Austfirðingur - 07.05.1932, Blaðsíða 4

Austfirðingur - 07.05.1932, Blaðsíða 4
4 AUSTFlRÐiNlQUR Evropu með sama skipi og Kreug- er, til þess að hafa auga á hon- um. Njósnarar voru altaf áhælunum á Kreuger bæði á leiðinni til Evrópu og í París. Laugardags- morguninn h. 12. mars gekk Kreug- er inn í búð í París og keypti skaminbyssu. Einni klukkustund seinna skaut hann sig. — Menn giska á, að njósnararnir hafi sjeð, þegar að Kreuger keypti skamm- byssuna og að þeir hafi þá strax símað til New York: „Kreuger hefir keypt skammbyssu og ætlar að fremja sjálfsmorð". Þetta er ef til vill skýringin á hinu mikla útboði og verðfalli á Kreuger-hluta- brjefutn í New York daginn sem hann skaut sig, en áður en fregn- in um dauða hans var komin til New York. Rannsóknarnefndin er enn ekki komin til botns í fjárglæfrum Kreugers. En ótal sögur um hann sannar og ósannar, fljúga út um heiminn. Ein er sú, að hann hafi veitt sænsku kommunistablaði stórt lán. Og það virðist vera satt. Önn- ur sagan segir að Kreuger hafi lánað Hitler og Aifonso fyrv., Spánarkonungi stórar upphæðir. í Stokkhólmi segja margir, að Kreuger sje á lífi og sje nú á Sumatra. Það er þó vafalaúst eng- inn fótur fyrir þessu. En fólk brýtur stöðugt heilann um Kreug- er. Hann var mönnum óskiljanleg gáta á meðan hann lifði, og er það ekki síður síðan hann dó. Khöfn í apríl 1932. P. (Mbl.) Símskeyti frá frjettaritara Austf. í Rvík. Innbrotsþjófnaður. Innbrot var nýlega framið á barnaheimili Oddfjelaga við Sil- ungapoll og stolið allmiklu af borðbúnaði. Skíðahlaup 1. maí. Átta kílometra skíðakappganga var háð á Siglufirði 1. maí. Kepp- endur voru níu. Skjótastur varð Jóhann Þorfinnsson á 36 rnín. 52 sek. Átta drengir um fermingu keptu í fjögra kílometra göngu. Skjótastur varð Ketill Ólafsson 34 mín. 54 sek. Á Þorranum var skíðakennari á Siglufirði. En þá aldrei hægt að stíga á skíði sök- um snjóleysis. Togarafiski. Eins og áður er frá skýrt, er togarafiski á Selvogsbanka oröið rýrt en góður afli í Jökuldjúpinu. Myndastytta Leifs hepna hefir nú verið sett á fótstallinn. Er hingað kominn Mr. Ligner sá er hjer var í haust til aö sjá um verkið. Heyrst hefir að styttan verði ekki afhjúpuð fyr en í júní- mánuði og komi þá nefnd frá Ameríku til að afhenda gjöfina. Dr. Theol. Jens Nörregaard er kominn hingað til að halda háskólafyrirlestra. Tvær Færeyskar skútur sem voru að veiðum hjer land eru taldar af. Er álitið þær hafi far.'st í rokinu 10. Á annari skútunni var formað fiskifjelags Færeyinga. Kolaskip „Nurgis“ hefir affermt kol und- anfarna daga til h.f. kolasölunnar Meö Novu kom hingað Stefán Jóns^on lögreglu- og tollþjónn ásamt fjöl- skyldu sinni. Kvöldskemtun. Að tilhlutun Helga Hjörvars, kensluprófasts var kvöldskemtun haldin á uppstigningardag. Voru þar ræðuhöld, upplestur söngur og dans. Ágóðinn af skemtun þessari verður upphaf að myndun ferðasjóðs fyrir börn þau, sem taka burtfarapróf frá skólanum, og safna börnin sjálf í sjóðinn. Er hugmynd þessi hin besta og hefir þegar komist í ramkvæmd í stöku barnaskóia hjer á landi. Ótíö hefir verið hin^ síðustu daga, kuldar og ritjuveður, ólíkt því sem var á þorra. Gunnlaugur Ó. Scheving listmálari hefir undanfarið hald- ið sýningu á málverkum eftir sig í Varðarhúsinu í Reykjavík. Er látiö vel af sýningu þessari, m. a. segir Morgunblaðið: Scheving sýndi hjer nokkrar myndir fyrir tveim árum. Síðan hefir honum farið mikið fram, — Sjest þaö best á nýjustu myndum hans. Auðsjeð er, að Scheving vinnur með alúð að list sinni. Hefir hon- um tekist að ná góðu valdi yfir efninu, í bestu myndunum, svo sem myndinni af stúlku við sauma og annari mynd af konu í rúminu. í hinum sjerkennilega listastiga sínum tekst honum að ná mikilli listrænni fegurð í myndir sínar. Menn mega ekki láta það fæla sig frá myndum Schevings, þó þær sjeu eigi fágaðar á yfirborði. í síðustu myndum hans felst ó- endanlega mikið meira listgildi, en hinum innihaldslausu glansmynd- um, sem enn verða ýmsu fólki að augnagamni. Takist honum að feta sig áfram eftir þeim leiðum, er hann nú hefir valið sjer, má áreið- anlega mikils af honum vænta. Wichmannmótorinn er bestur. — Umboð heflr: Páll G. Þormar, Norðfirði. Fynrhafmríilið pi)œ iea pvottinn ^^ . ^seair María Rmso þýðir minni vinnu oq hvítari þvotr STOR PAKKI 0,55 AURA LÍTILL PAKKI 0,30 AURA M-R 4 1 -047A IC Þvotturinn minn er hvítari en nokkumtíma áöur — en jeg er líka hætt við þetta gamla þvottabretta nudd. Fötin, sem era mjög óhrein sýö jeg eða nudda þau laus- lega, svo skola jeg þau — og enn á ný verða þau braggleg og hrein og alveg mjallhvít. Þvottadagurinn verður eins og halfgerður helgidagur þegar ma'Öur notar Rinso. R. S. HUDSON LIMITED, LIVERPOOL, ENGLAND Áburður. Þeir, sem pantað hafa áburð, (Saltpjetur eða Nitrophoska) hjá bænum, eru beðnir að vitja hans nú þegar, eða í síðasta lagi fyrir 20. þ. m. Verði áburðurinn ekki greiddur fyrir þann tíma, veröur hann seldur öörum. Seyðisfirði, 7. maí 1932. Bæjarstjórinn. Það hefir verið, er og verö- ur óþarfi aö flytja til lands- ins neðantaldar vörur, því að H.f. Hreinn í Reykjavík framleiðir þær jafngóðar og ódýrar og þœr erlendu. — H.f. „ H r e i n n “ framleiðir: krystalsápu, handsápur, rak- sápu, baðsápu, stangasápu, þvottaduft, kerti, stór og smá, skóáburð, gólfáburð, vagna- áburð, fœgilög, ræstiduft, kreolin-baðlyf. Gleymið ekki að vátryggja. Vátryggingarfjelagið NORGE h.f. Stofnað í Drammen 1857. Brunatrygging. Aðalumboð á íslandi: Jón Ólafsson, málaflm. Lækjartorgi 1, Reykjavík. Sími 1250. Duglegir umboðsmenn gefi sig fram, þar sem umboðs- menn ekki eru fyrir. Prentsm. Sig. Þ- Guðmundssonar

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.