Austfirðingur - 11.06.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 11.06.1932, Blaðsíða 2
2 AUSTFIRÖINK3UR Þistlar. Á laugardaginn var báru jafn- aðarmenn vantraust á nýju stjórn- ina. Eftir nokkrar umræður fóru leikar svo að vantrauststillagan var feld meö 30 atkvæðum gegn 4. Tveir greiddu atkvæði gegn tillög- unni með fyrirvara, þeir Jónas Þorbergsson og Björn á Kópaskeri og mun sá fyrirvari hafa táknað, að þeir vildu ekki veita Magnúsi Guðmundssyni. Þrír menn greiddu ekki atkvæði, Magnús Guðmunds- son Jónas Jónsson og Steingrfm- ur Steinþórsson. 5 þingmenn voru fjarstaddir. Af viðstöddum 20 Framsóknarmönnum greiddu 16 stjórninni traust alveg óskorað og fyrirvaralaust. Spár þeirra Framsóknarmanna, sem bjuggust við að verið væri að narra Sjálf- stæðismenn til að samþykkja fjár- Iögin með því að mynda sam- steypustjórn, hafa þvl ekki rætst. 2. Samtímis því sem allur þorri Framsóknarmanna á þingi lýsir yfir óskoruðu trausti á stjórninni, kemur Tíminn, aðalblað flokksins út. Og þar kveður nokkuð við ann- an tón. Ritstjórinn skrifar þar áð vanda svívirðingar um Sjálfstæðis- menn og ber þá lognum sökum. Og Jónas Jónsson Ieggur út af gamla slagorðinu: alt er betra en íhaldiö. Ekkert sýnir valdaleysi Jónasar innan flokksins átakan- legar en það, að hann skuli vera að þessu japli einmitt I þeirri andránni sem flokksmenn hans á þingi hafa gert bandalag við „íhaldið" og eru að lýsa yfir á- nægju sinni og traustí á því banda- lagi. 3. Ritstjóri Tímans hneykslast á því að Magnús Guðmundsson skuli setjast í stól dómsmálaráð- herrans „eins og nú er háttað högum hans“. Af þessu verður það helst ráðið, að ætlun Jónas- ar Jónssonar með því að höfða sakamálssókn á hendur Magnúsi, muni hafa verið sú að „lagða" hann svo, að hann gæti ekki orð- ið ráðherra. En um Ieið og Fram- sóknarmenn greiða Magnúsi traust taka þeir „lagðinn" af honum og festa á Jónas. Slíkt heiðursmerki hefir enginn ráðherra hlotiö eftir langa og dygga flokksþjónustu. 4. Annars er „lögðunin" ekki það sniðugasta sem Jónas fann upp á um leið og hann skiidi við. Meið- yrðanáðunin er miklu sniðugri. Ritstjóri Tímans hafði verið dæmd- ur I geysiháar sektir fyrir dulnefnd meiðyröi sem Jónas hafði skrifað í Tímann. Áður en stjórnin fór frá hafði vérið gengið um höfuð- staðinn og safnað í sjóð til að greiöa meiðyrðasektirnar. En svo kom að því að sýnt var að Jón- as mundi hröklast frá völdum. Og með valdamissinum fylgdi líka missirinn yfir umráðum ríkis- bílanna. Bíllaus mátti Jónas ekki vera og nú voru góð ráð dýr. Þá datt honum náðunin í hug. Og svo var meiðyrðasjóðurinn tekinn og keyptur fyrir hann bíll. Og fyrir afganginn af sjóðnum var Jónasi haldin veisla um Ieið og bíllinn var afhentur. Síðan ekur hann altaf í „meiðyrðabíln- um“ og þykir vel fara. Útgerðarmenn! Þjer sparið peninga með því að nota eingöngu fiskilínur frá JAMES ROSS & Co. Ltd. Þær eru haldbestar. Eftirspurnin vex stöðugt. Leitið upplýsinga hjá mjer áður