Austfirðingur - 11.06.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 11.06.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIRÖINQUR 3 Búmannsklukka. Sá siður hefir lengi tíðkast í sveitum hjer á landi, að hafa klukk- una of fljóta. Ýmsir hafa brosað að „búmannsklukkunum", enda erþað í fljótu bragði dálítið hjáleitt, að láta dauðan hlut ráða fótaterð sinni og háttatíma. En menn eru vananum háðir, og klukkan ræð- ur fótaferðinni, hvort sem risið er árla eða síðla. Búmannsklukkan er vfst alveg sjerstakt einkenni fyrir íslenska sveitamenn. Og það er engin tilviljun, að þessi venja skyldi verða hjer til og haldast við. Lífsbarátta íslenskra bænda er örðugri en flestra annara manna, hvar sem leitað er. Framleiðslu- tíminn er svo stuttur, að hagnýta verður hvert augnablik út í ystu æsar. Búmannsklukkan er viðleitni atorkumanna, búmannanna, að vera „á undan tímanum“. Hún er ávöxtur þess hugarfars, sem reynir að sigrast á öllum erfiðleikum, hversu miklir sem eru, einnig með þeim ráðum, sem brosleg geta virst. Annars er það svo um bú- mannsklukkuna, að þótt ýmsir hafi þótst of vitrir til að fylgja slíkri „firru", þá fór það svo, að einhver mesta menningarþjóð heimsins hagnýtti sjer þennan gamla bú- hnykk Mörlandans á hinum erfið- ustu tímum. Á stríðsárunum tóku Englendingar upp „búmanns- klukku" yfir sumartímann, — og helst sú venja enn. Hvergi á búmannsklukkan meiri rjett á sjer en hjer á Austfjörðum. Þeir eru flestir girjir háum fjöllum og sólargangurinn stuttur. Þar sem svo hagar lil, að aldrei sjer sól um 3—4 mánaða skeið að vetrinum, veitir ekki af því, að hagnýta sjer sólarljósið sem best, meðan sólargangurinn erlengstur. Þótt svo heiti, að sólin skíni jafnt yfir rjettláta sem rangláta, þá er mikill munur á því, hvað t. d. íbú- ar Reykjavíkur fá af sólarljósi yfir árið móts við t. d. íbúa Seyðis- fjarðar. Varla eru Reykvíkingar því rjettlátari. En Seyðfirðingum er þá meiri þörf að nota sólarljósið sem best, meðan þess er kostur. Jeg held það væri ráð, að gera sýslu- og bæja-samþyktir um það, hjer fyrir austan, að flýta klukk- unni um I—2 stundir að sumrinu til. Það getur ekkert skaðað, en hinsvegar sennilegt að það hefði miklar og góöar afleiðingar, bæði að því er snertir afköst manna og alment heilsufar. Englendingar eru hagsýnir menn. Þeir vissu hvað þeir gerðu með því að taka upp búmannsklukkuna, þegar mikiö lá við. Búmannsklukkan á ekkert skylt viö menningarskort eða afkára- hátt. Hún er tiiorðin fyrir reynslu margra kynslóða í baráttunni við óblfða náttúru, þá sömu reynslu, sem skapað hefir málsháttinn: Morgunstund gefur gull í mund. Búi. Matvælaskortur í Rússlandi. Síðustu mánuðina hefir verið mjög tilfinnanlegur skortur á mat- valum í Rússlandi. Skömtulagið, sem áður var smátt, hefir víða rýrnað til muna. Sykur var t. d. áður seldur öllum, sem höfðu matvælaseöil, og var skamturinn hálft annað kíló á mánuði. Nýlega var þessi skamtur færður niður f 1 kíló fyrir þá, sem erfiðisvinnu stunda og 800 gr. fyrir aðra þá, sam matvælaseðla höfðu. í Moskva hefir smjör og egg verið sjaldgæf munaðarvara árum saman hjá öll- um þorra manna — þótt undar- legt sje, altaf frá þeim tíma að hafist var handa í sveitunum um stofnun sameignarbúa, en með þeim var álitið að Iandbúnaðar- framleiðslan mundi taka hinni mestu gerbreytingu. En síðustu mánuðina hefir skorturinn á þess- um búnaðarafurðum orðið að al- gerðri þurð. Þessar vörur hefir jafnvel vantað í matarbúðir þær, sem hafa það sjerstaka hlutverk að inna, að birgja hinar útlendu sendisveitir og einnig á gistihús- um þeim, sem sækjast eftir útlend- ingum tíl þess að ná í „valutuna", erlenda gjaldeyrinn, sem mest er sókst eftir. Nú er ástandiö öfugt við það sem var á árunum 1918—21. Þá var skorturinn miklu meiri í bæj- unum en sveitunum. Nú eru borg- arbúarnir, einkum í mestu iönaö- arborgunum, miklu betur settir en sveitafólkið. Sovjetríkið hefir nefni- lega komið miklu betra skipulagi á, að sölsa undir sig matvælabirgðir manna en var á fyrstu árum þess. Besta sönnun þessa er hið geysi- lega aöstreymi til stórborganna. í Moskva og Petrograd er fólks- fjölgunin t. d. hálf miljón á ári. Meðan á