Austfirðingur - 04.06.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 04.06.1932, Blaðsíða 1
TFIRÐINGUR 3. árgangur Seyðisfirði, 4. jðní 1932 19. tölublað Nýja stjórnin. Stjórnarskrármálinu trygður framgangur á næsta þingi. Stjórnarskránni er borgið. Hvern heföi dreymt um það eftir kosningarnar í fyrra að svo skammt yrði að bíða þess að komið væri að áfanga í þessu höfðuðdeilumáli þjóðarinnar. Hvern hefði grunað þaö, sem heyrði hreystiyröi dómsmálaráð- -herransá eldhúsdaginn, að allmarg- | ir flokksmanna hans hefði geng- ".ið inn á samkomulag um kjör- dæmaskipunina aðeins nokkrum vikum síðar. Andstaðan gegn þessu sjálfsagða rjettlætismáli var í fyrra svo röm, heiftin svo ferleg af hálfu mót- stöðumanna þess, kosningaúrslitin svo óhagstæð, að allur þorri Sjálf- stæðismanna var undirbúinn ára- langa baráttu. Straumhvörfin sem orðið hafa innan Framsðknar í þessu máli á árinu sem liðið er, mega teljast meöal merkustu stjórnmálavið- burða sem orðið hafa í sögu okk- ar á seinni áram og raunar hinna gleðilegustu. Til skamms tíma hafði enginn þorað aö vona að málið yrði Ieyst" á friðsamlegan hátt. Menn bjuggust við kosningu eftir kosningu, árangurslausum þing- höldum, ðendanlegu þrefi. Afstaða Framsóknar markast fcest af því að fyrir ári síðan er þingið rofið með ódæmum vegna þess að fram er komin tillaga, — aðeins til 3. umræðu í annari deild þingsins — sem felur í sjer heimild til að veita kjósendum jafnan rjett til áhrifa á þingmál. Nú rúmu ári síðan gengur allur þorri flokksmanna inn á myndun samsteypuráðuneytis, sem hefir þaö hlutverk fyrst og fremst með höndum að leysa stjórnar- skrármálið á þessum grundvelli. Margir Sjálfstæðismenn hafa af eðlilegum ástæðum verið nokkuð hikandi við hverskonar bandalag við Framsóknarflokkinn. Þegar allir málavextir koma í ljós, má fullyrða ekki einungis, að allur sá uggur muni hverfa, heldur og að flokksmenn munu komast til viður- kenningar á því, aö þingmenn flokksins hafa farið hjer heppileg- ustu og sigurvænlegustu leiðina f málinu. Fyrst af öllu verða menn að gera sjer ljóst að Sjálfstæðis- fiokkurinn hefir hvergi slakað til á krðfum sfnum f stjðrnar- skrármálinu. Það er Framsókn sem hefir látið undan síga. Stjórnarskrármálinu var svo komið eftir meðferð neðri deildar á því að algerlega var vonlaust um framgang þess á yfirstand- andiþingi.Efekki hefði náðstsam- komulag var ekki um annað að ræða en feld skattalög, feld fjár- lög, nýjar kosningar. Þótt eitt- hvað muni hafa skipast um til hins betra, þá mátti þó telja al- gerlega vonlaust, að Sjálfstæðis- menn og Jafnaðarmenn næðu hreinum meirihluta þingsins, eins og til þess þurfti að tryggja málinu framgang. Hinsvegar var augljóst, ef málið hefði komistsvo áodd — að Framsóknarmenn hefðu beitt sömu aðferðum í kosningabarátt- unni, sem í fyrra. Það hefði jafn- vel mátt búast við ennþá meiri öfgum og æsingum. Afleiðingin hefði oröið sú, að þegar þingið hefði aftur komið saman, f byrjun næsta árs, þá hefði Framsðkn — með uppæstan kjósendahóp að baki — orðið að taka málinu fjandsamlega. Fjárlög feld að nýju, enn nýjar kosningar, síauknaræs- ingar, ðstarfhæf þing, og svo koll af kolli. Alger kyrstaða í kjör- dæmamálinu, og því meiri harð- neskja í meðförum áhugamála andstöðuflokkanna sem lengur leiö. Nú hefir tekið við völdum stjórn, sem er vinveitt málinu. Á næsta þingi verða það ekki einungis Sjálfstæðismenn og Jafnaðarmenn sem fylkja sjer um lausn þess á sanngjörnum grundvelli, heldur einnig nægilegur hluti Framsóknar- manna. En sanngjarn grundvöllur þessa máls er frá sjónarmiði Sjálf- stæðismanna enginn annar en sá að jafnrjettiskrafan sje tekin til greina. M. ö. p., ef ekki hefði orðið samkomulag nú, þá var einnig vonlaust um framgang máls- ins á næsta þingi. Og auk þess heföi áframhaldandi barátta um málið torvelt alla samvinnu um önnur aðkallandi nauðsynjamál. Nú er málinu borgið á næsta þingi, og auk þess von um þá friðsam- legu samvinnu á ýmsum öðrum sviðum, sem allur þorri þjóðar- innar þráir umfram alt annað. Hlutdeild Sjálfstæðismanna í stjórnarmynduninni ákvarðast auð- vitað fyrst og fremst af sigurvæn- legum framgangi þessa höfuðmáls. En margt fieira kemur þar og tii greina, sem næstaþungter á met- unum. Meö þessu er steypt af stóli, sennilega f bráö og lengd, þeim mönnum, sem aö dómi