en þjer kaupiö línur annarsstaðar. —• Gísli iónsson. Kristján N. Wiium bóndi í Fagradal. Þann 1. júní 1932 andaöist að heimilu sínu, Fagradal í Vopna- firði, bóndinn Kristján Nielsson Wiium, eftir langvinn veikindi. Hann var fæddur í Njarðvík í N-Múlasýslu 23. apríl 1870. For- eldrar: hjónin Niels Jónsson snikk- ari (fór til Ameríku 1884) og Kristín Jónsdóttir bónda í Njarð- vík. Móðirin dó af barnsförum og tóku merkishjónin Björn Einars- sen og Guðrún Sveinsdóttir á Kóreksstöðum hann árs gamlan til fósturs og dvaldi hann hjá þeim til fullorðinsára, enda reynd- ust þau honum sem bestu foreldrar. Árið 1906 giftist Kristján Odd- nýju Sveinsdóttur bónda í Fagra- dal (d. 1931) og lifir hún mann sinn. Börn þeirra, 5 dætur; Ingi- leif, gift Stefáni Guðmundssyni bónda í Fagradal; Þórdís dvelur í Kaupmannahöfn, Guðbjörg, Ásta og Elsa héima hjá móður sinni. Kristján sál. var einn þeirra manna, sem ekki hafði hátt um sig í þjóðfjelaginu en vann sín verk í kyrþei. Hann var góður drengur, vandaður til orða og at- hafna, gestrisinn og greiðvikinn og vildi bverjum manni gott gera án þess að ætlast til Iauna. Hann var mjög vinsæll og mun öllum hafa oröið hlýtt til hans, sem kyntust honum. Trúnaðarstörf þau sem honum voru falin, svo sem veðurathuganir, símgæsla o. fl., rækti hann með áhuga og trú- mensku og oft mun það hafa kom- ið fyrir að hann lagði sig í lífs- hættu við aögerðir á símalínunni í bröttum fjöllum og vondum veðrum, til þess að leysa verkið fljótt af hendi. Ekki var Kristján efnamaður, en altaf var heimili hans veitandi af gestrisni og góðum hug. Hann reyndist konu og börnum hinn besti eiginmaður og faðir. Með sparsemi og ráðdeild hjónanna urðu hinar smáu tekjur heimilis- ins að blessun í búi þeirra. Trú, kærleikur og góðir siðir voru öndvegissúlur heimilisins. Kristján var bókhneigður og skýr I skoðunum, fróðleiksfús, las og hugsaði vandlega um hvaö eina, sem hann vildi fræöast um. í æsku naut hann aðeins venju- legrar heimamentunar, en af eigin ramleik jók hann svo mentun sína, að hann í nokkur ár, stund- aði barna- og unglingakenslu með góðum árangri nemandanna. Sjer- staklega var hann laginn á að kenna kristindóm og leiða nem- endurnar til góðrar hegðunar og kristilegs siðferðis, enda voru þær dyggðir samgrónar hugsun hans og breytni. Sönghneigður var hann mjög og Ijek mætavel á orgel. Hann var í mörg ár organleikari við Vopnafjarðarkirkju. Meðan hann bjó á Vopnafirði, sem mun hafa verið um 5 ár, hafði hann við hlið sjer góðan söngflokk, sem hann efldi og æfði, en flokkur sá mun hafa sundrast eftir að Krist- ján fluttist að Fagradal. Þ3ð var hans mesta yndi að kenna á orgel og hafði hann venjulega á hverj- um vetri nemendur I þeirri grein. Þeir urðu því margir, sem nutu tilsagnar hans í þeirri lisí og má nefna meðal þeirra, tónskáldið Björgvin Guðmundsson. Minning þessa trúa, góða og glaðlynda manns, mun lengi lifa hjá þeim er kyntust honum eða nutu handleiðslu hans. Breytni