borgarastyrjöldinni stóð vissi straumurinn í hina áttina, af því að þá var auðveldara að ná í mat á Iandsbygðinni. Verkamenn í Moskva og Lenin- grad fá ákveðinn skamt, tvö pund af brauði á dag, og auk þessfast- an skamt af te og sykri, þótt lítill sje. Aðrar fæðutegundir eru einn- ig fáanlegar meö köflum, eftir því sem birgðir hrökkva. Þá fáverka- menn þeir, sem vinna við meiri- háttar verksmiöjur heitan kjöt- eða fiskrjett á hverjum degi á matstofum þeim, sem við verk- smiðjurnar eru, og börnin fá oft heitan mat í skólunum. í borgun- umkemur matvælaskorturinn harð- ast niður á þeim, sem ekki eiga heimting á aö eta á matstofunum, sem eru víða bæði við verksmiðj- ur og ríkisstofnanir, og einkum hinna rjettminni stjetta (fyrverandi kaupmenn, aðalsmenn, landeigend- ur, klerkar og kennimenn). Þessir menn fá ekki matvælaseðla og verða því að eiga sitt undir „privat“-markaönum eða „ríkis- búðunum*, þar sem vörur eru seldar hindrunarlaust en á geysi- háu verði. Eöa þá að þeir verða „Jeg hefi reynt um da- gana óteljandi tegundir af frönskum handsápum, en aldrei á æfi minni hefi jeg fyrir hitt neitt sem jafnast á við f.ax hand- sápuna ; vilji maðtir hal- da liörundinu unglegn og yndislega mjúku " Allar fagrar konur nota hvítu Lux handsápuna vegna þess, hún heldur hörundi þeirra jafnvel enn pá mýkra heldur en kostna'ðar- samar fegringar á snyrtistofum. LUX HANDSAPAN M-LTS 209-50 IC LEVER BROTHERS LIMITED, PORT SUNLIGHT, ENGLAND að leita til ættingja og vina til að sjá sjer farborða. í sveitahjeruðunum er skorturinn miklu meiri, vegna þess að bænd- um er minna sint við úthlutunina og í mörgum hjeruðum er algerð þurð á sykri, te og sápu. Korn- vörur þær, sem bændur hafa af- gangs, eru teknar frá þeim á ákveðnu verði, og með þeim hætti að þvingun er, þótt annað sje látið heita. Bændur kvarta oft einnig yfir því, að þegar hinir op- inberu starfsmenn meti það, sem þeim er stlað af kornvörum sjálf- um sjer og búpeningi til viðurvær- is, þá sje heldur skorið við negl- ur. Þegar veriö var að safna bænd- unum f sameignarbúin, varslátrað geysimiklu af nautpeningi, svínum sauðfje og hænsnum. Síðan hefir verið skortur á fóðri og ráðstaf- anir ríkisins sitt á hvað, stundum hallast að einstaklingseign, stund- um unnið á móti. Afleiðingin hefir orðið sú, að bændur eru ver settir hvað matvæti snertir en verið hefði, að óbreyttum að- stæðum. Eftir því sem ferðamönnum segist frá og sjeð verður af brjef- um, þá er matvælaskorturinn sem stendur mestur í Ukrain. Lftur út fyrir að brauðskamturinn í mörg- um bajum í Ukrain sje ekki nema puad á dag, og aðeins til erfiðis- manna. Fjöldi manna í Moskva sendir matvæli af sínum eigin tak- markaða skamti til frænda og vina í Ukrain. Ferðamaður, sem nýkominn er frá Ukrain, segir aö slíkt dýrtíðarverð sje þar á „privat* markaðnum, að brauð sje selt fyrir átta til tíu rúblur kílóið. Þetta svarar til 18—22 króna. En meö- allaun iðnaðarverkamanns á Rúss- landi eru um 100 rúblurá mánuði. Það virðsat vera þrjár meginá- stæður til matvælaskortsins, sem nú er í Rússlandi. Almenningur veröur aö leggja á sig þungar byrðar til þess að komið verfti í framkvæmd 5 ára áætluninni, sem svo mjög er látið af. Verslunar- skýrslur sovjetríkisins sýna að mikið er flutt út af korni, smjöri, eggjum, fiski, alifuglum og öðr- um fæðutegundum, sem auðvitað væri hægt að neyta heima fyrir. Byrði þessa þvingaða útflutnings, sem nauðsynlegur er til þess að Rússar geti staðið við viðskifta- skuldbindingar sínar, þyngist þar sem annarsstaðar við verðfallið. í ööru lagi er líklegt, að ófrið- arblikan í austri, hafi leitttil þess, að stjórnin hafi safnað matvæla- birgðum, sem til mætti taka í hernaði og af því að þjóðin átti áður við þröngvan kost að búa, þá hlaut slík birgðasöfnun að koma skjótlega niður á öllum al- menningi. Og síðast en ekki síst, ríkisbúin og sameignarbúin hafa framleitt miklu minna, en forvígis- mennirnir höfðu gert sjer í hugar- lund. — Sanngjarn dómur um matvæla- ástandiö á Rússlandi yrði eitthvaö á þessa leið: Það er ekki alment hallæri, sem sambærilegt sje við hungurdauðann, sem varö 1921—.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.