Austfirðingur - 16.04.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 16.04.1932, Blaðsíða 1
TFIRÐINGUR 3. árgangur Seyöisfirði, 16. apríl 1932 12. tölublað 14. apríl 1931 — 15, apríl 1932. Þriðjudagsins 14. apríl 1931 mun verða minst hjer á landi meðan íslendingar telja sig lýð frjálsa þjóð. Þann dag gerðist sá atburður að alinnlend stjórn skreið undlr væng fjarlægs konungsvalds til þess að geta framiö lögbrot á löglega kjörnum fulltrúum þjóð- arinnar. Qagnvart konuhgsvaldinu var þingrofið rjettlætt með þeim röngu upplýsingum, að ekki væri fyrir hendi skilyrði til stjórnar- myndunar af háhV annara flokka þingsins, ef vantrauststillaga sú, sem framkomin var, yrði sam- þykt. Gagnvart þjóðinni var þing- rofið rjettlætt með því, að við 2. umræðu í efri deild hefði verið samþykt stjórnarskráffrumvarp, sem feldi í sjer gagngerðar breyt- ingar á kjördæmaskipuu landsins, en slíkar breytingar væri þjóðinni hættulegar og^í fullu ósamræmi við vilja hennar. Kosningar fóru fram 12. jóhí. Allan tímann fram að kosningum þyrlaði stjórnarflokkurinn upp slíku ryki um þessi mál, að eins- dæmi eru. Það voru „söguleg rjettindi hinna dreiföu bygða" sem „rðtlaus kaupstaðarlýður" var að hrifsa f sínar hendur. Bændurnir mundu verða alveg forsvarslausir. Reykj'avíkurvaldið mundi vaða uppi 0g brjóta undir sig hagsmuni allra annara hluta landsins. Með slíkum fortölum og ýmsum öör- um meðúlum varfólk í sveitunum tælt til fylgis við Framsókn. Úrslit kosninganna urðu þau að Fram- sókn fjekk ekki nema 36% greiddra atkvæða. 64% eða nálega 2/3 af kjósendum landsins lýstu sig al- gerlega andvíga stjórninni og flokk hennar f þessu máli. En vegna hinnar úreltu kjördæmaskipunar náði Framsókn þó meirihluta í þinginu. Úrslit kosninganna sýndu þvf í verkinu hve fráleitt það skipulag var, sem Framsókn barð- ist fyrir, þar sem þriðjungur kjós- enda gat, ef svo bar undir, borið hina 2/8 hlu'tana ofurliði á Alþingi. Framsóknarmenn skynjuðu það' fljótlega eftir kosningarnar að sig- ur þeirra var fullkominn Pyrrusar- sigur. þeir kusu því þann kostinn sem s/álfsagður var, að slá undan í málinu. Þessvegna gengu þeir inn á skipun milliþinganefndar til að athuga kjördæmamálið og gera tillögur um það. Hinar ýtarlegu rannsðknir fulltrúa Sjálfstæðis- manna, Jóns Þorlákssonar og Pjeturs Magnússonar, leiddu í Ijós að allsstaðar þar sem stjórnar- skrárbreytingar hafa orðið á síð- ari tímum er kosningarjetturinn gerður jafn og almennur. Þegar hjer var komið var kosn- ingamóðurinn runninn afmörgum þeim kjósendum út um land, sem höfðu látið æsast af málfærslu Framsóknarmanna fyrir kosning- arnar síðustu. Allir. hinir gætnari menn sáu, að það mundi boða litla gæfu f þessu þjóðfjelagi, ef ákveðinn stjórnmálaflokkur, eða ákveðin stjett ætlaðl sjer til íang- frama, að sitja yfir rjetti annara borgara þjóðfjelagsihs. Þeim skild- ist aö ekki mundi hlýða, að gera þann hóp manna, sem leggja lang mest af mórkum til almannasjóðs þjóðarinnar að 2. flokks rjettar- borgurum. Þessvegna hætti Fram- sókn aö hampa Reykjavíkurgrýl- unni, en lagði til að fjölga þing- mönnum höfuðstaðarins um helm- ing. Sú tillaga var tákn þess að Framsókn hafði fleygt því vopni, sem henni hafði reynst bitrast í kosningabaráttunni sfðastliðið sumar. Fyrir kosningar voru kjósendur úti um land hræddir með því, að Sj'álfstæðismenn vildu taka rjettinn til fulltrúavals af hinum einstöku kj'ördæmum. Framsókn hefir altaf lagt höfuöáherslu á þetta atriöi. Tillögur Sjálfstæöismanna fólu það í sjer að kosningarjetturinn var gerður jafn og almennur, samhliða því, að kjördæmi út um land hjeldu hinum gamla rjetti sínum um val á sjerstökum full- trúum. Þetta er í mjög stðrum dráttum það sem gerst hefir í þessu mikil- væga má'li á árinu sem liðið er síðan Framsðkn greip til þess örþrifaráðs, að hleypa þinginu upp, af því aö á döfinni var til- laga, sem fól það í sjer, að hjer gæti komist & sú tilhögun um fulltrúaval á þjóðarsamkomuna, sem 'hlotið hefir viðurkenningu víðast hvar í heiminum. Nú rjettu ári eftir þingrofið, nær þessi tillaga samþykki í efri deild Alþingis með stuðningi tveggja Framsóknarmanna. Atkvæðagreiðslan um stjórnar- skrána í efri deild sýnir hver riðl- un er