Austfirðingur - 14.07.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 14.07.1932, Blaðsíða 2
2 AUSTFIRÐINIGUR Reynslan er ólýgnust! Öllum málurum kemur saman um þaö, að allskonar málvörur frá A.s. Sadolin & Holmblad, Kaupmannahöfn, eru bestar. „Concret“ Cement-Emaille er máltegund, sem mála á með allskonar steinsteypu. Styrkir steyp- una, endist vel, mjög áferðarfallegt, fæst í 16 Iitum. Nánari upplýsingar og notkunarreglur læt jeg í tje. fiísli Jónsson. og óuppfylt fiskveð Útvegsbankans. Framsóknar og Alþýðuflokksblöð- in hafa ekki fengiat til þess að ræða þessi mál, og er ástæðan auðvitað sú, að í hlut eiga menn, sem framarlega standa f þessum flokkum, hvorum um sig, Helgi Briem og Jón Baldvinsson. Á aðalfundi Útvegsbankans, sem haldinn var fyrsta júlí, kom í ljós að bankastjórnin hafði ekki einu sinni, heldur fimm sinnum á ár- inu sem leiö, gefið út seðla svo hundruöum þúsunda nam, fram yfir þá upphæð, sem í umferð má vera. Ennfremur kom í ljós að Útvegsbankinn hafði ekki fyr en alveg nýlega greitt fiskveðs- vfxla hjá Landsbankanum, 300 þús. krónur hvort' áriö. Tii þess að leyna . þessum „mistökum", hafði bankinn ekki gefiö út nokkra mánaðarreikninga, svo að þessar „kreppuráðstafanir" yrðu huldar almenningi. Loks kom það í ljós á þessum aðalfundi, að stjórn Útvegsbankans hafði afskrifað, sem tap hjá fslandsbanka, upphæðir sem nema hundruðum þúsunda, og orðið hafa hjá Útvegsbankan- um. Þetta er gert til aö „punta upp á statusinn". Er ekki rjett aö lofa Útvegsbankastjórunum að vera með, þegar sakamálin hefjast á þá, sem stjórnaö hafa pen- ingastofnunum þjóðarinnar und- anfarið? Kristján Kristjánsson söngvari. Engin regla er án undantekn- ingar. Ekki heldur sú, að enginn verði spámaður í sínu föðurlandi. Þa sannaðist á sunnudagskvöld- ið, þegar Kristján Kristjánsson söng í barnaskólanum. Fögnuöur þeirra, sem á hlýddu, var mikill og einlægur. Og vafalaust gerði það sitt til, aö söngmaðurinn ljek sjálfur undir. Á opinberum kon- sert hefir það ekki heyrst hjer fyr. En margir Seyöfirðingar hafa auð- vitað oft átt þess kost, að heyra „Kidda læknis“ syngja í heima- húsum og leika sjálfur undir. En það er spursmál, hvort Kristján hefir ekki einmitt með þessu móti fundið það almenna form fyrir söngtúlkun sinni, sem best á vlð. Söngur Kristjáns hefir ekki fyrst og fremst einkenst af miklum raddstyrk, heldur af ná- lega barnslegum hreinleik og heið- ríkju raddarinnar, og þeirri ein- lægni í framsögn, sem ekki er annara en þeirra, sem hafa sál söngsins í brjósti sjer. Á söngskránni voru 12 lög, flest úrvalslög, eftir útlenda og innlenda höfunda. 3 lögin voru íslensk, en það fjórða Elegie eftir Massenet viö íslenskan teksta. Öllum þorra manna mun hafa fallið meöferð Kristjáns á íslensku lögunum best, — af skiljanlegum ástæðum. En þó er englnn vafi á því, að hann nýtur sín best á suðrænu lögunum, ljettum og leikandi, dutlungakendum og gáska- fullum. Með því að sameina alt í senn orð og lag undirleik og söng, hefir Kristjáni tekist að skapa ein- mitt það „intima" umhverfi, þar sem hann nýtur sín best. þetta er alt svo einfalt og látlaust, að á- heyrendurnir