hans og viðbúð var hverjum manni hugþekk og til fyrirmyndar. Jón í Firði. Kreuger og Toli. Nú eru liðnir þrír mánuöirsíð- an Ivar Kreuger skaut sig, sá hinn mæti maður, sem Jónas Jónsson mintist I einhverjum hjart- næmustu eftirmælum, sem nýlega hafa birst á íslenska tungu. Mun Jónas hafa átt Ivari gottað launa því hann var eigandi ýmsra stór- blaöa í Svíþjóð, og þau blöð höfðu borið álíka verðskuldað lof á Jónas í lifanda lífi eins og hann bar á Kreuger dauðan. En þótt Jónas krypi í mikiili lotningu við líkbörur hins framliðna vel- unnara síns, fór það brátt að kvisast að ekki væri alt með feldu um fjárreiður þess manns, sem Jónas taldi að mestum bjarma hefði orpið á Norðurlönd, síðan Karl hinn 12 leið. Voru fjárreið- ur hans þegar fengnar nefnd manna, og hefir rannsókn nefnd- arinnar leitt í ljós, að um er að ræða mestu fjársvik, sem verald- arsagan getur um. Hefir meðal annars komið í ljós aö Kreuger hafði falsað skuldabrjef, sem námu um 500 miljánutn króna! Rannsóknarnefndin hefir nýlega skilað áliti sínu, og kemst að þeirri niðurstöðu að ótrygðir kröfuhafar muni fá lítið eða ekk- ert úr búinu. Eins og kunnugt er var Kreug- AUSTFIRÐINGUR | V i k u blað Ritstjóri og ábyrgðarmaður § Árni Jónsson frá Múia. i Sími nr. 70. Verð árgangsins 5 kr. § 0<S>00<S£>OOCSS>00<S>00<3E>odð er stjórnandi ótal fyrirtækja og var stofnfjelagið, sem öll hin greind- ust út frá, Kreuger og Toll. Eftir að nefndin hóf rannsókn sína kom það skjótt í ljós, að bókhald fjelagsins var sviksamlegt og að taldar voru á eignaliðum gífurlegar upphæðir, sem hvergi áttu sjer stað. Áframhaldandi rannsókn leiddi í ljós, að fjelagið hafði rekið sviksamlega starfsemi, að minsta kosti síðustu 8 árin, og sennilega lengri tíma. Af því bókhaldið er svo grautarlegt er nálega ógerningur að komast að niðurstöðu um raunverulegao hag Kreugers og ToIIs, og erfitt að ákveða um eignirnar hvort þær tilheyri því fjelagi, öðrum fjelög- um Kreugers, eða honum sjálfum persónulega. Nefndin hefir þó komist að þeirri niðurstöðu að Kreuger og Toll muni eiga kröfu í bú lvars Kreugers sjálfs að upp- hæð um 200 miljónum króna. En alls nema persónulegar skuldir Kreugers um 500 miljónum króna, auk þess sem á honum hvíldu allskonar skuldbindingar fyrir ná- lega sömu upphæð. Svo að segja má að Ivar Kreuger hafi skuldað beint og óbeint 1000 — þúsund — miljónir kr. Á móti þessu koma vitanlega ýmsar eignir, og eru það mest skuldabrjef og hlutabrjef í óteljandi fyrirtækjum um heim allan. Nú hefir bú Kreugers og Tolls verið tekið til gjaldþrotaskifta, og eins og áður er sagt litlar líkur til þess að ótrygðir kröfuhafar fái nema örlítið brot upp í kröfur sínar. Þannig endaði æfintýrið um eldspítnakonginn Ivar Kreuger, mesta fjárglæframanninn, sem uppi hefir verið í heiminum. Dánarfregn. Hinn 24. f. m. andaðist merkis- bóndinn Þórarinn Jónston á Brennistöðum. Verður hans nánar getið í næsta blaöi.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.