innan Framsóknarflokksins í málinu. Tveir þingmenn flokks- ins Jón í Stóradal og Ingvar Pálmason greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingunni. Tveir sitja hjá, Guðmundur í Ási og Einar á Eyrarlandi. Aðeins þrír greiða atkvæði á móti. Jónas Jónsson, Magnús Torfason og Páll Hermannsson. Nú er málið komið til neðri deildar. Framsókn hefir þar hrein- an meirihluta og getur grandað því ef flokkurinn er þar samstæð- ari en raun varð á í efri deild. í efri deild var málið einnig fallið með jöfnum atkvæðum, ef Fram- sókn hefði staðið saman. Hjer skal engum getum að því leitt, hver afdrif málsins verða. Sam- komulagsgrundvöllurinn er feng- inn. Og þjóðinni'er það vafalaust hollast að flokkarnir sameinist á þeim grundvelli. Það er ekki nema tímaspursmál hvenær kröfur meiri- hluta þjóðarinnar ganga fram f þessu máli. En vegna úrlausnar þeirra fjölmörgu annara vanda- mála, sem nú steðja að, verða allir góögjarnir menn að vænta þess, að þing það sem nú situr, ljúki ekki störfum svo, að rjettlát lausn þessa máls sje ekki fengin. Stjórnarskráin komin tll Neðri deildar. (Rvík 15. aprfl.) Stjórnarskrárfrumvarpið afgreitt til Neöri deildar með 9 atkvæðum gegn 3, Sjálfstæðismönnum, Jóni Baldvinssyni, Jóni í Stóradal og Ingvari Pálmasynl, móti Páll Hermannsson, Jónas Jónsson og Magnús Trofason. Tillagan um að hámark þingmanna sje 50, var samþykt með 8 gegn 4. Þar gekk Jón Baldvinsson með þremenningunum, annars óbreytt. Einar Árnason og Guðmundur í Ási sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Samband sveita og kaupstaða. Öllum skynbærum mönnum ættl að geta komið saman um að eitthvert ljótasta atriðið í opin- berum umræðum hjer á landi er rígur sá, sem stöðugt er aliö á frá ýmsum leiðtogum lýðsins ann- arsvegar tnilli verkamanna og at- vinnurekenda, hinsvegar milli sveita og kaupstaða. Þessi rígur milli sveita og kaupstaða fjekk nýjan byr í seglin þegar kjördæmamálið komst á dagskrá fyrir alvöru. Og það er ðhætt að segja, aö aldrei hefir verið alið á honum eins ótæpt og fyrir síöustu kosningar. Það sem hjer hefir gerst, að fólkið flyttist úr sveitunum í kaup- staöina er ekkert sjerstakt fyrir fsland. Víðast hvar f heiminum hefir hið sama verið að gerast síðustu mannsaldrana. Þjóðirnar hafa breytt til um framleiðslu. Til- tölulega færri lifa af landbúnaðar- framleiðslu, en flelri af iðnaöar- framleiðslu. En meö aukningu iðnaðarins og fjölguninni í borg- unum hefir kaupgeta borganna aukist. Fólksfraumurinn úr sveitunum hier á Iandi hófst þvf miður ekki mcð því, að tilsvarandi fólksaukn- ing yrði í bæjunum. Framan af leitaði fðlkið, sem úr sveitunum fluttist, vestur um haf, af því að hjer voru þá ekki bjargvænleg skil- yrði fyrir hendi í landinu sjálfu. Allir eru sammála um að harma þennan fðlkstraum úr landi, en engin beiskja er í hugum manna til þeirra, sem þannig neyddust til að yfirgefa sveitirnar. Margir þeirra manna, sem ár sveitunum hafa flust síðarta mannsaldurinn, hafa gerst hinir mestu athafnamenn í kaupstöð- unum. Þeir hafa skapað þirbjarg- vænleg skilyrði, ekki einungis fyrir sjálfa sig, heldur hafa þeir jafnframt með því aö stofna ný atvinnufyrirtæki, komið þvf til leiðar, að þeir sem vegnaörðugr- ar lífsbaráttu í sveitunum urðu að hætta atvinnu sinni, þurftu ekki framar að leita úr landi. Er starf þessara manna þjóðhættulegt ? Ef dæma má eftir orðum og athöfnum ýmsra leiötoga þj'óðar- innar, þá er útlit á, að þeir álíti að svo sje. Þeir, sem leitað hafa úr sveitunum til að bæta atvinnu- skilyrði þjððarinnar og þeir, sem leitað hafa úr sveitunum til þess að njóta þessara bættu atvinnu- skilyrða, í stað þess aö yfirgefa Iandið, eiga að döml þessara leið- toga að vera rjettlægrj enn aörir menn. Það á að hegna þeim, sem mest hafa unnið að þvf, að ísiand yrði fyrir íslendinga, en ekki upp- sldisstofnun handa öðrum þjöð- um. — Bændur eru brýndir á því, að Reykvíkingar megi ekki hafa jafn- an atkvæðisrjett við aðra lands- menn. Hvaða menn eru Reykvfk- Ingar? Tuttugu þúsund Reykvík- ingar eru menn sem flust hafa þangað hvaðanæfa úr bygðum Iandsins síðasta aldarfjdrðunginn, eða niðjar þeirra. Hafa þeir orö-

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.