Sjálfstæðismanna, hafa verið skað- vænlegastir hinni íslensku þjóö á seinni árum. Sú hreinsun mun reynast holl og gagnleg öllu opin- beru lífi þjóðarinnar. En auk þess er ástandið svo á nálega öllum sviðum, að enginn ábyrgur stjðrnmálaflokkur getur lokað fyrir því augunum. Erfið- leikarnir steðja aö úr öllum átt- um. Atvinnuvegirnir til lands og sjávar eru f beinni hættu staddir. Auk hins almenna verðfalls, sem nálega sligar framleiðsluna, bætast við tollmúrar flestra viðskiftalanda okkar. Norðmenn hafa sagt upp kjöttollssamningunum. Ef engin lausn fæst á því máli, er saltkjöts- framleiðslan dauðadæmd og við erum ekki við því búnir að koma kjötinu í annari mynd á erlendan markað. Bretar leggja toll bæði á kjöt okkar og fisk. Portúgalsmenn og ítalir tolla fiskinn. Yfirleitt má segja að f utanríkisverslun okkar steöja að allir þeir erfiðleikar, sem hugsanlegir eru, að undanskildu þvf, að Spánverjar hafa ekki sagt upp samningum um fiskinn. Fjár- mál ríkisins eru í því öngþveiti, að ekki má tæpara standa. Fyrir fjármálaráðherranum liggur nú sú erfiða raun, að ganga fyrir erlenda lánardrottna og sækja um gjald- frest bæði áfallinna vaxtaog af- borgana. Enginn veit hver svör verða gefin, en hætt er við, aö örðugar hefðu orðið undirtektirn- ar, ef þingið hefði felt öll skatta- frumvörp, og sjálf fjárlögin. Þótt ef til vill megi þrátta um það, hvort ekki hefði veriö rjettara af Sjálfstæðismönnum, að láta hart mæta hörðu, ef einblínt er aðeins á fiokkshag, þá mun eng- um dyljast að þessi ákvörðun þeirra var æskilegust vegna þjóðarhags- muna. Og því að eins á stjórn- málaflokkur rjett á sjer, að flokks- hagsmunir víki fyrir þjóöarhags- munum, ef árekstrar verða. Á þeim alvarlegu tfmum sem nú eru, var svo viðurhlutamikið að fella fjárlög, að örþrifaráð mátti kallast. Enginn heiðarlegur flokkur grípur til slfkra ráða, meðan nokkurs annars er úrkosta. Hjer hefir sýnt verið að stjórn- arskránnálinu var betur borgið með þeirri friósamlegu úrlausn, sem fengist hefir, en orðið heföi, ef til harðneskjunnar hefði komið. Sanngjarnir menn munu fagna þeim úrslitum. Þingið í vetur hef- ir mátt heita ðstarfhæft. Ef ekki hefði dregið til samkomulags um þetta stórmál, hefði máttbúastvið endurtekning þeirrar sögu um 6- fyrirsjáanlegan tíma. Kraftarnir heföu dreifst frá þeim nauösynja- málum, sem öllum kemur saman um, að þingið verði að taka á með festu og einbeitni. Hjer í blaðinu hefir oft verið vikið að því, hver óhugur hefir veríð í hugsandi mönnum og góðgjörnum yfir þeirri sundrung sem magnast hefir í þessu þjóð- fjelagi, yfir þeirri skammsýni sem blind er á alt nema þrengsta fíokksmálstað, yfir þeirri ódrepandi natni að gera úlfalda úr hverri mýflugu ágreiningsins, en kæfa með þjósti eða þögn alt sem saman tengir. Þeir atburðir sem nú hafa gerst tákna vonandi að eitthvað tofi til í þessum efnum. Á jafn alvarlegum og viðsjár- verðum tímum sem nú dynja yfir, er þjóðinni ekkert nauðsynlegra en að saman sje staðið um frið- vænlega lausn þeirra vandamála allra, sem steðja að út hverju horni. Utvarpstilkynning Framsóknarflokksins. í gærkvöld var útvarpiö látið fiytja tilkynningu þess efnis, að Framsóknarflokkurinn hefði hvorki gefið nein loforð nje yfirlýsingar um lausn kjördæmamálsins á næsta þingi. Það er ekki gott að vita, hvað þessi tilkynning á að tákna. Enginn hefir haldið því á- fram að Framsóknarflokkurinn hafi gefiö slíkar yfirlýsingar. Og yfirleitt er tæplega að vænta sam- eiginlegra loforða eða samninga af flokki, sem svó er kominn, að hann rekur tvo af sínum eigin foringjum úr ríkisstjórniuni, en tekur í þeirra stað mann, sem árum saman hefir verið ofsðttur af málgögnum flokksins, sem svæsnasti andstæðingur og fjand- maður. Meirihlutaflokkur á þingi, sem sættir sig við verstu andstæð- inga sfna í ríkisstjórn, stendur ekki lengur saman. Af greinum þeim, sem birtast hjer I blaðinu um stjórnarmyndunina, erauðsjeð að þvl fer fjarri að allur Fram- sóknarflokkurinn á þingí standi að lausn kjðrdæmamálsins. Hitt er annað mál að Asgeir Ásgeirsson hefir svo marga fylgismenn um lausn málsins, að f ramgangur þess er trygður á næsta þingi. Sannleikurinn er sá, að Magnús Quðmundsson gekk þá fyrst inn á að taka sæti I stjórninni fyrir eindregnar áskoranir allra flokks-

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.