upp eitthvaö af kveðskap Karls, en til þess er ekki tækifæri. jeg set hjer aöeins tvær vísur. þær eru hvorug með því besta, sem Karl orti, en sýna þó báðar — auk hagmælskunnar — hlýleikann og „stemninguna", sem var í öllu því, sem hann orti. Þegar foreldr- ar mínir fluttust hjeðan til Akur- eyrar, fjekk Karl þeim aö skilnaði þessa vísu skrautritaða: Þó um fet þið flytjiö sess forsjónina bið jeg þess, að þið lifið heil og hress hinum megin Langaneás. En þegar Jóhannes bæiarfógeti fluttist hjeðan sumarið 1918]kvaddi Karl hann með þessari vísu: Þegar 'mætur maður fer um miðjan túnasláttinn. Þá er mörgum því er ver þungt um andardráttinn. Karli var oft »þungt um andar- íslenska vikan. Lítið inn f söhibúö mfna og skoðið íslensku vðrurnar sem eru þar á boðstólum og þjer munuð komast að raun um að þær eru samkepnisfærar. Jón G. Jónasson. dráttinn", en honum ljetti altaf þegar hann orti eitthvaö. Hann orti — eins'bg Páll — „sjer til hugarhægðar, en hvorki sjer til lofs nje frægðar". Hann miklaðist ekki af kveðskap sínum. Jeg efast um að hann hafi verið fyllilega ánægður með eina einustu vísu, sem hann hafði kveðið. En þó var hann aldrei eins hýr og glaö- ur, hlýr og innilegur eins ogþeg- ar hann haföi yfir kveðskap, sinn eða annara. Andlátsfregn Karls Jónassonar kemur ekkt á óvart, þeim sem kunnugir voru heilsufari hans síö- ustu mánuðina. Einu sinni í fyrra haust var jeg að tala við hann. Hann sagðist vera lasinn og eiga bágt með að renna niður. Jeg sagði þá eitthvað á þá leið, að þetta væri vonandi ekkert alvar- legt. „Jú, það er bölvaður krabb- inn. Hann er í vjelindanu og drep- ur mig bráðum". Skömmu seinna lagðist hann banaleguna. Hann var skorinn upp í desembermán- uði og hefir síðan nærst gegnum slöngu. Hann dó í fyrrakvðld. Hver maður, sem þekti hann getur kvatt hann með hans eigin orðum; Aldurhniginn fjell á fold feldu margan örlög köld. Sjaldan hef jeg svartri mold seldan vitað betri höld. Við fráfall Karls Jónassonar fækkar gððum drengjum um einn. Áml Jónsson. Karl Jónasson fæddist 28. jan- úar 1865 á Belgsá í Fnjóskadal. Voru foreldrar hans Sólveig Benja- mínsdðttir og Jónas Indriðason. Hann misti foreldra sína á barns- aldri og fór um eða fyrir ferm- ingu að Espihóli í Eyjafiröi og nam þar trjesmíði. Hann kvæntist 1888 Kristjönu Jóhannesdóttur frá Neðri-Dálksstöðum á Svalbarðs- strönd. Kristjana dó 1927 og varð þeim ekki barna auöið, en tóku til fósturs Laufeyju, dðttur Sölva Sigfússonar í Snjóholti, þegarhún var barn að aldri og geiigu hennl í foreldra stað. Stundaði Laufey fósturföður sinn af hinni mestu alúð í banalegunni. Arið 1899 fluttlst Karl til Seyö- isfjarðar. Næstu árirTvar hann viö verslunarstðrf. En 1904 var hann ráðinn spítalahaldari og ljet af þeirri stöðu eftir 25 ára starf, haustið 1929. Jafnhliða spítalahald- arastarfinu hafði hann á hendi um- boðsstörf fyrir klæðaverksmiðjur og var lengst af auk þess gjald- keri bæjarins. Síðustu árin fjekst hann við verslunarstörf. Þistlar. —o— 1. Öllum hugsandi mönnum er að v«röa það Ijóst, aö ekki veröur lengur unað vlð það ranglæti, sem leiðir af núverandi kjördæma- skipun hjer á landi. Heilbrigð skyn- semi mælir því í gegn, að „minni helmingurian" eigi að ráða fyrir þeim stærrl. Sá „minni helmingur", sem nú skipar meirihluta Alþingis, er í rauninni ekki nema rúmur þriðjungur af kjósendum lands- ins, eða 36%. Dettur nokkr- um manni í hug, að yið slíkt verði unað til langframa í landi, sem telst búa við Iýðstjðrnarfyrir- komulag? 2. Öllum kemur saman um að stjórnarskrárfrumvarp þaö, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins í kjördæmanefnd- inni, hafa sameiginlega borið fram á Alþingi, sje lang merkasta og afdrifamesta máliö, sem nú liggur fyrir til úrlaHsnar þings og þjððar. Hðfuðatriði þess frumvarps er, að hver þingflokkur fái þing- sœti í rjettu hlutfalli viO þá at- kvœðatölu, sem frambjóðendur flokksins hafa samtals fengið við almennar kosningar. Um þetta hðfuöatriði er enginn ágreiningur milli Sjálfstœðisflokksins og Al- þýðuflokksins. En þriðji aðalflokk- ur landsins, Framsðknarflokkurinn, hefir til þessa tfma verið ófús á aö ganga inn á þetta höfuöatriði, að minsta kosti í heild. 3. Þegar að því kemur að ákveða

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.