verða f einni svipan „eins og heima hjá sjer“. Það er enginn vafi á því að Kristján fer sigurför um landið með því aö leika sjálfur undir eins og hann gerir. Hann hefir svo óvenjumikla músikalska gáfu, að hann getur sameinað tvö hlutverk, söng og undirleik, án þess hvorugt líði tjón. Á sunnudagskvöldið var húsið troðfult og í kvöld, þegar Kristján syngur aftur með breyttri söngskrá má vafalaust gera ráð fyrir fullu húsi. Hjeðan fer Kristján að söngn- um loknum í kvöld til Noröfjarð- ar, en þaðan með Nova norður um land til að syngja. Allir Seyðfirðingar þakka hon- um komuna og árna honum allra heilla. Glunten. Að Eiðum og Atlavík. Fyrra laugardag, 2. júlí lagði söngflokkurinn Bragi af stað upp aö Eiöum. Aðal hvatamaður þeirrar ferðar var skólastjórinn á Eiðum sjera Jakob Kristinsson. Var það ætlunin að syngja þar í sambandi við mót það, er Eiða- nemendur yngri og eldri stofna þar til á ári hverju og heitir fjelag það „Eiðasambandiö“ Á fundi í söngfjelaginu „Braga" var það einróma samþykt að stofna til farar þessarar, svo framarlega, sem hægt væri að útvega nógu marga fararskjóta til ferðarinnar, enda hafði skólastjórinn boðið að leggja fram nokkurn styrk í því skyni. Fjelagi sá, er hafði stjórnað Norðfjarðarför okkar, var með lófaklappi endurkosinn fararstjóri þessarar ferðar og honum til að- stoðar var kosinn annar maður, gamall Hjeraðsmaður og þaul- kunnugur öllum hestamálum. Og með aðstoð ungra og duglegra bænda í Eiðaþinghá, tókst þeim að safna saman á skömmum tíma fullum hálfum öörum tug hesta. Á laugardagsmorgun var veður ískyggilegt, þoka og nokkur rign- ing, en ekki var með neinni sann- girni hægt að kenna fararstjóra eða aðstoöarmanni hans um það. Formaður fjelagsins gekk á und- an (reyndar fór hann ríðandi) meö góðu eftirdæmi og lagði til fjalls kl. 8 um morguninn. Þegar fram á daginn kom birti til og kom besta veður. Aðalhópurinn lagði af stað hjeðan kl. 1 miðdegis og fór sem leið liggur upp yfir Vestdalsheiði og út Gilsárdal. Gekk ferðalagiö hið besta, þvl naumast getur það með óhöppum talist, þó gjarðir slitni, ólar bili, hestar hnjóti, hattur fjúki, eða nesti til þurðar gangi, því slíkt er algengt á ferðalögum. Þó má það með óhöppum teljast, að einn reiðskjótinn datt á leiðinni, og sá er á honum sat hraut af baki og meiddist töluvert, en reyndist þó ekki alvarlegt sem betur fór. Eftir fjögurra stunda ferð var Braga heilsað á Eiðahlaði með söng. því miður var Bragi ekki við þvf búinn að svara þá þeg- ar í sama tón. Bæði munu ein- hverjir af fjeiagsmönnum hafa orðið eftir ofan túngarðs, og í öðru lagi stóðu menn dreyfðir innan um aðra ferðamenn, svo söng- stjóra mun hafa litist ráðlegra að bíöa betri tíma. Þegar ferðamenn höfðu kastað af sjer ferðafötunum beið þeirra í borðstofu rjúkandi kaffi, sem ilmaði svo undur þægilega fyrir vitum ferðamannanna. Gerðu menn kaffinu bestu skil, því óspart var fram borið. Að lokinni kaffidrykkju hóf „Bragi" sönginn í leikfimissal skólans og söng þar nokkur lög og tóku áheyrendur söngnum með dynjandi lófaklappi. Varð þá nokk- uð hlje er Eiðamenn notuðu til þess að ljúka fundi, er þeir höfðu horfið