Austfirðingur - 30.04.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 30.04.1932, Blaðsíða 1
AUSTFIRÐINGU 3. árgangur Seyðisfirði, 30. apríl 1932 14. tölublað Nýjasta bjargráð Framsóknar. Gífurlegar skattaálögur. Þegar feldur verður dómurinn urh Alþingi sem nú situr, koma tvö atriði til greina öllu öðru fremur. í fyrsta lagi hvernig þing- inu tekst að leysa stjórnarskrár- máliö, og í öðru lagi hvemigþaö víkst undir brýna nauðsyn að- þrengdra atvinnuvega landsmanna. Eins og nú stendur, skal engu um það spáð, hvernig leyst veröur úr þessum málum, og er rjett að vænta hins besta í lengstu Iög. Þyí ef stjórnarskrármálið verður óleyst og atvinnuvegunum íþyngt fram úr því sem er, má enginn vænta þess friðar og þeirrar sam- heldni innan þjóðfjelagsins, sem aldrei hefir verið meiri nauðsyn á en nú á þessum alvarlegustu vand- ræðatímum. Útlitið um verðlag íslenskra af- urða hefir ekki batnað upp á síð- kastið, heldur þvert á móti. Og auk þess berast nú þær fregnir, að vertíðin muni verða rýr hvað togarana snertir. Þegar svo er astatt, virðist alt annað hyggilegra og'sanngjarnara, en að íara nú enn á ný að hækka skatta, og það algerlega úr hðfi fram. Það er þessvegna óhætt að fullyrða, að margir láti segja sjer þau tíðindi tvisvar, að tveir Framsóknarmenn skuli nú gangast fyrir því, að tvö- falda eignaskattinn oghækka tekju- skattinn um 160% á þeim mestu krepputímum, sem yfir þjóðina hafa komið. Og gætnir bændur munu vilja láta segja sjer söguna þrisvar, þegar það fylgir, að ann- ar flutningsmaður þessa herfilega frumvarps er Páll Hermannsson þingm. Norðmýlinga. Hitt undrar máske minna, að nafn Ingvars Pálmasonar er viðbundið þennan frumvarpsflutning. Hann hefir áð- ur látið hafa sig til að flytja ýms mál fyrir stjórnina, sem mjög hafa þótt orka tvímælis og hefir eins og fleiri flokksmenn hans staiið öðrum fæti í Alþýðuflokknum. Þaö er annars mjög eftirtektar- vert, að tveir þingmenn Múla- sýslna verða til þess að flytja frumvarp um gífurlegar nýjar skatt- álögur. Mun kjósendum hjer eystra þykja bregða nokkuð frá kenn- ingum þeirra fjelaga á kosninga- fundum. En ókunnugir munu lfta svo á, aö ástandið í þessum kjör- dæmum sje svo glæsilegt, að þeir Páll og Ingvar treysti umbjóðend- um sínum til að taka á sig stór- áuknar skattabyrðir fram úr því sem er. Páll ætti að fara nærri um afkomu bænda í kjördæmi hans. Og Ingvar hlýtur að vita, að útgerðarmenn í Suður-Múla- sýslu hafa aldrei verið ver stæðir en nú, og að það er því miður ekkert útlit á að þeir menn geti bætt hag sinn á yfirstandandi ári, nema síður sje. Það væri því al- gerlega rangt, að telja þennan frumvarpsflutning Páls og Ingvars sprottinn af bjartsýni þeirra, sem í Góseniandi búa. Þessi viðbótar tekju- og eigna- skattur er svo gífurlegur, að flutn- ingsmenn gera sjálfir ráð fyrir að tekjuaukinn af honu'm nemi rúm- Iega 1 miljón og 300 þúsund kr. En aðrir álíta skattaukann l^/s— 2 miljónir króna, eða álíka mikiö og allar tekjur ríkisins námu ár- lega á fyrsta tug þessarar aldar. Skatturinn er lagður á skattskyld- ar eignir og tekjur samkv. fram- tali í árslok 1931. þeir, sem þeg- ar hafa greitt skatt samkv. því framtali, eiga því að bæta á sig öðru eins, að því er eignarskatt- inn snertir, og 160% að meðaltali að því er tekjuskattinn snertir. M. ö. o. maður sem á að greiða 100 krónur í eignaskatt og 100 krón- ur í tekjuskatt fyrir áriö 1931, þarf — ef frumvarp þetta nær fram að ganga — að greiða í viðbðt aðrar 100 krónur í eignaskatt og 160 krónur í tekjuskatt. í stað þess að skatturinn hefði alls orð- ið 200 kr. fyrir 1931, verður hann þannig 460 kr. samkv. frumvarp- inu. Síðustu misserin hafa komið fram ömurlegri lýsingar á afkomu og horfum atvinnuveganna en nokkru sinni fyr. Landbúnaðurinn er svo staddur, að sumstaðar horfir til landauðnar, ef ekki ræt- ist úr. Og sjávarútvegurinn á svo í vök að verjast, að fyrirtækin gef- ast upp hvert af öðru. Þetta ástand er öllum kunnugt, og ekki síst fulltrúunum á Alþingi. Þegar at- vinnuvegirnir þurfa umfram alt á skilningi löggjafarvaldsins að halda og hlífð, til þess að sligast ekki algerlega undir kaupkröfunum og skattabyrðinni, hefði enginn getað vænst slíks svars við kveinstöfum þeirra, frá öðrum en þeim, sem eru þess fullráönir, að koma öll- um atvinnurekstri hjer á landi í kaldakol. Það er erfitt að segja hvað kemur