frá þegar „Bragi* kom. Að því Ioknu gengu menn til kirkju og voru sungin þar aftur nokkur lög. Var kirkjan troðfull af áheyr- endum, og í gangnum voru svo margir sem gátu og alt út að dyrum. Því næst var kveldverður fram reiddur og settust menn þá til borðs. Flutti þá skólastjórinn á- gæta ræðu fyrir minni „Braga“. Mun það mála sannast að allir þeir er á hlýddu hafi verið á einu máli um það, að þeir hafi aldrei fyr hlustað á jafn snjalla og fagra samkvæmisræðu. Það munu líka flestir mæla er til þekkja, aö sjera Jakob sje með snjöllustu og bestu ræðumönnum landsins. Formaður fjelagsins þakkaöi ræðuna með nokkrum orðum og Bragi söng á eftir „Húrra, húrra"! fyrir Eiðaskóla. Þá flutti sjera Þór- arinn Þórarinsson stutta og snið- uga ræðu og notaði svo smellnar samlíkingar, að menn veltust um af hlátri. Næst talaði bústjórinn Páll Hermannsson alþingismaður, Var ræða hans sköruleg og hress- andi að vanda. Mintist hann þar nokkra manna úr Braga, þeirra er eitthvað hafa komið við sögu Eiðaskóla. Að Ioknum kveldverði söng „Bragi" enn nokkur lög í leikfim- issalnum, og að því loknu var stiginn dans eitthvað fram eftir nóttunni. Á sunnudagsmorgun kl. 10 var sest að morgunverði, og flutti þá fararstjóri ræðu og þakkaði ágæt- ar viðtökur á Eiðum. Var síðan lagt af stað til Atlavíkur í tveim bifreiðum. Hafði Kvenfjelag Vallahrepps gengist fyrir þvf að útvega þessi farartæki handa „Braga“. Gekk það ferðalag sæmilega nema hvað sumum þótti þröngt og heitt á farrýminu, og var jafnvel ekkifrítt vlð að „sjóveikP gerði vart viö sig. En það er slæmur gestur, eins og allir vita, er reynt hafa. Eftir nálega þriggja stunda ferð var komið að Atlavík. Veður hafði verið þurt og gott um daginn, en þegar upp í Atlavík var komið fór að rigna dálítiö, en þó eigi svo að það spilti skemtuninni til muna. Samkomuna setti frú Sigrún Blöndal, skólastýra á Hallormsstaö. Því næst söng Karlakór Fljóts- dælinga undir stjórn Theodors Arnarsonar, fiðluleikara. í flokkn- um eru aðeins átta menn, en ó- hætt má fullyrða aö meðferð þeirra á viðfangsefnunum hafi verið ágæt og bar hún ótvíræðan vött um góða stjórn. Þá flutti sjera Jakob Jónsson á Norðfirði erindi og á eftir söng Bragi átta eða níu lög, undir lauf- krónum trjánna þar I skóginum. Bar mjög á því, hvað minnavarð úr sðngnum svona undir beru lofti, heldur en ef sungið er inni ígóð- um húsakynnum. Fljótsdalshjerað er fagurt og blómlegt, en það er of stór „söngsalur" fyrir fámenna flokka. Að loknum söngnum talaði frú Sigrún Blöndal fyrir minni Aust- urlands og Austfirðinga og á eftir söng Bragi „Húrra“ ! fyrir kvenfje- lagi Vallahrepps. Því næsi fóru Braga-menn að tínast af stað, því það var í upp- hafi áformað, að halda heim til Seyðisfjarðar samdægurs. Og bif- reiðarnar þutu aftur af stað út að Eiðum og kom sú fyrri þangað um kl. 10. Það óhapp vildi til, að önnur bifreiðin bilaði inn hjá Eg- ilsstöðum og varð það til að seinka ferðinni um tvær stundir, því fyrir vikið þurfti hin að fara tvær ferðir milli Eiða og Egils- staða. Á Eiðum var matur á borð borinn handa hverjum sem hafa

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.