Framsóknarmönnum til að grípa til þessa óyndisúrræðis. Það er erfitt að hugsa sjer að „mið- flokksmenn" svonefndir sjeu þess búnir að taka slík ákvæði í Iög á hinum mestu þrengingartímum at- vinnuveganna. Ef til vill má skýra framkomu þessa frumvarps með því, að setja það í samband við kjördæmamáiið. En sú skýring verður ekki til þess að ljetta sök flutningsmannanna eða flokksins, sem að því stendur, heldur þvert á móti. Eins og frjettaskeytið, sem birt er hjer í blaðinu, ber með sjer, hefir Jón Baldvinsson hjálpað Framsókn til þess, að koma þessu frumvarpi til nefndar. Jón hefir, ásamt flokksmönnum sínum á þingi, lýst því yfir, að hann muni greiöa atkvæði meö Sjálfstæðis- mönnum gegn framlengingu verð- tollsins og gengisviðaukans, ef stjórnarskráin nái ekki fram að ganga. þar með er framlenging gengisviðaukans og og verðtollsins fallin í efri deild. En teknanna, semaf þessum tvennum lögumleiö- ir, má stjórnin ekki án vera. Síðustu dagana Hefir gengið orð- rómur um það, að saman væri að draga með jafnaðarmönnum og Framsókn í stjórnarskrármálinu. Hver hæfa er fyrir þessu mun sýna sig þegar stjórnarskrármálið kemur til 2. umræðu í neðri deild. Þegar Framsókn nú, eins og lýst hefir verið, fellur frá fyrri stefnu sinni í skattamálum og inn á stefnu sósíalista, þá má ef #1 vill skoða þetta skattafrumvarp sem vígslu- vottorð endurhafinnar sambúðar milli Framsóknar og sósíalista. Framsókn hjálpar sósíalistum til að koma fram svæsnustu skatta- kröfum sínum og sósíalistar horfa þegjandi á meðan Framsókn ban- ar stjórnarskrármálinu ? > Þótt báðir þessir flokkar hafi oft gefiö tilefni til vafasams álits um brjóstheilindi og bardagaað- ferðir, verður þeim þð tæplega trúað til svo gerræðisfullra laun- ráða. En hver'er þá tilgangur Fram- sóknar? Á að skoða frumvarpið sem hótun? Hótun til þeirra skatt- greiðenda, sem eru svo óbilgjarn- ir að krefjast rjettinda á borð við aðra landsmenn? Atburðir hinna næstu daga munu skera úrþvíhvort „miðflokkurinn" ætlar að fj'efletta skattgreiðendur landsins í hefndarskyni fyrir það, að krefjast jafns íhlutunarrjettar um landsmál fyrir alla borgara landsins. Og þá mun einnig úr því skorið hvort sósíalistar ætla að hjálpa stjórninni úr þeirri „kreppu" .sem hún er í, og una pví að drepið sje það rjettlætis- mál, sem Alþýðuflokkurinn hefir taltð sjer hjartfólgið umfram alt annað. En hvað sem þessu Iíður, þá hefir Framsókn með flutningi þessa frumvarps, bætt vænum pinkli á syndabaggann, og það verður munaö þegar aö skulda- dögum kemur. Ef frumvarpið nær framgangi, og framgangur þess boðar fall stjórnarskrármálsins, þá hefir framsókn lýst því yfir svo eftirminnilega að ^ekki fyrnist, hvernig hún ætlar að bjarga at- vinnuvegunum á hinum mestu þrengingartímum, og hvernig hún verður við rjettlætiskröfum alls þorra þjóðarinnar. Slíkar aðfarir munu fá illan enda. Þistlar. —o— 1. Samkvæmt lauslegri áætlun er talið að tap Svíþjóðar á eldspýtna- konginum Kreuger og fyrirtækjum hans sje þegar orðið um 500 miljónir svenskra króna. Hefir þetta stórkostlega tap þegar valdið tölu- verðri lækkun svensku krðnunnar og jafnvel þeirrar norsku líka, sem merkilegra er. Töpin samfara gengislækkuninni hafa þess utan valdið allmikilli truflun á viðskifta- lífi þjóðanna. Hefir Svíþjóð hing- aö til þó verið talin að standa föstum fótum viðskiftalega. fbúar Svíþjóðar eru um é*/a miljónir. A íslandi eru búsettir rúm 100 þús. manns. Framsðknarstjórn- in hefir eytt umfram heimild fjár- laga, þau ár sem hún hefir setið við völd yfir 16 miljónum. Mikifr af þessu fje hefir fariö í allskonar sukk og bitlinga og til ófrjórra fyrirtækja og framkvæmda. í Sví- þjóð verður tapið á hvern einstak- an íbúa landsins um 80 kr. Á ís- landi veröur eyðsla Framsóknar umfram það sem lög stóðu til og fjárlög heimiluðu tæpl. 160 kr. á hvern íbúa landsins, eöa nálega helmingi meiri. 3. En þótt Ivar Kreuger hafi máske ekki verið nema háifdrættingur á viö stjórnina okkar, þá er þó vert aö veíta athygli þeim ðskoruðu viður- kenningar og vinsemdarorðum, sem um hann birtust í Tfmanum. Dómsmálaráðherrann skrifaði um hann hjartríæma minningargrein og líkti honum við Karl tðlfta. 4. Þessi kjassmál og smjaður um einhvern mesta fjárglæframann, sem uppi hefir verlð á Norður- löndum, stingur nokkuð I stúf við

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.